Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 201
Andm&li við doktorsvörn Ragnars Inga Aðalsteinssonar 199
bragfræði og ólíkra sviða málfræðinnar: hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og setn-
ingafræði.
4- Rannsóknaraðferð
Höfundur setur rannsóknarspurningar sínar fram sem beinar spurningar en ekki
sem fræðilegar tilgátur sem hann hefur gefið sér fyrir fram á grundvelli stöðu
þekkingar á sviði sínu. Á meðal lykilspurninga eru þessar: Hvernig getur hefð
breyst? Hvernig má það vera að breytingarnar eru samþykktar? Og hvaða lögmál
liggja að baki slíkri þróun?
Til að svara þessum lykilspurningum er nálgunin brotin niður í frekari rann-
sóknarspurningar og þeim er skipt í meginspurningar og undirspurningar. T.d. er
fyrsta meginspurningin: Hvaða breytingar hafa orðið á íslenskum kveðskap frá
elstu tíð? Og svo koll af kolli.
Aðferð höfundar til að svara þessum spurningum er — að mestu leyti — í þeim
anda sem kalla má megindlega rannsóknaraðferð, þ.e. viðfangsefnið er skoðað með
því að mæla það og magnbinda og skrá með tölum. Niðurstöðurnar eru afrakstur
mikillar tölfræðivinnu (t-prófa, dreifigreininga og hlutfallsmælinga) í anda félags-
vísinda, eins og rakið er í kafla 2.6.2 Til að gera langa sögu stutta: þetta er „lýsandi
tannsókn, sem er ætlað að sýna heildamynd af stuðlun í íslenskum kveðskap" (bls.
x09)- Með tilstyrk þessarar aðferðar spannar umfjöllunin einstæða sögulega þróun
Sem hefst með dróttkvæðum skáldum, Braga Boddasyni á 9. öld (og sem fyrr er
vert að vekja athygli á því að höfundur efast ekki um að dróttkvæðin séu rétt
feðruð). Þróunin nær til skálda sem eru virk á 21. öld, þeirra Þorsteins frá Hamri
°g Þórarins Eldjárns. Viðtöl við þá tvo síðast nefndu er að finna í Viðauka III og
varpa áhugaverðu ljósi á það hversu meðvituð þessi höfuðskáld samtímans eru um
íþrótt sína. Hér má segja að rannsóknin sveigi inn á eigindlega braut, svona á loka-
sPrettinum, því að þar nálgast höfundur efnið á annan hátt en í meginmáli rit-
gerðarinnar, þ.e.a.s. út frá sjónarmiði einstaklingsins. Þessi „djúpviðtöl“ bæta mikil-
v*gum upplýsingum við heildarmyndina.
Dæmin úr kveðskapnum eru í langflestum tilvikum tekin úr vönduðum frum-
heimildum (sjá töflur 1—12, bls. 117—129) og bera fagurt vitni um það hve nákom-
lnn höfundurinn er viðfangsefni sínu, bæði sem skáld og fræðimaður. Notkun
eftirheimilda, þ.e. fræðirita og greina og yfirlitsverka, ber lika vott um góða fræði-
ntennsku. Röksemdirnar virðast oftast nær vel ígrundaðar, sérstaklega á brag-
fræðisviðinu, en þó örlar á nokkurri óvissu í umfjöllun um sum málfræðiatriði
eins og ég mun víkja að á eftir.
2 Við „alla flóknari tölfræðiútreikninga" (bls. 7) naut höfundur aðstoðar eiginkonu
S1nnar, Sigurlínu Davíðsdóttur prófessors.