Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 14

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 14
Staða kynjanna gagnvart tækninni Uppeldisleg áhrif Talið er að mismunandl afstaða kynjanna til tækninnar komi fram þegar í bernsku og börn fái mismunandi uppeldi háð kyn- ferði. Þannig er talið að stúlkur fái uppeldi sem leiðir til minni áhuga á hinum hefðbundnu tæknistörfum, sem karlar sinna. Drengir fá hinsvegar uppeldi sem miðar að tæknilegri þekkingu þeirra síðar meir. Dæmi um þetta er m.a. að telpum eru fengnar dúkkur og önnur hefðbundin telpnaleikföng, sem miða að því að innræta þeim viðhorf eins og umhyggju, vernd, ástúð, þ.e. viðhorf sem lúta að tilfinningalífi fólks. Drengir fá bíla, verkfæri og önnur hefðbundin drengjaleikföng. Þeirra innræting miðar að því að gera þá gjaldgenga á vinnumarkaði. Þessi innræting barna gæti hugsanlega verið grunnur að stöðu kynjanna gagnvart tækninni, þ.e. þeirri tækni þar sem karlar eru í meirihluta. Ljóst er að konur eiga afar erfitt uppdráttar á hverskyns tækni- sviðum og kemur m.a. tvennt til. Annars vegar andstaða karla gagnvart konum innan tækniheims, sem þeir álíta sinn, og hins vegar hefðbundin kynskipting starfa og áhugamála. Vegna and- stöðunnar veigra konur sér við að tileinka sér störf, sem ekki eru álitin vera við þeirra ,,hæfi”, og þær konur sem fara út á þessi svið eru taldar vera frábrugðnar hinu venjubundna. Bent skal á að tækni kvenna t.d. við saumaskap hefur ekki verið metin eins að verðleikum og tækni karla. Þess vegna er talið að völd þeirra og yfirráð séu minni og staða þeirra lægri í þjóðfélaginu. Til þess að skýra nánar þessa andstöðu gegn konum innan tækninnar er ætlunin að segja lítillega frá hugmyndum tveggja kvenna, sem eru með tvö sjónarhorn á þessum málum. Annars vegar er það sænski félagsfræðingurinn Boel Berner, sem skrifaði doktorsritgerð um tækniheiminn. Við gerð þeirrar rit- gerðar komst hún að því að tækniheimurínn er alfarið í höndum karla og að konur eru almennt mjög lítið inni á tæknisviðinu. Hins vegar munu hugmyndir hugvísindamannsins Louise Waldén um tæknikunnáttu kvenna verða reifaðar. En hún telur að gefa veröi meiri gaum að tæknikunnáttu kvenna, meta störf þeirra og reynslu meira en gert hefur verið. Hugmyndafræðilegar ályktanir Boel Berner um konur, þekkingu og völd í tæknivæddum heimi Boel Berner telur að tækniheimurinn hafi orðið að heimi er stjórnaðist af körlum, og bendir á fjarveru kvenna í sögu tækninn- ar. Þær hafa menntað sig tiltölulega lítið átæknisviði og séu sjald- an upphafsmenn tækni eða höfundar bókmennta um tækni. Hún bendir m.a. á þá staðreynd að tæknistörf hafi tilheyrt og tilheyri þeim störfum þar sem karlar eru I miklum meirihluta. Berner notar þrjú hugtök til þess að reyna að skýra stöðu kvenna í tækniheiminum. Aðskilnaður, einangrun og lægri staða, sem lýsa því hvernig konum er haldið frá tækniþekkingu og áhrif- um. Aðskilnaöur var, samkvæmt Berner, mikilvægur á því tímabili þegar fyrst var farið að ræða þessi mál. Lögö var áhersla á að- skilnað á milli heima karla og kvenna. Þannig að reynt var að halda tækninni hreinni frá konum og eins að halda konum frá hin- um harða og krefjandi heimi tækninnar. Sem dæmi nefnir hún að konum hafi, samkvæmt tilskildum reglum verið meinaður að- gangur að æðri menntun töluvert fram á 20. öld. Þá var oft vitnað í þá staðreynd að konur og karlar eru ekki eins líffræðilega séð og þess vegna gert ráð fyrir ólíkri þátttöku í samfélaginu. — ÞEKKING — ÁHRIF — VÖLD Mytxdir Guðrún Hrönn Vegna formlegs jafnréttis og aukinnar atvinnuþátttöku kvenna hefur þessi aðskilnaður minnkað. Konur hafa smám saman nálg- ast heim tækninnar, en þær vinna við aðstæður sem skýrt halda þeim frá valdi yfir tækninni. Sú hugsun að það væri ómögulegt fyrir konur að vinna tækni- störf var áfram til staðar. Mikil andstaða mætti fyrstu kventækni- fræðingunum milli 1920—1930. Mennálitu „þaðekki vera rétt að hafa konu” sem arkitekt. Það var hreinlega sagt að það væri ekki við hæfi að hafa konur i starfsgreininni, en jafnvel þegar skortur var á tæknimenntuðu fólki var oft litið á kvenverkfræðinga sem verra vinnuafl. í dag sýnist þessi útilokun kvenna frá tæknivinn- unni ekki vera eins greinileg, en kemur fram í bröndurum og gríni alls konar. Hin hugmyndafræðilega sundurgreining milli tækni- heimsins, sem er karlanna, og heims konunnar, sem talin er vera fyrir utan tækniheiminn, er sjaldan eins skýrt fram sett eins og í hátíðarræðum, tímamótaskrifum o.þ.h., sem eru gefin út af tækniskólum og samtökum ýmiss konar. Kona er þar skrifuð með stóru K-i og á að standa fyrir ,,hið mjúka” gegn harðneskju og aga tækninnar. 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.