Vera - 01.12.1982, Qupperneq 20

Vera - 01.12.1982, Qupperneq 20
Hvað ætti að kosta í strœtó ? Rœtt við Ingibjörgu Hafstað, varamann Kvennaframboðsins ístjórn strcetisvagna Reykjavíkur. |S Ingibjörg, svo er aö skilja að á fundi, sem þú sast ný- lega í stjórn strœtó hafi komið upp ágreiningur um far- gjöldin? — Já, heldur betur! Fyrst má taka fram, að stjórn SVR er ætlað að vinna eftir samþykkt, sem kveður svo á um, að fargjöld standi undir rekstrarkostnaði utan vaxta og afskrifta. Þetta er auðvitað alveg óraunhæf samþykkt og stjórnin hefur aldrei farið eftir henni, hvaða stjórn- málaflokkar sem þar hafa verið í meirihluta. Flestir hljóta að vera þeirra skoðunar, að almenningsvagnar séu sjálfsögð félagsleg þjónusta á borð við t. d. barnaheimili, skóla eða heilbrigðiskerfið, sem allir borgi sameiginlega fyrir. Og jafnvel þeir, sem ekki eru sammála þessu sjón- armið, hljóta að viðurkenna kosti almenningsvagna, t. d. hvað varðar sparnað; góð almenningsvagnaþjónusta sparar notkun einkabíla, eldsneyti, gatnakerfið — hún eykur öryggi í umferð og hefur þannig fyrir byggjandi áhrif í heilsugæslu o.fl. Og það er stefna Kvennaframboðsins að strætisvagn- arnir séu reknir samkvæmt þessum sjónarmiðum fyrst og fremst og komi eins lítið við pyngjuna og framast er unnt. Mig langar til að minna á það hér hverjir það eru sem helst nota strætó. Það eru þeir sem ekki hafa bílpróf, þeir sem ekki eiga bíl, og fólk, sem vill gjarnan spara bílinn sinn. Strætisvagnafarþegar eru unglingar, konur, eldra fólk og það eru ekki síst sjónarmið þeirra, sem við berum okkur fyrir brjósti. Nú, það kostar sem stendur átta krónur að fara í strætó — það kann að virðast lítill peningur en margt smátt gerir eitt stórt og þetta getur orðið dálagleg upp- hæð fyrir heimili, ef strætó er mikið notaður. En ef farið væri eftir samþykkt, sem ég gat um áðan, þá myndi það nú kosta 16 krónur að taka strætisvagn. Pú sagðir líka áðan, að stjórn S VR hefði aldrei unnið eftir þessari samþykkt — eru breytingar í þessu í vœnd- um? — Mér virðist það vera stefna núverandi meirihluta að svo fari, þ. e. að fargjöld verði 100% rekstrarkostn- aðar. Á þeim fundi, sem ég sat á dögunum, var lögð fram tillaga um hækkun fargjalda, sem var liður í undirbún- ingi fjárhagsáætlunar. Sjáðu til, eins og málum er háttað núna, með átta króna fargjaldi, nemur hluti fargjaldanna 54.1% af rekstrarkostnaði. Tillaga meirihlutans gerir ráð fyrir að þetta hlutfall hækki í 77.8%, sem þýðir að fargjöldin myndu hækka í tólf krónur. Það er e. t. v. ekki úr vegi að geta þess svona í leiðinni að það kostar núna tvær krónur að geyma bíl í miðbænum við stöðumæli. Segjum sem svo að maður fari á bílnum sínum til vinnu og sé átta klukkustundir í vinnunni en hafi bílinn við stöðumæli á meðan. Fyrir það fengi borgin krónur sextán. Það liggur við manni finnist nær að sekta þá sem fara á bílum í vinnuna heldur en hina, sem taka strætó og eru í rauninni að spara þjóðarbúinu stórfé. En þetta var nú útúrdúr — og þó: stefna Kvennafram- boðsins er að opinbert samgöngukerfi virki hvetjandi á fólk — það ætti að vera ódýrt og hentugt að taka strætó. Af þessum ástæðum greiddi ég atkvæði gegn tiliögunni um frekari hækkun. Til upplýsinga er best að taka fram, að í stjórn strætó er ein frá okkur (Flelga Thorberg er aðalmaður), einn frá Alþýðubandalagi, Guðrún Ágústs- dóttir og þrír frá meirihlutanum, Sveinn Björnsson, Júlíus Hafstein og Sigurjón Fjeldsted — hugsaðu þér hvað þeir hljóta að fara oft í strætó. — Guðrún sat hjá en Sjálfstæðismennirnir greiddu vitanlega atkvæði með. Við Guðrún komum okkur þá saman um bókun, þar sem við gerðum grein fýrir afstöðu okkar. Sögðum sem svo, að nú fyndist okkur of hart gengið í pyngju farþega og stungum upp á málamiðlun á þá lund að fargjöld skyldu nema 69.7% rekstrarkosnaðar, sem þýðir tæp- lega tveggja krónu hækkun. Okkur þótti þetta sanngjörn málamiðlun. Upphaflega höfðu embættismenn borgarinnar raunar farið fram á enn meiri hækkun. í rauninni stendur málið um það, hvurt framlag borgarsjóðs skuli vera til rekst- ursins — embættismennirnir vilja að það sé aðeins 20 milljónir, Sjálfstæðismenn 30 milljónir — við erum að fara fram á 40 milljónir. Þegar við Guðrún komum með okkar bókun, brugð- ust menn harkalega við, mér er nær að segja að við- brögðin hafi verið ofsafengin! Þessir háu herrar beittu

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.