Vera - 01.10.1987, Síða 3
VERA
„bréf”
Hótel Vík
Reykjavík
Svar til Ólafs Mixa
„Þetta er orðið lengra mál en ætlunin
var. Ástæðan er fyrst og fremst hin tilfinn-
ingahlaðna afstaða VERU til einhvers óút-
skýrðs fyrirbæris sem nefnist einkavæð-
ing eða einkaeign með hverri skrattinn er
málaður upp á alla veggi ogm.a. hefur sett
stofnun mína í neikvætt Ijós í ógrundaðri
staðhæfingargleði." (Tilvitnun i bréf Ólafs
Mixa í siðasta tbl. af VERU).
Kaldlyndi — tilfinningasemi. Fá hugtök
eru körlum jafn hugleikinn og þessi tvö til
að lýsa afstöðu kvenna til pólitískra mála.
Þ.e.a.s. afstöðu sem er ekki sú sama og
þeirra eigin sem byggir að sjálfsögðu á
rökhyggju og kaldri skynsemi. Furðulegt
hvað ofgnótt íslenskrar tungu getur verið
fjarri sumum karlmönnum á erfiðum
stundum.
Annars átti hugtakanotkun íslenskra
karlmanna ekki að verða innihaldið í því til-
skrifi sem hér fer á eftir heldur ólík afstaða
okkar og Ólafs Mixa til sama málsins, þ.e.
einkavæðingar og Fleilsugæslunnar í
Álftamýri 5 sem telja má afsprengi hennar.
Áður en lengra er haldið skal tekið fram
lesendum til glöggvunnar að Fleilsugæsl-
an í Álftamýri 5 er fyrirtæki í eign Ólafs og
fjögurra annarra lækna sem borgin hefur
nýverið gert samning við.
Það væri hægt að skrifa gríðalega langt
mál um bréf Ólafs í síðasta tbl. VERU en
við verðum að sitja á okkur. Við verðum að
einskoröa okkur viö að bæta við þann hálf-
sannleik sem Ólafur ber á borð fyrir les-
endur VERU. Þannig að sú mynd sem þeir
fá af málinu verði heilli.
1) í bréfinu tekur Ólfur sjálfviljungur að
sér að hvítþvo meirihluta borgarstjórnar af
þeirri sök að hafa staðið sig illa í uppbygg-
ingu borgarstjórnar af þeirri sök að hafa
staðið sig illa í uppbyggingu heilsugæslu-
stöðva í Reykjavík. Veltir hann ábyrgð og
sök yfir á ríkisvaldið. Vissulega á borgin
rnikiö undir fjárframlögum frá rikinu i heil-
brigðismálum sem og öðrum málaflokk-
um, og þau framlög koma oft seint og illa.
Það hefur hins vegar aldrei verið gott
veganesti í samningum við ríkið að vita
ekki í hvorn fótinn maður ætlar að stíga. í
Reykjavík gilda önnur lög um heilbrigðis-
Þjónustu utan sjúkrahúsa en á því sem
næst öllu landinu m.a. vegna þess, að nú-
verandi meirihluti borgarstjórnar hefur ár-
lega beðið um að gildistökunni yrði frestað
tímabundið í Reykjavík. Með öðrum orð-
urn, heilsugæslukerfiö hefur enn ekki
verið tekið upp í Reykjavík. Allt þetta veit
Ólafur jafn vel og við. Ástæðurnar fyrir
þessum frestunum eru margvíslegar en
ein sú veigamesta er áhugi ákveðinna
manna í Sjálfstæðisflokknum á nýjum
rekstrarformum í heilsugæslu — formum
sem eiga meira skylt með einkarekstri en
opinberum. Einmitt í þessu Ijósi er reynsla
sem fæst af Heilsugæslunni í Álftamýri
ákaflega mikilvæg fyrir sjálfstæðismenn.
En meðan sjálfstæðismenn velkjast með
heilsugæslukerfið í Reykjavík inni í stjórn-
skipuðum nefndum og fyrir ráðherrum og
þingmönnum, fórna þeir pólitískri sam-
stöðu í borgarstjórn um kerfisbreytingu og
ákveðnari kröfugerð gagnvart ríkisvald-
inu. Hálfvelgjan er þeirra stærsta sök.
2) Ólafur eyðir löngu máli í kostnað og
fer ótrúlegar krókaleiðir til að komast að
þeirri niðurstöðu að borgarsjóður þurfi að-
eins að greiða ,,225 þúsund kall á mánuði
og engan stofnkostnað” til að eignast
aðild að fullbúinni heilsugæslustöð sem
þjóni um 8000 manna hverfi. Ber hann
þetta saman við 5—6 milljón króna stofn-
kostnað borgarinnar af heilsugæslustöð-
inni í Drápuhlíð og 4.85 milljón króna
rekstrarkostnað á þessu ári af stöðinni í
Asparfelli.
