Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 60
58
Katrín Axelsdóttir
verið bætt við fyrir aftan gamla hengilinn -gi (-kí). Til þess benda a.m.k.
svokallaðar millistigsmyndir, s.s hvomgan (þf.kk.et.) og hvorskis (ef.et.kk.
og hk.) sem rætt var um í 3.4 og 3.5.
Nú mætti til dæmis hugsa sér að atburðarásin hafi í einhverjum tilvik-
um verið á þá leið að beygingarending, eða hluti hennar, hafi smám saman
orðið óskýrari í framburði en áður. Þannig hafi kannski r-ið í beygingar-
endingunni í *hvor-ir-gi (nf.kk.ft.) orðið minna áberandi en það var áður:
*hvor-i(r)-gi.105 Þá hafi menn e.t.v. túlkað þetta sem endingarlausa mynd
og þótt ástæða til að bæta við endingu. Hún kemur vitaskuld aftast, á
venjulegan stað beygingarendinga í íslensku: hvorig-ir. Samkvæmt þessu
færðist gamli hengillinn aldrei úr stað en staða hans í orðinu varð önnur
og hljóðmynd hans breyttist í kjölfarið, þ.e. það sem áður var hengillinn
-gi í dæminu að ofan varð (að hluta til) að viðskeytinu -ig-.
Beygingarendingar sem standa á undan öðru myndani (hér henglinum
-gi (-kí)) virðast fyrir fram vera heldur líklegar til þess að veiklast eða ein-
faldast, ekki síst ef þær enda sjálfar á samhljóði (sem stendur þá næst sam-
hljóði hengilsins). En spyrja má hvort einhver dæmi bendi til þess að þró-
unin hafi verið á þessa leið, þ.e. að beygingarending á undan hengli hafi
veiklast. Þágufallsmyndin hvorungi (kk.et. og öll kyn ft.) hefur n í beyg-
ingarendingunni en ekki m eins og á sambærilegum stöðum í beygingu
fornafnsins hvor.lo(> Hugsanlega hefur þessi breyting, m > n, valdið því að
fólk hætti að skynja það sem kom næst á undan -gi sem beygingarend-
ingu. Þetta minnir á breytinguna -umst > -unst í beygingu miðmyndar.107
Hin nýja ending -unst og arftakinn -ust eru fyrirrennarar -unstum og
-ustum (eins og í komustum)-, myndani sem tjáði persónu og tölu, -um,
hefur verið bætt aftan við -st því að í -unst og -ust fólust ekki nægar upp-
lýsingar um persónu og tölu (sjá t.d. Kjartan G. Ottósson 1990—1991:
118—119). Hér má einnig nefna að um „systurfornafnið“ hvergi eru þrjú
dæmi þar sem vantar beygingarendingu eða hluta hennar á undan hengl-
inum -gi: hverja-gi (nf.kvk.ft.) í stað hverjar-gi, hveri-gi (þf.kvk.ft.) í stað
hverjar-gi, og hveri-gi (þf.kvk.et.) í stað hverja-gi, sbr. töflu 5.108 Rithættir
105 Þess má geta að r á eftir sérhljóði virðist óstöðugt, sbr. t.d. McMahon 1994:102.
106 Fyrir kemur að nefhljóðið er bundið, og þá er auðvitað ekki hægt að segja til um
hvort þar er að baki m eða n. En oftar er myndin hvorungi skrifuð fullum stöfum, sjá t.d.
Larsson 1891:161, Grágás 1852:215, Grágás 1879:453, 454.
107 Samlaganir á borð við þá sem varð hér (ms > ns) eru algengar í áherslulítilli stöðu
eins og í endingum skv. Kjartani G. Ottóssyni (1990-1991:118).
108 Öll dæmin eru í ritum sem samin voru snemma og fyrsta dæmið er jafnframt í
mjög gömlu handriti. Það er í Hómilíubókinni: hverjargi ódádir, er gjörvar eru (Islensk