Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 53
5i
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
dæmi um hvora mynd. Reyndar er ekki ólíklegt að þetta séu mismunandi
rithættir einnar og sömu myndarinnar. Þessar myndir, eða mynd, minna
á myndina ekkert og hina sjaldgæfu hliðarmynd ekhrt, en þær komu fyrst
upp á fyrri hluta 16. aldar.92 Hvorkirt og hvorkert eru sérkennilegar myndir
og ástæða til að huga að þeim.
Myndin hvorkirt kemur fyrir í bréfi frá Páli Jónssyni (um 1534—1598)»
Staðarhóls-Páli, frá árinu 1594.93 Páll var frá Svalbarði við Eyjafjörð, lærði
í Munkaþverárklaustri og bjó um tíma í Reykjadal.94
Um hvorkert er dæmi frá 1640 (Diplomatarium Islandicum XI 19U-
1925:123). Það er í textabút aftan við afrit af bréfi, en búturinn er undir-
ritaður af séra Illuga Helgasyni (d. 1652/1653).95 Hann kemur fyrst óvígð-
ur við skjöl 1603 en er orðinn prestur 1609 og gæti því verið fæddur um
1580. Faðir Illuga Helgasonar bjó í Reykjadal og móðir hans var frá Múla
í Aðaldal. Sjálfur var Illugi prestur á Þóroddsstað í Kinn, sem er ekki langt
frá.
Staðarhóls-Páll og Illugi Helgason voru af svipuðum slóðum og nota
báðir myndina hvorkirt/hvorkert. Það er varla tilviljun að bæði dæmin í rit-
málssafninu um þessa sjaldgæfu og óvenjulegu orðmynd eru frá mönnum
ættuðum af sama litla svæði.96 Hugsanlegt er að þessi breyting, hvorki -»
hvorkirt/hvorkert, hafi verið bundin við þetta landsvæði. Um hálf öld skil-
ur að mennina tvo í aldri, Páll var fæddur um 1534 en Illugi e.t.v. um 1580.
í seðlasafni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) kem-
ur myndin hvorkirt/hvorkert fyrir í tveimur ungum handritum Gautreks
sögu:
92 Sjá Katrínu Axelsdóttur 2006. Ekki er ljóst hvort ekhrtvar raunveruleg hliðarmynd
ekkert, eða hvort þarna var aðeins um að ræða mismunandi rithátt sömu myndar.
93 Orðið kemur fyrir í kvæði, en er ekki rímbundið: „hond og fot eg huorkirt wil/j
heiptarloganum brenna“ (Jón Þorkelsson 1888:388). Þarna hefði getað staðið myndin
hvorki eða hvorugt án þess að það breytti neinu, atkvæði eru jafnmörg í þessum myndum.
94 Upplýsingar um menn sem fjallað er um í þessum kafla eru að jafnaði úr íslenzkum
<sviskrám I—V 1948—1952.
95 í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er dæmið sagt frá 1542. Það á hins vegar við
frumbréfið sjálft, ekki afritið sem varðveitt er og ekki við viðbótartexta Illuga. — Orð-
myndin er í ritmálssafninu greind sem samtenging (sambærileg við hvorki... eðá) en það
stenst varla. Orðfærið er reyndar allsnúið, en ekki verður betur séð en að „huorkert gegni
þarna sama hlutverki og hvorugt í nútímamáli. Orðið virðist þarna vísa annars vegar til
bréfs og hins vegar tveggja innsigla sem hvort tveggja er nefnt rétt á undan.
96 Ljóst er að myndin hvorkirt/hvorkert hefur verið sjaldgæf. Úr öllum þeim ritum sem
orðtekin hafa verið á Orðabók Háskólans hafa aðeins verið skrifuð niður þessi tvö sem hér
hefur verið greint frá. Ólíklegt er að fleiri dæmi leynist í þessum ritum; myndin er svo óvenju-
eg að hún hefði varla farið fram hjá orðtökumönnum, eins og eðlilegt er um algeng orð.