Vera - 01.12.1982, Blaðsíða 9
Jólaskemmtun
Ég var álfaprinsessa
kjóllinn minn var hvítur
og saumuð á hann pappírsblóm
álfaprinsinn kyssti mig
og bauð mér sæti
við hlið sér
áhorfendur klöppuðu
og við hneigðum okkur
áðuren tjaldið féll
seinna vildi álfaprinsinn
kyssa mig í húsasundi
og fékk að launum kinnhest
sem allur bekkurinn hló að.
Ingibjörg Haraldsdóttir
„Þangað vil égfljúga", 1974
Fyrir jól
Jólin eru að koma,
ljósaperur í grænu greni
yfir Austurstræti,
milli sölubúða.
í Hlíðarvagninum
syngur litli snáðinn
vísurnar um jólasveinana,
en konurnar drúpa höfði
yfir böggla sína,
jólagjafir handa vinum,
lifandi og dánum.
Það er ekkert ljós
í hjörtum kvennanna,
jólabarnið á þar ekki rúm
og jötuna munt þú hvergi finna.
Það er ótti og myrkur
í hjörtum þeirra
ótti við dýrt smjör
og vonda stjórn.
En á jólunum
verður bjart í hjörtum
og myrkrið sefur
í undirdjúpunum.
Guðrún Guðjónsdóttir
„Opnir Gluggar", 1976