Vera - 01.04.1984, Qupperneq 8

Vera - 01.04.1984, Qupperneq 8
þýðuleikhússins frumsýndu í mars sl. forvitnilega sýningu ,,UNDIR TEPPINU HENNAR ÖMMU” eftir Nínu Björku Árna- dóttur. En það eru konur sem standa að svo til öllum þáttum leiksýningarinnar s.s. höfundur, leikstjóri, leikmynda- og búninga- gerð, tónlist og svo að sjálfsögðu leikkonur sem sjá um leikinn. (sjá umfjöllun á öðrum stað í blaðinu). VERA ákvað að leita til Ingu Bjarnason leikstýru sýningarinnar og spyrja hvers vegna hún hafi staðið að stofnun kvennadeildar Al- þýðuleikhússins? Það hefur verið draumur minn í mörg ár aö vinna með konum og skoða list út frá sjónarhorni konunnar. Það stendur mér næst. Ég leitaði svo til Nínu Bjarkar og bað hana að skrifa leikrit fyrir konur. Þegar svo hópurinn var orðinn til I kringum leikritið var leitað til Alþýðuleikhússins hvort það hefði áhuga á að sýna þetta verk og mögu- leika á að veita til þess fjárstuöningi. Þá var farið í gang af fullum krafti og við köll- uðum okkur Vorkonur Alþýðuleikhússins. — Var það af slæmri reynslu af að vinna með körlum sem þig langaði til að vinna með konum? Já og nei. Ég var orðin leið á að túlka konuna út frá sjónarhorni karla og mér finnst öll okkar menning og saga harla ein- lit. Við megum ekki gleyma því að 50% mannkyns eru konur. Mér leikur forvitni á að vita hvað konur hafa að segja. — Og hvað hafið þið Vorkonur að segja? Eg tel að við höfum ansi margt að segja. Ég tel að við konur eigum okkur vandamál, upplifanir og tilfinningar sem eru sérstakar fyrir okkur. Þar meö er ég ekki að segja aö karlmenn hafi ekki nein vandamál en þeirra eru önnur og okkar tilfinningalíf er annað. Mér finnst það skipta máli í okkar menningu að það komi fram. — Hvernig kemur þetta fram í sýning- unni? Þau vandamál sem við erum að fjalla um eru sérvandamál kvenna. T.d. vanda- mál dóttur og móður, þar sem móðirin kúg- ar dóttur sína. Sú sama móðir getur líka kúgað son sinn en hún gerir það á annan hátt. — Þær konur sem birtast okkur í leik- ritinu eru mjög illa staddar, kúgaðar, hræddar og hafa ánetjast vímugjöf- um. . . er þetta dæmigerð staða kon- unnar í dag? Sem betur fer ekki en það eru alltof margar konur sem eru hræddar sem brotna. Meiri hluti sjúklinga á geðveikra- stofnunum eru konur og við spyrjum hvernig standi á þessu. — Hvað hafiði að segja konum með þessari sýningu? Við viljum segja konum að það sé á þeirra ábyrgð að breyta lífi sínu, það geri það enginn karlmaður. Ég vil meina að konur hafi fram að þessu beðið eftir því I þúsundir ára. Að mörgu leyti erum við ekk- ert betur staddar í dag en kynsystur okkar hafa verið I gegnum tíðina. Þess vegna rennur mér það til rifja hversu margar kon- ur brotna og hreinlega gefast upp. Leita inn í áfengið eða eru hreinlega „stikkfrí” og þessu uni ég ekki. — En gefur leikritið konum einhverja von? Já, það tel ég alveg tvímælalaust. Það endar á tveim valkostum og það er kon- unnar að velja. Við viljum ekki gefa nein auðveld svör því þau eru ekki til. Það hefur I rauninni ekkert breyst, við stöndum í sömu sporum og endaspurning verksins er hvort við viljum halda þessu svona áfram? — Hvernig hafa viðtökur verið? Að mestu leyti góðar. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér finnst karlmenn og konur upplifa verkið á ólikan hátt. Körlum finnst margt áberandi spaugi- legt þar sem konurnar eru meira grát- klökkar. Nú en þetta verk er ekki eingöngu hugsað fyrir konur heldur fyrir fólk og það kom mér mjög spánskt fyrir sjónir hvað gagnrýnendur karlkyns voru jákvæðir og töldu þessa sýningu vera nýjan flöt á kvennaumræðu, en gagnrýnendum kven- kyns ekki þótt við vera nógu pólitískar. Ég ætla aldeilis að vona að við höfum ekki verið að setja upp leiksýningu með sætum stelpum fyrir karla. — Hvernig var að vinna að þessari kvennasýningu miðað við aðrar leik- sýningar sem þú hefur tekið þátt í? Það eru mikil forréttindi finnst mér að fá að vinna með konum. Öll samskipti við konurnar hafa verið laus við vandræði. Við hreinlega tölum öðruvísi saman. Það er engin togstreita. — Eru konur þá ekki einfaldlega betra fólk? Ég veit það nú ekki en ég held að þær eigi auðveldara með að aðlaga sig og þær eru óhræddari við að vera þær sjálfar. Við þurfum ekki að vera að leika neinn gáfu- mannaleik. — Hefur þinn draumur ræst með þessari sýningu? Já ég tel að draumurinn hafi ræst vegna þess aö ég hef komist aö þeirri niðurstöðu eftir þessa vinnu að ef konur standa sam- an þá geta þær áorkað geysilega miklu. Varðandi þessa vinnu langar mig að nefna að þegar ég fór að hugsa um þessa sýn- ingu vildi ég hafa tónlist í verkinu. Það fyrsta sem karltónskáld sögðu við mig var að konur gætu ekki skrifað mússík. Ég tel Mist Þorkelsdóttir hafa afsannað það. Það er búið að segja okkur í gegnum tíðina að við getum ekki þetta og við getum ekki hitt og það er okkar að afsanna það. — Er það markmiðið að sanna okkur fyrir karlmönnum? Nei fyrst og fremst fyrir okkur sjálfum, því við berum ábyrgð á okkar lífi og sköp- unarþrá. Það er skylda okkar að segja frá okkar högum, það gerir það enginn annar fyrir okkur. H. Thorberg. 8

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.