Vera - 01.12.1982, Side 19
sem eru giftar eöa í sambúð, alveg eins og hitt voru karlar,
sem eru í sambúð. Þetta eru ekki einhleypingar. Þá segja
39 af þessum 327 að þær vinni utan heimilis til þess að sjá
sér og sínum farborða. Til að afla meiri tekna 74. Síðan
eru það 65, sem segjast vinna utan heimilis, vegna ánægj-
unnar og vegna teknanna. Og 65 segjast vinna utan
heimilis eingöngu vegna ánægjunnar. Síðan eru 9, sem
segjast vinna utan heimilis vegna þess að það sé orðið
léttara heimili hjá þeim heldur en áður. En hvað segir
þetta okkur. Þetta segir okkur það, að það er svo vel búið
að konunum hjá okkur, aðstór hluti af þeim, sem faraút á
vinnumarkaðinn, þær fara út á vinnumarkaðinn vegna
ánægjunnar af vinnunni [eða bara vegna ánægjunnar af
að fara út? — Innskot]. En karla-greyin, þeir eru til-
neyddir að fara út á vinnumarkaðinn til þess að vinna fyrir
fjölskyldunni, enda eru um 70% þeirra, sem fara — sem
vinna til þess að sjá heimilinu farborða, en það er ein-
kennilegt, sem fram kemur þarna, að þessir 506 karlar
hafa litla ánægju af þeirri vinnu, sem þeir stunda. Annað
og það eru mín lokaorð og ég vil beina því til þeirra
kvenna, sem hér eru sérstaklega og einnig karlanna: Við
skulum ekki vanmeta starf húsmóðurinnar. Það er líka
þýðingarmikið starf í þjóðfélaginu að sinna heimilisstörf-
unum, og við mættum kannske stuðla meira að því að
gera veg húsmóðurinnar meiri í þjóðfélagi okkar heldur
en nú er, í staðinn fyrir ýmislegt annað, sem verið er að
halda fram í þessari baráttu.
Borgarfulltrúi Kristján Benediktsson
VERÐLAUNAGETRAUN
Hver er höfuðorsök fyrir aftanákeyrslum?
A. Fagrar stúlkur?
B. Of stutt bil á ntilli ökutækja?
C. Nærsýni?
Fyrir hvað eru menn oftast sviptir ökuleyfi?
A. Frekju og dónaskap?
B. Ölvun, of hraðan eða vítaverðan akstur?
C. Að blikka kvenlögregluna?
777 hvers er baksýnisspegillinn?
A. Svo að farþeginn í framsætinu geti snyrt sig?
B. Til að fylgjast með umferð sem kemur á eftir?
C. Til skrauts?
Hvar ber að sýna sérstaka varúð í akstri?
A. Þar sem ófrískar konur eru á ferð, vegna ummáls?
B. I nánd við skóla, leikvelli og þar sem börn eru eða
gætu verið að leik?
C. Þar sem mikið af fögrum konum eru á ferð?
Fjórar spurningar af 18 í Verðlaunagetraun, sem JC-
Breiðholti, Samvinnutryggingar og Klúbbarnir Öruggur
akstur efndu til nýlega. Þetta eru svo sem viðhorf, sem
við þekkjum allar eða hvað? Einhvers konar „spyrnu-
húmor“. Og ekki er verið að gera ráð fyrir að konur aki
bifreiðum. Blindir fara raunar ekki varhluta af brodd-
göltunum heldur, sbr. spurninguna: Hvernig merki bera
heyrnardaufir? A) Grænan borða á báðum handleggj-
um? b) Bláan borða á höfði? c) Köflóttan borða á fót-
um?
VERA þakkar lesendanum, sem sendi okkur getraun-
ina og vakti athygli okkar á spurningunum. Áfram
stelpur — hafið augun opin!