Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 159
Tvögömulorðasöfn 157
flettuna merkir hann orðið ekki sem staðbundið en allt bendir til að ‘rofa-
tyja. rótartægja’ sé merking bundin Skaftafellssýslum. Hann tengir upp-
tuna orðsins við nýnorska nafnorðið buske sem merkir ‘lítið lauftré,
(afbrotin) trjágrein, hrísvöndur, stór og dugmikil kona’.
3- .dDanndhalahempa. Stutt axlaskorenn Kallmanns hempa.“ Eina dæmi
Rrn er úr orðalista Einars. Nokkrar aðrar samsetningar með dandala- að
fytri lið er þar að finna svo sem dandalabelti, dandalaskapur, dandalaskraf
°g dandalaveður. Aðeins ein heimild er um orðið dandah úr orðabókar-
handriti Hallgríms Schevings og segir hann orðið merkja ‘hávaði’.
í orðabókarhandriti JÓlGrv er nafnorðið dandah fletta. Auk þess eru
gefnar samsetningarnar dandalakjóll, dandalareið, dandalarófa og dandala-
treyja. BH gefur orðið ekki sem flettu en B1 hefur dæmi sitt um dand-
(h)ala frá Scheving og merkir orðið sem fornt og úrelt (12,7). Hann hefur
einnig samsetningarnar dand(h)alabelti, -hempa, -skapur og -skraf og eru
þær einnig merktar fornar og úreltar en engin þeirra sem staðbundin.
í Tm eru fjórar heimildir um dandala. Ein þeirra kemur heim og saman
við flettu Einars. Hún er úr Suður-Múlasýslu og á seðlinum stendur:
Skikkja eða slá sem karlmenn báru á mannamótum eða ferðalögum.
• Dandalaveður kallað af því að dandalar voru ekki notaðir nema í
góðu veðri. Enn fremur var talað um dandalareið og dandalaskraf.
Á tveimur seðlanna, sem einnig voru með heimildum af Austurlandi, var
0rðið dandali sagt merkja ‘gott samkomulag’.
ÁBlM (106) merkir orðið dand(h)ali 18. öld og hefur hugsanlega dand-
alahempu Einars og orðin hjá JÓlGrv í huga en það eru einu 18. aldar
keimildirnar sem ég hef rekist á. Hann vísar í fær. danda hossast og telur
0rðið skylt sögnunum detta, dynta og danga.
‘i' TDentur, vpphlutarlaust Qvennpillse.“ í Rm er aðeins eitt öruggt
^®mi um dent í þeirri merkingu sem Einar nefnir. Það er úr orðasafni því
Sem hér að framan var merkt (2). Jón Helgason (1960:278—279) telur það
skrifað um svipað leyti og orðasafn Einars, þ.e. nálægt 1700. Þar stendur
"pillss kallast Dentur“. JÓlGrv hefur farið höndum um handritið og bætt
Vrð á spássíu „ö-alment“. Þá vitneskju hefur hann ekki úr eigin málum-
verfi. Önnur dæmi í Rm eiga við aðrar merkingar orðsins, þ.e. upphátt
Venhöfuðfat; rass’.
JÓlGrv segir um dentí orðabókarhandriti sínu: „joci gratia interdum
v°catur calyptra fæminarunT, þ.e. orðið er notað um einhvers konar