Vera - 01.07.1983, Síða 26

Vera - 01.07.1983, Síða 26
ar. Á fyrri tíð voru sums staðar á landinu konur sem kölluðust hlutakonur, annars staðar voru fanggæslur i verstöðvum, og seinna ráðskonur. í heimahöfn voru beit- ingakonur og unglingar og börn sem snemma byrjuðu að beita, og þegar litlu vél- bátarnir komu voru þar einnig landmenn og landformenn. Sennilega hafa ekki margar konur verið landformenn. Eina veit ég þó sem var land- formaður fyrir vestan tvær vorvertíðir 1942 og 1943. Hún heitir Guðrún Þórðardóttir og er nú kennari og leiðsögumaður. Hún er fædd 21. júní 1930 og var því ekki nema 12 og 13 ára þegar hún var landformaður hjá föður sínum sem var þá útgerðarmaður í ögurvík við Djúp (ísafjarðardjúp). Áður en börn hans uxu svo úr grasi að þau væru lið- tæk við útgerðina hafði hann yfirleitt fjóra háseta og voru tveir þeirra með honum á bátnum og tveir í landi. Hásetarnir voru til heimilis hjá útgerðarmanninum og hafði það mikla vinnu í för með sér fyrir húsmóð- urina við matargerð og þjónustu alla. 1942 er sonurinn orðinn fullgildur sjómaður, en Guðrún sem er elst systranna verður land- formaður og fósturbróðir hennar, einu ári yngri, aðstoðarmaður. Yngri systurnar hjálpa móður sinni við inniverkin. Guðrún lýsir starfi sínu sem landformanns: ,-,Ég stjórnaði beitingu beittar voru 40 lóðir, og sá um að hafa allt klárt, þ.e.a.s. að vera búin að Ijúka við að beita og hafa lóðarbalana tilbúna, svo hægt væri að taka þá um borð, þegar faðir minn kom að landi. Þá tókum við við línunni og stokkuðum hana upp. Ég þurfti að sjá um að skera fiskinn úr kúskelinni og síðan skera beitinu, sem var eiginlega ein- göngu kúfiskur eða freðin síld eða ný þegar hún fékkst. Vinnutiminn var yfirleitt frá kl. 5 að morgni til kl. 17. Aldrei var róið á sunnudögum, en farið var fram eins og sagt var og lín- an lögð síðdegis. Varð því að beita á sunnudögum, en allir hjálpuðust þá að við beitinguna og tók það því ekki langað tíma. Á laugardögum þurfti að sjálfsögðu ekki að beita“.6) Hlutakonur munu aðallega hafa þekkst á Suðurnesjum. Kaup þeirra var hlutur jafn hlut karlmannanna sem réru. Steinunn Þór- arinsdóttir minnist á þetta: ...ég hafði verið ráðin hlutakona, en starf hlutakonu áttu að vera að gera að fiski og sjá um annað viðvíkjandi afla.7)' Á árabátaöldinni fyrir vestan — sums staðar fram til 1920 — fylgdi hverri skips- höfn kona sem kölluð var fanggæsla. Fang- gæslan átti að elda og hita kaffi og hafa mat- inn tilbúinn er sjómenn komu að landi. Sumir sjómennirnir höfðu reyndar skrínu- kost en kaffi þurftu þeir að fá. Fanggæslan átti einnig að gæta fengins afla og sjá um að honum væri ekki stolið úr hjöllunum. í kaup fengu fanggæslur stærsta fiskinn úr hverjum róðri, hvort sem veiðin var mikil eða lítil. Það þótti vel borgað. Fanggæslan átti líka að þvo sjóvettlingana af sjómönn- unum þegar þeir komu úr róðri. Sjóvtettling- ar voru tvíþumlaðir ullarvettlingar, væri í þeim tog þófnuðu þeir síður.8) Herdís Andrésdóttir hefir trúlega haft sjóvettlinga í huga er hún kvaðst hafa „úr togi glófa unn- ið“. Með tilkomu vélbáta breytast starfs- hættir á ýmsan hátt, fór nú aðeins nokkur hluti sjómanna á sjó. Hinir voru landmenn og þá var ekki lengur þörf á að hafa fang- gæslu, en í staðinn kom matráðskona til