Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 158
156
Guðrún Kvaran
eldinn, afklippur, úrgangur’ og merkir Skaftafellssýslum. Hann hefur
heimild sína hugsanlega úr vasabók BMÓ (nr. I) en þar stendur við arin-
skerslur: ‘úrgangsdót, Skaft.’.
ÁBIM (1989:841) hefur ekki orðið arinskersli og er það í samræmi við
ákvörðun hans um að taka lítið með af samsetningum. Hann hefur sem
flettu skersli frá 19. öld í merkingunni ‘kurlaður viður’ og tengir sögninm
að skera. Hann hefur einnig frá sama tíma skersli í merkingunni ‘grýtt,
gróðurlaust land, hrjóstur’ og tengir nafnorðinu skersla (sjá síðar). Að lok'
um hefur hann sem flettu síðari liðinn -skerslur og gefur aldurinn „um
1700“. Þar undir nefnir hann samsetninguna arinskerslur ‘kurlaður eldi-
viður’. Lítill vafi er á því að heimildarmaðurinn er Einar Bjarnason.
Líklegt er að arinskersli og arinskerslur um kurlaðan eldivið hafi upp'
haflegu merkinguna að geyma. Síðar hafi fýrri liðurinn arin- einnig verið
notaður til að mynda samsetningar með skersla, skersli og fleirtölumynd'
inni skerslur þótt merking hafi ekkert með uppkveikju að gera.
2. „tBuska, lángar tauger sem vaxa I Sannde og rofum. sierdeilis af rötum
Stángagrass og blódku. Bladkan vex vr Sande, og vtann a melstónngun-
um.“ Elstu dæmi um busku í þessari merkingu í Rm eru úr orðalista
Einars. Frá sama tíma er dæmi úr Blöndu (1918—1920:393), aldursgreint
um 1700:
Rætur þær, sem vaxa undir þessu melgrasi, blöðkunni og staunginnn
eru svoleiðis: 1. Þær stærri nokkuð líkar hálmi og kallast buska. Þar
af gerast lénur á burðarhesta til reiðings.
Önnur dæmi í Rm, öll nema eitt, eru um busku í fyrrgreindri merkingn
og vísa til Skaftafellssýslu. JÓlGrv hefur busku í handriti sínu í merking'
unni ‘feminæ strenué sed internpestivé laborans’, þ.e. orðið er notað um
ötula en þó hroðvirka konu. BH hefur orðið einungis um flökkukonu. I
B1 eru tvær merkingar sem skipta máli í þessu sambandi. Hin fyrri er
‘(buskuleggir, rofalýja) Jordstængler og Trævler i Sand el. Jordskred’ og er
hún merkt Árn., Skaft., Af. og Einari Bjarnasyni). B1 styðst þar við vasa'
bækur BMÓ. Hin er ‘(flókí) sammenfiltrede Trævler: b. í meldýnum (**
saumtag)’ og er hún merkt Skaftafellssýslum.
í Tm eru fjórtán seðlar með nafnorðinu buska en aðeins tveir um þa
merkingu sem kemur fram hjá Einari. Annað dæmið er merkt Vestur'
Skaftafellssýslu en hitt Suðurlandi. Aðrar merkingar eru ‘flækja, dræsa»
einkum lóðaflækja, og sem stytting á hvatabuska sem haft er um lauslara
konu. Þar sem ÁBIM (1989:95) setur allar merkingarnar undir sömu