Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 47
45
Rýnt í sögu fornafnsins hvorgi, hvorugur
um töflunnar (17.—19. öld) eru ekki svo fá og línurnar eru nokkuð skýr-
ar; -ug- virðist þarna að mestu hafa tekið við af -ig- í beygingu hvorgif0
Þótt stofninn hvorig- virðist sjaldgæfur eftir 1600, ef marka má töflu
11, eru samt ýmis ung dæmi um hann. í ritmálssafni Orðabókar Háskól-
ans eru 14 dæmi um hann, frá 18. og 19. öld. Dæmin eru öll úr ritum
lærðra manna.81 Erfitt er að segja til um hvort þeim var tamur stofninn
hvorig- eða hvort dæmin megi rekja til málfyrningar.82
3-9 Nýjar myndir taka við af hvorgi
Myndin hvorgi var í fornu máli á þremur stöðum í beygingunni, nf.kk.et.,
nf.kvk.et. og nf./þf.hk.ft. í karlkyninu tók við hvorugur (hvorigur) en í
kvenkyninu og hvorugkyninu hvorug (hvorig). Hér verður sjónum einkum
beint að breytingunni í karlkyni, enda dæmi fleiri þar en í kvenkyni og
hvorugkyni.
í töflu 12 má sjá hlutfall hinnar gömlu karlkynsmyndar hvorgi og hinn-
ar nýju, hvorugur (hvorigur) í ýmsum ritum.
Nýrrar myndar, hvorugur (hvorigur), verður fyrst vart á 17. öld í þeim
ritum sem hér voru athuguð, eins og sjá má á töflu 12. í ritmálssafni
Orðabókar Háskólans er elsta dæmið um nýja mynd í nf.kk.et. frá 17. öld,
hvorugur í Passíusálmunum (1656—1659), og er það eina dæmið í safninu
um nýja mynd frá þeirri öld. Björn K. Þórólfsson (192.5:51) segir myndina
hvorugur vera frá 16. öld en nefnir ekki hvaðan hann hefur hana. Jón
Þorkelsson (1874:18) telur að nefnifallsmyndin hvorigr sé varla eldri en frá
15- öld og segist ekki hafa fundið hana í nokkurri fornri bók/3 Þetta þarf
So Þess má geta að í bréfabók Þorláks Skúlasonar (1597—1656) virðist -ug- vera einhaft
* "M^'/-(g-lýsingarorðum. Það styður þá mynd af vexti -ug- í beygingu fornafnsins hvorgi
sem hér kemur fram.
81 Þessir menn eru Páll Vídalín (1667-1727), Páll Melsteð sagnfræðingur (1812-1910),
Pétur Pétursson biskup (1808—1891) og Jón Árnason biskup (1665—1743). Þá kemur
hvorig- fyrir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, þjóðsögum Jóns Árnasonar og
í ritum Lærdómslistafélagsins. Úr Jarðabókinni, þjóðsögunum og ritum Lærdómslista-
félagsins eru svo líka til hvorug-myndir í ritmálssafninu, þannig að stofnarnir hafa þarna
tíðkast báðir.
82 Lærðir menn á 18. og 19. öld fyrndu margir mál sitt og endurvöktu fornar orðmynd-
lr (sjá. t.d. Kjartan G. Ottósson 1990-1991:120-121).
83 Jón Þorkelsson (1874:18) nefnir tvö dæmi um myndina, bæði í fornaldarsögunni
Hervarar sögu og handritið sem liggur til grundvallar, AM 345 4t0> er há lokum 17. aldar.
Kétt er að nefna að hvorigr (þ.e. hvárigr) er flettiorð í ýmsum orðabókum, orðaskrám og rit-
Um sem lýsa fornmáli, (sjá t.d. Wimmer 1874:94). Annaðhvort hafa menn þetta úr ungum