Vera - 01.12.1982, Síða 11
Og líður. En auðvitað gat ég ekki sagt þeim frá bekkjarpartíinu hjá
Óla. Eða öllu hinu. Svo ég sagði bara: „Allt fínt.“
„Jæja,“ sagði amma, „þaö er gott, Nonni minn.“ En það var eins
og hún væri að luigsa um eitthvað annað. „Þú hefur líklega ekki
séð Iiana Bröndu mína þegar þú komst?" spurði hún svo.
„Nei,“ sagði ég. „Er hún týnd?“
„Týnd og týnd," sagði amma. „Hún hefur að minnsta kosti ekki
látið sjá sig á þriðja sólarhring og.. ."
„Hvað ætli hún sé týnd, kattarskrattinn," sagði afi. „Hún kemur
þegar henni hentar, vertu bara róleg."
„Já. Já, það er bara .. .“ Amma þagnaði og sneri sér að útvarp-
inu og hækkaði aðeins í því. „Og hvað er að frétta heimanað frá
þér?" spurði hún mig svo.
„Allt fínt," sagði ég.
„Er Beta litla orðin góð af kvefinu?“ hélt hún áfram.
„Já, það held ég,“ sagði ég þó ég vissi ekkert um það. Ég vissi
ekki einu sinni að Beta væri með kvef.
„Slökktu á útvarpinu fyrst drengurinn er kominn," sagði afi og
leit upp úr blaðinu.
„Ég er að hlusta á þetta," sagði amrna. „Hætt þú heldur að lesa
og talaðu við drenginn."
Það hummaði eitthvað í afa og hann hélt áfram að lesa.
„Er þér ekki sama þótt ég hlusti á þetta, Nonni minn?“ spurði
amma.
„Jújú."
„Þetta er alveg að verða búið,“ sagði amma, „og þá fer ég fram
og næ í eitthvað gott handa okkur. Mér hefur alltaf þótt svo gaman
að harmóníkumúsík. Hann afi þinn var líka flínkur á nikkuna í
eina tíð. Hann spilaði stundum á böllununt í gamla daga.“
„Hann afi?" Mér hafði aldrei dottið í hug að þau hefðu farið á
böll. Eða að afi kynni að spila á harmóníku.
„Geturðu þá ekki lækkað þetta, manneskja, ég er að reyna að
lesa,“ sagði afi hátt.
„O, það held ég nú," sagði amma og brosti til mín og lét sem
hún hcyrði ekki í afa. Hún lækkaði heldur ekki í útvarpinu.
Svo við sátum þarna þangað til harmóníkumúsíkin var búin. Afi
las í blaðinu og fletti alltaf öðru hvoru upp í orðabók sem lá á
borðinu hjá honum. Amma prjónaði og raulaði lágt með útvarp-
inu. Og ég sat bara og horfði á hvernig prjónarnir dönsuðu á rnilli
fingranna á henni.
„Það var nú það,“ sagði amma um leið og hún slökkti á útvarp-
inu. „Hvað ertu annars að gera núna, væni minn, svona fyrir utan
skólann?"
„Ekkert," sagði ég.
„Gott," sagði afi og kinkaði til mín kolli. Ég glápti á hann.
„Iðjuleysi er engum hollt," sagði amma og vafði saman prjón-
ana. Hún talar alltaf svona.
„Ætli skólinn dugi honum ekki, drengnum," sagði afi.
„Skólinn er auðvitað góður svo langt sem hann nær,“ sagði
amma, „en einhver önnur áhugamál hlýturðu nú að hafa, Nonni
minn?“
Ég vissi ekki almennilega hvað ég átti að segja. Áhugamál? „Ja,
ég fer í bíó og svoleiðis," sagði ég svo.
„Já, en það er nú annað," sagði amma. „Einhvern tíma varstu í
fótbolta, var það ekki?"
„Juú, en ég er löngu hættur. Það var ekkert varið í það.“
„Antrna þín er eins og Bjartur í Suntarhúsum," sagði afi og
glotti. „Hún vill að allir séu alltaf að gera eitthvað."
„Bjartur og Bjartur," sagði amma. „Hver er að tala um hann?
Ég er að tala um hann Nonna okkar, og þegar maður er fjórtán ára
þá þarf maður að hafa nóg að gera. Hitt er bara að skemmta skratt-
anurn."
Ég fattaði ekkert hvað þau voru að tala um. Þau höfðu aldrei
talað um þennan Bjart áður.
„Nei, það skaðar engan að vinna," hélt amma áfram. „Það vit-
um við bæði, Jón."
„Ja, hvað hafði Bjartur upp úr því?“ spurði afi á móti.
„Það er nú bara skáldsaga svo það er allt annað mál,“ sagði
amma. „Það gildir annað í lífinu."
„Það var og,“ sagði afi. „Og hvað höfum við svo haft upp úr öllu
stritinu?“
„Fimm börn sem öll hafa komist vel til manns með guðs hjálp og
okkar,“ sagði amma byrst. „Og vertu svo ekki að þessu bulli,
maöur, frantan í drengnum.“ Hún stóð upp. „Jæja, nú fer ég fram
og næ í eitthvað handa okkur, og svo ætla ég að skreppa aðeins út á
eftir og gá að henni Bröndu, greyinu."
„Þú hefur alltaf dekrað of mikið við þennan kattarskratta,"
sagði afi.
Frcunhald á bls. 15
11 fi