Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 190
i88
Höskuldur Þráinsson
(27) a. Tvo(kk.ft.þf.) kaffi(hk.), takk, og þrjá(kk.ft.þf.) bjóra(kk.ft.þf.).
b. Zwei Martinis(ft.) und drei Bier(et.), bitte.
tvo martini og þrjá bjór, takk
c. Two coffees(ft.), please.
Málið er reyndar flóknara en þetta, eins og þær stöllur sýna fram á, en þ*r
freista þess að skýra það sem er ólíkt og draga þá um leið fram dæmi úr
öðrum málum til samanburðar, m.a.s. alls óskyldum. Það hefur augljóslega
hagnýtt gildi að kynna sér svona hluti vel áður en farið er í ferðalög til
framandi landa og það má vel benda lesendum á að lesa þessa grein með
það fyrir augum.
4. Onnur málfræðistörf
4.1 Samvinna við normna málfrœðinga og málnotendur
Eins og þegar hefur komið fram að hluta til hefur Joan haft verulegt sam-
starf við íslenska málfræðinga um áratuga skeið. Sumir þeirra hafa skrifað
með henni greinar (Sigríður Sigurjónsdóttir, Halldór Armann Sigurðsson,
Höskuldur Þráinsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Kjartan G. Ottósson) og
sama á reyndar við um fleiri norræna málfræðinga (t.d. Elisabet Engdahl 1
Svíþjóð og Anne Vainikka í Finnlandi). Hún hefur þó ekki síður haft gagn
af því að nýta sér ýmsa íslendinga og aðra Norðurlandabúa sem heimild'
armenn og ráðgjafa í rannsóknum. Þannig hefur hún nýtt sér íslenska og
norræna málfræðinga hvar sem hún hefur náð til þeirra, sömuleiðis ÍS'
lenska og norræna háskólanema í Bandaríkjunum, íslenska háskólanema a
íslandi og aðra nemendur í íslenskum skólum (í rannsóknum sínum með
Sigríði Sigurjónsdóttur). Hún hafði líka lengi íslenskar barnfóstrur á heim-
ili sínu í Bandaríkjunum og vísar oft til þeirra í skrifum sínum. Meðal
þeirra heimildarmanna um íslenskt mál sem hún vísar oftast til eru líka
sagnfræðiprófessor á Menntavísindasviði Háskóla íslands (Helgi Skúli
Kjartansson), tónlistarstjóri Þjóðleikhússins (Jóhann G. Jóhannsson) og
skrifstofusjóri Alþingis (Helgi Bernódusson). Heimildamannasafn hennar
stendur því víða fótum.
4.2 Kennsla ogstjómunarstörf
En Joan hefur ekki aðeins fengist við rannsóknir á íslensku máli. Hun
hefur líka sinnt kennslu við Háskóla Islands, bæði sem Fulbright prófess-
or (1987) og sem gistifræðimaður við Málvísindastofnun Háskóla íslands