Vera - 01.07.1983, Side 6

Vera - 01.07.1983, Side 6
CtCœsia Codda Það er nú ekkert grln að fá svona bréf, sem hægt vœri að svara með heilli bók án þess að komast að neinni niðurstöðu! Það er eiginlega bara eitt sem ég get sagt þér og verið alveg viss: Elsku Edda mín, þú ert sko ekki ein í heiminum! Af hverju helduruðu að Kvennaframboðið hafi orðið til! Nú, en til að henda reiður áþvísem kemur í hug mér við að lesa bréfið þitt, gríp ég tvennt á lofti og skal ríghalda mér I það. í fyrsta lagi: Kona „upp á gamla mátann “ eins og þú kallar það, er ekki alvond. Raunar skrambi góð á köflum. Við skulum ekki týna henni. Þú eins og gefur í skyn að kona „upp á nýja mátann"geti ekki verið tilfinn- inganœm, barnaleg og ósjálfbjarga. En hvers vegna ekki? Það hlýtur þó að vera kostur að vera tilfinninganæm? Og oft fallegt að vera barnaleg og alveg óhjá- kvæmilegt að vera ósjálfbjarga stundum? Kona upp á „nýja mátann “þarf ekki að vera eins og karlmaður, sem byrgir tilfinningarn- ar inni, þorir ekki að sýna barnið í sér og þykist karl I krapinu hvað sem á dynur. Þannig er enginn og þannig ætti enginn að reyna að vera. Efþað er viðtekið mat að slíkt sé „rétt" viðmót, þá œttum við að leggjast á eitt til að breyta því mati. íöðru lagi: orðið að dekra. Það hefur víst merkinguna að vera góður við einhvern. Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að það þýði í raun að vera góður við einhvern að matiþess, sem dekrarfremur en hins, sem þiggur. Þannig þykir það t.d. dekur við barn að gefa því nammi en eiginlega kemur nammið barninu sjaldnast vel og það væri betra að gefa því alls ekki nammi! Nú en segjum svo að það að dekra sé að vera góður við einhvern. Þá getur verið spurning hver er góður við hvern og hvers vegna. Ég elska kallinn minn þó nokkuð og hann mig. (Nú fer þetta að verða persónu- legt!) Það sem ég geri honum gott og hann mér er gert ekki síst í þeim tilgangi að okkur líði vel saman, ástin blómstri og heimilisllfið og tilveran séu notaleg. Svo við reynum að vera góð hvert við annað. En það verður þó að vera gott að mati beggja. Og ég skal segja þér alveg eins og er að ef égyrði vör við það að manninum mínum þætti ég vera góð við sig með því að baka, sauma, strauja, vera alltaftil taks—þá myndi ég fara frá honum. Og ef hann fyndi að mér fyndist hann góður við mig ef hann, tja hvað er það nú allt sam- an sem ætlast er til af þeim blessuðum? — skaffaði, gæfi mér hringa, ætti flottan bíl, sýndi slitendalausa karlmennsku... Þá fœri hann frá mér. Kröfurnar sem við gerum til hvors annars eru ástarjátning út af fyrir sig og kannski sú, sem mest mark er takandi á. Þœrsegja til um hvers konar manneskju þú heldur þig elska og ef ég fyndi til þess, að kallinn minn teldi sig elska konu, sem ég get aldrei orðið, nú þá held ég það sé best að forða sér áður en ég lœt hafa mig út íþað að breyta mér í þá konu, sem hann heldur mig vera! (nú ferðu að sjá hvers vegna ég gæti skrifað heila bók!) Það sama gildir um börnin mín. Þau verða að elska mig fyrir það sem ég er, en ekki fyrirþað, sem einhver segir þeim að mömmur yfirleitt eigi að vera. Þá myndu þau alls ekki elska mig. Vœri það dekur? Auðvitað kemur þetta niður á hús- haldinu. En, matur og þrif eru bara nauð- synjahlutir, oftast leiðinlegir en nauðsynleg- ir samt rétt eins ogþað að taka strætó I vinn- una eðafara á klóið. Það þarf bara að gera þetta allt og við skrifum öll okkar eigin leiðabók. Og húshald er bara vinna, ekki hlutverk. Sumirgera slna vinnu að sínu hlut- verki í lífinu um leið, en ekki allir. Ég hef verið heimavinnandi húsmóðir og reynt að líta á það sem vinnu, ekki annað. Ég geri þessi störf ekki vel, þau henta mér ekki en oft er alls ekki hjá því komist að stunda þau. 6

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.