að elda matinn og sjá um bjónustubrögð að einhverju leyti. Elín Jónsdóttir (f. 1896) frá Eskifirði fór a.m.k. á 15 vertíðir sem ráðskona. Tólf ver- tíðir var hún á Hornafirði, tvær í Sandgerði og eina eða tvær á Þórshöfn. Hún var ein kvenna með skipshöfn sinni sem mun hafa verið 15 manns þó ekki væru nema fimm á sjónum. í verbúðinni í Sandgerði um 1940 höfðu nokkrar skipshafnir hver sitt her- bergi, sem var í senn svefnskáli og eldhús (Á Hornafirði höfðu ráðskonur við tvo báta svefnherbergi saman). Eldavélin var lítil með aðeins tveim hólfum og var elda- mennskan fyrir heila skipshöfn fyrirhafnar- söm, en Elín var góð matmóðir og mat- reiðslukona (það er mér vel kunnugt um). öll brauð og bakkelsi með kaffinu, svo sem kleinur og jólaköku og ýmsar aðrar kökur, einkum fyrir páskana, bakaði Elín í litlu eldavélinni. Herbergi skipshafnanna voru uppi í verbúðinni, og var þar hvorki vatns- leiðsla né frárennsli, og þurfti Elín því að bera út allt skólp og úrgang, en vatn var henni fært í tunnu, og eins var henni færð upp öll soðning, en í búðir varð hún að fara sjálf.9) Fyrir um það bil 200 árum var í Breiða- fjarðareyjum kona sem hefir verið a.m.k. jafnoki Þuríðar formanns í sjósókn. Hun hét Halldóra Ólafsdóttir. Halldóra réri margar vertíðir í Oddbjarnarskeri sem for- maður á einum af bátum Eggerts bróður síns í Hergilsey. Eggert Ólafsson (f. um 1732) var m.a. þekktur fyrir hjálpsemi við flökkufólk undan móðuharðindunum eftir Skaftáreldana 1783, en flóttafólkið flykktist út í Oddbjarnarsker, sem reyndar var ó- byggð eyja utan þess tíma ársins sem þar var verstöð, þar fékk það fisk og annað sjávar- fang og jafnvel mél. Halldóra Ólafsdóttir var stjórnsamur for- maður og karlmannsígildi að burðum, og reyndist hún bræðrum sínum skæður keppi- nautur um sjósókn og aflasæld. Sakir þess að Halldóra var bækluð fékk hún viður- nefnið klumbufótur eða klumba. Viður- nefni hennar hafa ekki gleymst, en hennar eigin nafn er ekki ævinlega rétt þar sem frá henni er sagt. Þorbjörg er hún stundum kölluð eða Þuríður en ein af systrum hennar hét Þuríður. Halldóra hefir verið upp á sitt besta nokkru fyrir móðuharðindin, því í einu manntali er hún talin vera 73 ára árið 1811, en firpm árum eldri skv. annarri heim- ild. Sagt er að hásetar hjá Halldóru voru konur einar.10) Á Breiðafjarðareyjum sóttu konur sjóinn meira en annars staðar á landinu. Oft fóru stúlkur líka í hákarlalegur, segir Ingibjörg frá Djúpadal. Hún segist hafa þekkt gamlan kvenmann, sem alltaf var í vist, lengst af í Rauðseyjum, sem sagðist hafa farið í 16 há- karlalegur og var sáígröm yfir því að þær gátu ekki orðið tuttugu.11* Fátæk vinnu- kona átti líka sinn metnað. Hvað hún hét þessi kona segir ekki. En Þóra Valgerður hét kona sem fæddist vestur á Fellsströnd árið 1853. Ung að aldri hafði hún lengi legið i verbúðum með útróðrarmönnum, því hún var vinnukona og var „látin róa margar ver- tíðir í Bjarnareyjum (og víðar), eins og þá var venja um dugmiklar vinnukonur“.12) Það mun hafa verið alsiða að stúlkur vist- uðu sig með því skilyrði að vera sendar í ver eða út undir Jökul, í Oddbjarnarsker eða aðrar verstöðvar. Þeim þótti það sumum betra að fara í ver en vera við eldhússtörfin. 13) 26

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.