Vera - 01.07.1983, Blaðsíða 25
SJÓSÓKN kvenna
Nú á tímum virðast flestir halda að sjó-
sókn sé aðeins á karla færi, og trúa því ekki
að konur hafi áður fyrr róið til fiskjar, nema
þá alveg sérstakar konur, eins og t.d. Þuríð-
ur formaður.
í sögunum sést að konur sóttu sjó og það
virðist ekki hafa þótt mikil frétt á þeirri tíð
að þær gerðu það. TVær konur eru a.m.k.
nefndar sem réru til fiskjar og þriðja konan
réri á báti úti fyrir ströndum íslands og varð
fyrsta konan sem settist að á íslandi eftir því
sem sögur herma. Að vísu er ekki sagt að
hún hafi róið, en það gefur auga leið að hún
hafi gert það, því að þau voru þrjú á báti,
sem sleit frá Garðari Svavarssyni, þegar
hann snéri aftur til Noregs eftir vetursetuna
á Husavík: Náttfari og þræll og ambátt. Þau
settust að í Náttfaravík og hefir ambáttin
nafnlausa orðið húsfreyja á þeim bæ, fyrsta
húsfreyjan á íslandi.''
Bjargey húsfreyja á Blámýri við ísafjarð-
ardjúp réri til fiskjar í þrjú ár a.m.k. Það
kom reyndar ekki til af góðu að hún gerði
það. Maður hennar, Hávarður kallaður ís-
firðingur, varð svo alvarlega hugsjúkur að
hann sinnti ekki störfum. Ólaf son þeirra
hjóna vógu óvinir ungan að árum. Hörm-
uðu þau son sinn mjög. Hávarður, sem áður
hafði verið hinn mesti kappi, var nú kominn
á efri ár og haltur að auki, gat ekki komið
hefndum fram. Næstu tólf mánuði lá Há-
varður í rekkju og reis aldrei úr. „En Bjargey
tók það ráð, að hún reri hvern dag með Þór-
halli (frænda Hávarðar), en hún vann um
nætur það, er hún þurfti“. Bjargeyju tókst
að koma karli sinum á fætur til að hefna
sonar síns og heimta bætur fyrir hann, en sú
tilraun mistókst og aftur lá Hávarður í hvílu
sinni í 12 mánuði. Og enn misheppnaðist til-
raun til hefndar. „Bjargey hélt hinu sama
fram um athöfn sína, að hún réri á sjó hvern
dag með Þórhalli“. Þá er Hávarður hafði
legið þrenna 12 mánuði í rekkju, var með
öllu þrotin þolinmæði Bjargeyjar, ekki síst
af því að Hávarður heldur því fram að sér
hafi ekki komið dúr á auga í þessi þrjú ár.
Hún segir það allmikla lygi, og nú stenst
hann ekki stóryrtar eggjanir hennar, tekst
að hefna sonarins og verður heill á sinni.2'
Athyglisverð eru orð sagnaritara: „hún réri
hvern dag.. en hún vann um nætur það, er
hún þurfti“. Hann hefir munað að matseld
og búverk gera sig ekki sjálf.
Bændur til forna, þeir er þingfararkaup
áttu að greiða, voru skyldugir til að fara með
Nokkrar glefsur
úr IX kafla í
óprentaðri bók
um vinnu
kvenna
á Islandi
um aldaraðir
húskarla sína (að smalamönnum undan-
skyldum) til skipsdráttar, er skip komu af
hafi. Kæmu menn ekki til skipsdráttar varð-
aði það sektir. Erfitt hefir verkið þótt, því
svo er kveðið á í þjóðveldislögunum í Grá-
gás:
„Nú koma menn til skipsdráttar og
firra þeir sig útlegð (sekt) ef þeir taka
á festum þrisvar af öllu afli svo að
stýrimenn eru tilbúnir".3)
Skipsdráttur eða framsetning skips hefir
sennilega almennt talist karlmannsverk,
enda er talað um húskarla í lögunum. Flóa-
manna saga greinir þó frá atburði þar sem
konur voru við skipsdrátt. Ásgrímur Elliða-
Grímsson var höfðingi mikill og farmaður
og átti skip í ferðum. Hann vildi ekki greiða
skiptoll, sem honum bar, og átti því í deilum
við landeiganda, Þorgils örrabeinsstjúp sem
rétt átti á hafnartolli:
„Um vorið voru menn kvaddir af
Ásgrími til skipsdráttar, og kom
fjöldi manns. Pyttir voru um sand-
ana víða og voru fullir með vatni, þó
að fjaran væri Ásgrímur tók á festum
í fremra lagi, og voru þar mest konur
hjá honum, hann var í litklæðum,
tóku nú fast á. Maður reið á landinu
fyrir ofan, mikill vexti og hafði bol-
öxi í hendi. Hann horfði á skipdrátt-
inn. Ásgrímur eggjar nú fast, að
menn herði sig vel. Og er Þorgils var
kominn að flæðarpyttinum, sá hann,
að Ásgrímur hélt á strengnum, hleyp-
ur hann þá til og heggur strenginn, og
verður afturhlaupið hart. og hrapar
Ásgrímur í pyttinn og konurnar á
hann ofan. Urðu öll klæðin Ásgríms
vot og þrekkótt og svo hann sjálfur.
Þetta þykir honum mikil svívirðing
ger til sín, verður nú vís, hver gert hef-
ur, og kvað þá Þorgils varla mega við
svo búið skilja“. 4)
Skipið hans Ásgríms Elliða-Grímssonar
var hafskip, sem fjölda manns þurfti til að
draga eða setja fram. Þótt söguritari virðist
hafa gaman af því að segja frá hrakförum
Ásgríms og að konurnar hafi dottið ofan á
hann, ber ekki á því að hann undrist yfir því
að konur komi til skipdráttar, enda nefna
lögin ekki aðeins húskarla heldur einnig
griðmenn. — Þó hefir það trúlega ekki verið
alsiða, a.m.k. ekki á seinni öldum. En það
bar þó við. Espólín segir frá bólunni sem
gekk yfir landið á árunum 1707—1709, og
varð nærri helmingi þjóðarinnar að aldur-
tila. í Njarðvík lést „svo margt karlfólk að
varla mátti telja... og urðu konur að setja
upp skip og grafa dauða menn“.5)
Að fara til sjós eða fara í verið þýðir ekki
aðeins að fara ó sjó eða róa til fiskjar. Fleiri
voru að starfi við fiskafla en þeir sem drógu
fisk úr sjó. í landi voru bæði konur og karl-
25