Vera - 01.07.1983, Side 32

Vera - 01.07.1983, Side 32
fytrn b£MÁ€Íórrivrwi <j?ÍMG/ieœ>ia neMMrUi Eins og bent var á í síðasta tbl. Veru, þá hafa konur margvíslegar áhyggjur af útliti sínu og voru þá leidd rök að því að tískan og sú l^venímynd sem ríkjandi er á hverjum tíma hafi ákaflega sterk itök og áhrif í uppeldi og lífi kvenna. Flestöll vikublöð, sem ætluð eru konum, flytja þeim ár eftir ár lesefni ekki aðeins um föt og tisku, heldur einnig um mat og megrun. Við hlið nýrra mataruppskrifta, sem eiga að endurnýja matreiðsluaðferðir húsmóðurinnar og þar með efla fjölskylduhamingjuna eru megrunarsérfræðingarnir til- búnir með nýjustu uppskriftina af megrunarkúrnum, sem á að stuðla að því að konurnar passi upp á línurnar í freistingum elda- mennskunnar. Þessi mótsögn á milli dekurs við matarlystina annars vegar og baráttuna við aukakilóin og línurnar hins vegar getur vald- ið mörgum konum stöðugum áhyggjum og togstreitu. Megrunarár- átta kvenna er staðreynd, sem róttækustu kvennaframboðskonur viðurkenna, en hún getur líka tekið á sig sjúklega mynd. Ein þeirra er sú sem kölluð er á læknamáli Anorexia nervosa. Það er sjúkdóm- ur sem aðallega hrjáir unglingsstelpur og ungar konur. Hann getur einnig hrjáð konur á öðrum aldri, og fyrirfinnst einnig hjá körlum, en er þó miklu sjaldgæfari meðal þeirra. Árið 1979 kom út í Svíþjóð bók um þennan sjúkdóm, sem heitir „Sjalvsvalt. Om anorexia nervosa och behovet av att förneka kropp- 32

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.