Vera - 01.07.1983, Side 30

Vera - 01.07.1983, Side 30
Kjólasídd og kreppa Ljóst er að skreytiþörf mannkynsins er mikil. Sumar þjóðir hafa valið sér húðflúr eða húðútskurð, en vesturlandsbúar notast við skartgripi, fatnað og fegrunarlyf. Fagurfræðilegar hugmyndir breytast frá ári til árs, og ekki sist undanfarna tvo áratugi. Það sem mér finnst hvað athyglisverðast eru miklar breytingar á sídd kjóla og pilsa. Því hefur verið haldið fram að kvenfólk sýndi sem mest af líjcama sínum á krepputímum og notaði nektina sem að- ferð, er þörf þeirra væri hvað mest, til að halda athygli karlmanna. En annað kemur í ljós við nánari athugun. Á millistríðsárunum var kjólasíddin um hné, en þá þótti fólki björt framtíð liggja að fótum þeirra og fögnuður ríkti vegna stríðslokanna. Á árunum 1960—1970 var efnahagslegur uppgangur á Vesturlöndum, og hafa pilsin aldrei verið styttri en á þeim árum. Á árinu 1983 virðist allt vera leyfilegt og eru stutt pils algeng, þrátt fyrir að efnahagsleg kreppa ríki á Vest- urlöndum. Áðurnefnd kenning virðist þvi vera hleypidómur sem ekki er byggður á rökum. Mér þykir einna líklegast að karlmenn með brenglaðar hugmyndir um stöðu konunnar í þjóðfélaginu, hafi komið með þessa hugmynd, og að þeir hafi haft gleðikonur sér til fyrirmyndar. Ef litið er á stöðu kvenna á Vesturlöndum í dag virðist hún vera í samhengi við tískuna. Konur eru ekki eins gjarnar á að pressa hina og þessa líkamshluta, til að komast í fötin sín. Fjötrar þeirra eru ekki eins miklir og áður var, þó að enn séu þeir nokkrir. Samfara þjóð- félagsbreytingum og nýjum lífsviðhorfum, verða óhjákvæmilega stílbreytingar hvað varðar listform og fagurfræði. Við stöndum frammi fyrir vali daglega, þar sem við sem einstaklingar tökum á- kvarðanir, meðvitað eða óafvitandi. Við getum ekki afneitað tilveru TÍSKUGYÐJUNNAR að öllu leyti, og fullyrt að okkur sé sama hvernig við klæðumst. Tískan getur sannað að klæðnaður skiptir manninn máli, þótt deila megi um hversu skynsamlegt það sé. Heimildir: Harald Hansen, Henny: Klædedragtens Kavalkader i Farver, Kbhn., 1954. Gook, Arthur: Tískuþrælar og frjálsir menn, fyrirlestur, Ak., 1935. Kybalová, L: Modens billedleksikon, Prag, 1966. Broby-Johansen, R.: Krop og klær, Kbhn, 1966. Broby-Johansen, R.: Heimslist — Heimalist, Rvík., 1977. En beinar línur og einföld form staldra ekki lengi við. Strax í byrj- un heimskreppunnar 1929 fellur pilsfaldurinn niður á miðjan legg og mittið mjókkar aftur. Axlapúðar koma í tísku og hinar ýmsu teg- undir af höldum til að skorða kvenlíkamann. Fólk varð vart við þann aga og einræði sem fylgir fasistískum stjórnarkerfum. Ekki hefur þótt annað þorandi en að hverfa í gömul form. Samtímis síkk- aði hárið og pilsin urðu efnismeiri. Þrátt fyrir þessa sveiflu aftur í tímann urðu buxur viðurkenndar almennur kvenfatnaður. Þar með var mikið unnið. Breytingar á kvenklæðnaði urðu ekki miklar fram að 1950. Hin ýmsu tískuhús spruttu upp og mörg þeirra eru þau sem eru leiðandi enn í dag. Stíllinn einkenndist af því af konur væru kvenlegar og fallegar. Það er bót í máli að vansköpun vegna klæðaburðar var ekki svo mikil sem áður. Hún var einna helst á fótum, vegna of hárra hæla og þröngrar táa, sem hefur haldist til dagsins í dag. 30

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.