Vera - 01.07.1983, Síða 13

Vera - 01.07.1983, Síða 13
Viltu vera gœludýr? Ekki voru íslendingar fyrr búnir að kjósa sér níu þing- konur en þjóðin valdi sér fegurðardrottningu og sú frá fyrra ári var etin upp til agna í kökulíki á stærsta veitingahúsi landsins. Og tæpast var kona orðin menntamálaráðherra en lagt var bann á tímarit fyrir þær sakir að birta ljósmyndir af tippum. Sama tímarit var svo kært fyrir klámið um sömu mundir og fjölmiðlarnir sögðu glaðhlakkalegar frá alþjóð- legri samkeppni um „Einnar milljón dala gæludýr ársins“. Auðvitað hafa þessir og þvílíkir hlutir eitthvert samhengi. Jafn- réttisbaráttunni verður nokkurs ágengt, árangur í kjöri til sveitar- stjórna og þings þykir gleðilegur, nýtt líf hefur færst í umræðuna um frelsi konunnar og jafna stöðu kynjanna. Á sama tíma hleypur nýr fjörkippur í fegurðarsamkeppni, blöðin verða æ duglegri að slá upp myndum af nýjum drottningum og stjörnum og bráðum gæludýr- um. Það er næstum því eins og þetta sé skipulögð aðgerð til að vega á móti þeim árangri sem náðst hefur. Og til að kóróna allt saman leggja dómstólar blessun sína á ólík viðhorf til líkama karla og kvenna með því að kæra tímarit fyrir að birta myndir af ónafn- greindum tippum í því sem kalla mætti fremur slöppu ástandi og horfa á sama tíma alveg fram hjá þeirri staðreynd að nöktum kven- líkömum og kynfærum þeirra er spreðað yfir næstum hverja sjoppu í landinu! Hvaða munur er á tippi og píku? Afsakið orðbragðið en þetta eru jú góð og gild íslensk orð! Þegar Spegillinn var bannaður vegna klámsins, skrifaði Kvenna- framboðið í Reykjavík bréf til ríkissaksóknara. Þar sagði m.a.: „Það er vitanlega túlkunaratriði, hvenær ljósmynd af kynfærum heyra undir lagabókstafi um klám. Sú túlkun er í höndum þeirra sem fara með löggjafarvaldið og framkvæmd þess og er þá háð afstöðu yfirvalda til kynfærisins hverju sinni, til eiganda þess og þeirra kringumstæðna, sem myndin er tekin undir. Slíkt mat liggur utan er- indis þessa bréfs. En þar eð snögg viðbrögð yfirvalda nú (þ.e. með banninu á Spegilinn) bera vitni greinilegs vilja þeirra til að lögum sé framfylgt og að fyllstu gætur séu hafðar með siðgæði á prenti, má víst telja að þeim hafi ekki verið áður kunnugt um tilvist sambæri- legra ljósmynda hérlendis. Ella hefðu yfirvöld brugðist skjótt við fyrr og af sömu siðgæðistilfinningu og virðingu við lögin og þau gera núnaí* Með bréfinu voru sendar myndir af kynfærum kvenna, myndir sem eru til sýnis í því sem næst hverri einustu sjoppu í land- inu. Túlkunaratriði! Kjarninn í þessu máli er auðvitað „túlkunaratriði" og „afstaða yfirvalda hverju sinni“. Afstaða yfirvalda er sú að ljósmyndir af tippum séu ósiðsamlegar og að þær beri að kæra fyrir klám. Ljós- myndir af píkum eru ekki til ama, þær geta fengið að vera í friði fyrir handhöfum siðseminnar, þær eru ekki klám. Annað verður ekki séð af þeirri kæru, sem nú liggur fyrir á hendur Speglinum. Auðvitað veit ríkissaksóknari að konum er nauðgað, þær hlekkj- aðar og beittar ofbeldi á síðum þeirra tímarita, sem seld eru um allt. Kynfærum þeirra er beinlínis spreðað yfir hverja síðuna á fætur ann- arri. Kvennaframboðið veit að ríkissaksóknari veit þetta, en það þótti sjálfsögð kurteisi að ganga út frá því að hann vissi það ekki. Annars hlyti hann að hafa gert eitthvað í málinu fyrir löngu. Það stendur nú einu sinni í lögum að „ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ber ábyrgð á birtingu þess, sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að sex mánuðum. Sömu refsingu varðar að búa til, að flytja inn í útbreiðsluskyni, selja útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til fyrirlestrar, eða leiks sem er ósiðlegur á sama hátt“ En hvers vegna er þessum lögum ekki framfylgt? Fyrir því kunna að liggja tvær ástæður: ein sú, að um ólíka túlkun á því hvað sé klám, sé að ræða og önnur hin, að líkamar kvenna og kynfæri þeirra lúti hreinlega öðrum lögum en karla. Þau lög eru þá óskráð í bækur og aðeins til í hugskotinu, þ.e. í viðhorfum þeirra, sem með þessi mál hafa að gera, til kvenlíkamans. Hvað er svo klám? Spurningunni um það hvað sé klám og hvað ekki, verður svo sem ekki svarað hér. Heldur er aðeins verið að vekja athygli á þeirri stað- reynd, sem nú hefur verið staðfest opinberlega, að það er í lagi að nota kvenlíkama til að vekja hlátur, fyrirlitningu, kynæsingu, sorg, og þarfir af hvaða tagi sem hugsast getur.En verði einhverjum á að framhald bls. 39 13

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.