Heildarkostnaður við einstakar stofnan-
ir í heilbrigðiskerfinu og kostnaðarskipting
ríkis og sveitarfélaga er flóknara mál en
svo að því verði gerð einhver skil hér. Það
verður hins vegar að segjast eins og er að
talnaleikur Ólafs sem á endanum færir
borginni heilsugæslustöð nánast á silfur-
fati, jaðrar við ósvifni.
í fyrsta lagi þá gerði borgin samning við
Heilsugæsluna í Álftamýri sem hefur það í
för með sér að borgin þarf að greiða lækn-
unum þar kr. 100 þúsund á mánuði fyrir
aðstöðu, kr. 20 þúsund fyrir bifreiðakostn-
að starfsmanna og kr. 165 þúsund í launa-
kostnað. Samtals eru þetta kr. 285 þúsund
á mánuði. Með rétti má segja að borgin fái
hluta af þessu endurgreiddan frá Sjúkra-
samlagi og ríki eða sem nemur % af launa-
kostnaðinum.
í öðru lagi greiðir borgin til Sjúkrasam-
lagsins og vegna júnímánaöar sl. greiddi
Sjúkrasamlagið 1.2 milljónir til Heilsu-
gæslunnar í Álftamýri þ.e.a.s. til þeirra 5
lækna sem þar starfa. Þar af voru um 800
þúsund vegna launa og reksturs stofu.
Hlutur borgarinnar í Sjúkrasamlaginu er
nú 32.4% þannig að hlutdeild borgarinnar
í þessari greiðslu var um 260 þúsund krón-
ur. Ef þessar greiðslur borgarinnar, hvort
sem þær koma beint frá borgarsjóð eða
gegnum Sjúkrasamlagið, eru lagðar sam-
an kemur í Ijós að kostnaður borgarinnar
er ekki 225 þúsund kall á mánuði, eins
og Ólafur segir, heldur 435 þúsund kall.
Þarna skakkar nokkru. Á ári er kostnaður
borgarinnar af heilsugæslunni í Álftamýri
því um 5.2 milljónir króna þ.e. ef mið er
tekið af greiðslum vegna júnimánaðar. Til
samanburðar getum við svo tekið heilsu-
gæslustöðina í Asparfelli sem áætlað er
að kosti borgina um 4.85 milljónir króna á
þessu ári, eins og Ólafur benti sjálfur á. Sú
stöð þjónar nú þegar um 8000 hverfis-
búum í Breiðholti. Eftir stendur að Heilsu-
gæslan í Álftamýri er borginni dýrari.
3) Kostnaðarreikninga sína byggði Ólaf-
ur m.a. á þeim útreikningi sínum aö hver
heimilislæknir kostaði borgina ekki nema
25 þúsund krónur í gegnum Sjúkrasam-
lagið. Hvaðan sú tala er fengin vitum við
ekki en hún er undarlega lág í Ijósi þess að
samkvæmt kjarasamningi við heimilis-
lækna fær hver læknir með 1750 samlags-
númereðafleirikr. 154þúsundtil 162 þús-
und á mánuði frá Sjúkrasamlaginu í laun
og allan rekstrarkostnað stofu. Þar fyrir
utan eru svo sjúkrasamlags greiðslur fyrir
hvert viðvik læknis sem eru lágmark 145
kr. við heimsókn hvers sjúklings. Ef borgin
greiðir sín 32.4% þá dygði ekki minna en
að tvöfalda 25 þúsund kallinn til að hann
nálgist raunveruleikann.
4) Meðferð VERU á hugtökunum einka-
rekstur og einkavæðing fer fyrir brjóstið á
Ólafi og virðist hann telja að því aðeins geti
verið um einkarekstur að ræða að opin-
berir aðilar komi þar hvergi nærri. Svo er
þó alls ekki. Einkafyrirtæki hættir ekki að
vera einkafyrirtæki þó að eini viðskiptavin-
ur þess sé ríkið eða annar opinber aöili. Ef
stjórnvöld ákveða að bjóða út heilsugæsl-
una þá er verktakafyrirtækið (heilsu-
gæsluhópurinn) einkafyrirtæki þó svo að
opinberir aðilar greiði þeim fyrir verkið,
með einum eða öðrum hætti. Milli þeirra
og hinna opinberu aðila eru ósköp venju-
TIL ÁSKRIFENDA
VERU!
Vegna þess að þrjú síðustu tölublöð
Veru (þar með talið þetta) hafa verið
stærri og um leið efnismeiri en venju-
lega, sendum viö með þessu blaði gíró-
seðil fyrir ákrift að upphæð kr. 500,-.
Við vonum að áskrifendum Veru þyki
þetta ekki miður og sýni því skilning að
með því að gefa út stærra og efnis-
meira blað eykst kostnaðurinn við út-
gáfuna.
F.h. ritnefndar
Ragnhildur Eggertsdóttir.
3