Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 55
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
53
hans, Þorlák Skúlason, en það má líklega einnig segja um breytinguna
hvorgi -> hvorugur (hvorigur) í karlkyninu og hvorgi -» hvorug (hvorig) í
kvenkyninu, sjá 3.9. Breytingar virðast verða hér fremur hratt. Breytingin
hvorkt -» hvorkirt/hvorkert hefst að líkindum á undan hvorki -» hvorugt
(hvorigt), en hún hörfar síðan aftur. Breytingin var líklega aldrei mjög út-
breidd og hugsanlega mállýskubundin.
Til glöggvunar má í töflu 14 sjá myndir nf.kk.et., nf.kvk.et. og nf./þf.
hk.et. í máli nokkurra manna, sem hér hafa komið við sögu, í aldursröð."
Fjöldi dæma er tilgreindur ef þau eru fleiri en eitt.
NF.KK.ET. NF.KVK.ET. NF./ÞF.HK.ET.
Staðarhóls-Páll, f. um 1534 hvorkirt
Guðbrandur Þorláksson, h 1541 eða 1542 hvorgi 2 hvorki hvorgi hvorki5
Illugi Helgason, f. um 1580 hvorkert
Jón Indíafari, f. 1593 hvorki
Þorlákur Skúlason, f. 1597 hvorugur 2 hvorug hvorugt 6
hrynjólfur Sveinsson, f. 1605 hvorugur hvorug hvorugt 4
Tafla 14: Karlkyns- og kvenkynsmyndir í nf.et. og hvorugkynsmyndir í
nf./þf.et. í máli nokkurra manna fæddra á 16. og 17. öld.
Hjá tveim yngstu mönnunum hér, Þorláki Skúlasyni og Brynjólfi Sveins-
syni, eru myndirnar eins og í nútímamáli, hvorugur — hvorug — hvorugt.
Jón Indíafari, sem er næstum jafnaldri þeirra, notar enn hvorugkyns-
^nyndina hvorki, en hér að framan var giskað á að hún hefði jafnvel lifað
Jengst á Vestfjörðum. Staðarhóls-Páll og Illugi Helgason nota báðir hina
sérkennilegu mynd hvorkirt/hvorkert. Ef til vill má giska á myndina hvorgi
í nf.kk.et. og nf.kvk.et. í máli þeirra; mynstrið hvorgi — hvorgi — hvork-
lrt/hvorkert er áþekkt mynstrinu engi(nn) — engi(n) —ekhrt/ekkert í beyg-
ingu fornafnsins engi(nn).100 Enn fremur verður að teljast frekar ólíklegt
að myndin hvorkirt/hvorkert hefði yfirleitt orðið til ef myndin hvorugur
hefði þegar verið komin upp í karlkyninu. Hjá næstelsta manninum hér,
99 Varla þarf að taka fram að sumar myndirnar kunna að endurspegla mál skrifara en
ekki þessara manna sjálfra.
00 Það mynstur var komið upp snemma á 16. öld (sjá Katrínu Axelsdóttur 2006:
17Í-173).