Vera - 01.07.1983, Page 11
Brigitte Bardot og málverk eftir ýmsa listamenn, nektarmyndir af
Sofíu Loren, Ursulu Andress og leikföngum mánaðarins gerði það
að verkum að manni datt helst í hug að maður væri kominn inn í
eitthvert framúrstefnulistasafn og urðum við stöllur heldur betur
forviða er við litum dýrðina augum. Ég varð stolt með sjálfri mér.
Mér hafði ekki skjátlast. Hann var öðruvísi. Listamannseðlið leyndi
sér ekki. Hann hafði þar að auki framyfir flesta karlmenn að hafa
smekk fyrir öðru en brennivínsflöskum og bílamódelum, já hann
hafði greinilega sinn eiginn persónulega þroskaða smekk fyrir hlut-
unum. Plötusafnið var stórt og fónninn virtist ekki af verri endan-
um, þar sem hann hvíldi á rauðu beði með allsnakinn verndareng-
ilinn festan með teiknibólum fyrir ofan. Jaqueline Kennedy var
með í myndasafninu á veggjunum og var það vitni um pólitískan á-
huga hans að mínu áliti og greinilegt að hann bar of mikla virðingu
fyrir látnum forseta Bandaríkjanna til að skreyta með honum Iíka.
Yfir rúminu blakti íslenski fáninn og mynd af Jesú Kristi 12 ára yfir
höfðalaginu. Hann og Bardot virtust eiga ágætlega saman þar. Ég
var viss um hver mín staða ætti að verða og hver tilgangur lífs míns
væri.
Ég var á allan hátt reiðubúin að taka að mér hlutverk eiginkonu
og móður, sem þó væri ekki algerlega ómenntuð ef eitthvað skyldi
koma fyrir. Þess vegna fór ég í Kennaraskólann. Varðandi húsmóð-
urstarfið þá kunni ég reyndar ekki mikið í eldamennsku, en það úði
og grúði af matreiðslunámskeiðum, bæði stuttum og löngum. Ég
var svo heppin að hafa fundið þann eina rétta, hann tilheyrði mér
og ég honum. Öll okkar kynni höfðu sannfært mig um það.
Hvað gerðist svo? Hvað heldur þú? Er sá eini rétti til? — Hvar?
Er hann kannski álíka sannur og sagan um storkinn eða bíó-
myndakossinn?
Eitt er víst — ég reyndist ekki vera sú eina rétta!
Þórdís Richardsdóttir
11
Myndina gerði Sigríður Elfa Sigurðardóttir