Vera - 01.10.1983, Qupperneq 2

Vera - 01.10.1983, Qupperneq 2
„Ég hitti konu fyrir skömmu. Hún var ófrísk. Þessi kona sagði mér, að það hefði tekið sig mörg ár að gera það upp við sig, hvort hún vildifæða barn íþennan heim, svo mikil óvissa ríkti umframtíðina. Innst inni barþessi kona þó von í brjósti, — von, sem sagði henni, að hún mœtti ekki gefast upp. Hugarangur þessarar konu er ekkert einsdœmi. Hræðslan við að móðirjörð verði ekki byggileg börnunum okkar um ó- komna framtíð verður sífellt áleitnari og hefur leitt til þess, að þúsundir manna þyrpast út á göturnar og hrópa á frið. Horfurnar eru ógnvænlegar. Sú helstefna, sem einkennir heimsmálin núna hefur orðið til þess að þriðja og ægilegasta heimsstyrjöldin verður œ óumflýjanlegri. Tortíming alls lífs á jörðinni er orðin óhugnategur nálægur raunveruleiki". Þannig, m.a. fórust fulltrúa Kvennaframboðsins orð á úti- fundinum, sem Kvennalistinn gekkst fyrir um friðarmál á Lækjartorgi þ. 26. ágúst. Sú krafa, sem þar kom fram um kjarnorkuvopnalausan heim ogfrið ájörðu, erkrafasem all- ir hljóta að geta tekið undir. Skelegg barátta kvenna að því marki hefursett sterkan svip á friðarhreyfingarnar bæði hér heima og erlendis. Engan þarf að undra þótt einmitt við kon- ur reynum að standa saman gegn þeim vígahug og því vopna- skaki, sem einkennt hefur mannkynssöguna og löngum hefur verið kennt við karlmennsku. Séum við ekki reiðubúnar til að kveða niður þá tegund karlmennskunnar er hætt við að mannkynssögunni Ijúki á snögglegan og hrollvekjandi hátt. Eða, og eins ogfulltrúi Kvennaframboðsins orðaði það á Lækjartorgi: „Krefjumst niðurrifs kjarnorkubúnaðar stór- veldanna ogþað strax! Það er forsendaþess, að börnin okkar eigi sér framtíð". VERA 5/1983 OKTÓBER Útgefandi: Kvennaframboðið í Reykjavík Hótel Vík Sími 22188 og 21500 Ritnefnd: Helga Thorberg Hlín Agnarsdóttir Jóhanna V. Þórhallsdóttir Kristín Jónsdóttir Útlit: Andrea Jónsdóttir Kicki Borhammar Helga Thorberg Ábyrgðarmaður: Hlín Agnarsdóttir Forsíöa: Ragna Hermannsdóttir Auglýsing og dreifing: Guðrún Alfreðsdóttir Setning og umbrot: Alprent Prentun: Hólar h.f. Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna Kvennaframboðsins í Reykjavík. Vera kostar kr. 80 í lausasölu. Áskriftarsími: 22188 og 21500 2

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.