Vera - 01.10.1987, Side 4

Vera - 01.10.1987, Side 4
Um hjónabandið leg viðskiptatengsl sem byggjast á kaup- um og sölu. Slíkur einkarekstur er sem betur fer ekki kominn á hér á landi en það eru stigin skref i átt til hans. Við teljum Heilsugæsluna i Álftamýri vera eitt slíkt þó smátt sé. Þessi grein er orðin mun lengri en til stóð í upphafi en þaö verður að virða okkur það til vorkunnar að þarna er flókið mál á ferðinni sem ekki verður afgreitt í örfáum setningum. Það er auðvitað Ijóst að þessi umræða snýst ekki um einhverjar óljósar tilfinningar heldur um krónur og aura sem greiddir eru úr sameiginlegum sjóðum okkar allra og um gæði þeirrar þjónustu sem fyrir þá fæst. Það er okkar skoðun að í grundvallaratriðum hafi heilsugæslukerf- ið sannað ágæti sitt bæði með tilliti til reksturs og þjónustu. Á heilsugæslustöðv- um er möguleiki á því samstarfi faghópa sem nauðsynlegt er í öllu fyrirbyggjandi starfi s.s. heilsuvernd. Borgarstjórn Reykjavíkur á því að róa að því öllum árum að það kerfi taki gildi hér í Reykjavík en ekki standa í samningum um ólík rekstrar- og greiðsluform sem auka enn á þann frumskóg sem einkennir ís- lenskt heilbrigðiskerfi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfull- trúi Hulda Ólafsdóttir, fulltrúi í heilbrigðis- ráði „Gistisamtök“ Stina Opp í Hveragerði hafði samband viö Veru til að upplýsa lesendur blaösins um alþjóðleg samtök kvenna, sem hljóta að vekja áhuga allra kvenna sem vilja skoða sig um í heiminum. Samtökin heita „Wornen Welcome Women“, og er mynd- uð af hópi kvenna í mismunandi löndum, sem eru tilbúnar til þess að hýsa konur frá öðrum löndum á ferðalögum. Samtökin gefa út fréttabréf 2—3 á ári og félagsmenn þeirra hittast öðru hvoru. Félaga í samtök- unum er að finna í eftirtöldum löndum: Englandi, USA, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Tyrklandi, Sví- þjóð, Ástralíu, Suður-Afríku, Zimbabe, Hollandi og Austurríki. Þær sem hafa áhuga á frekari upplýsingum geta komist í samband við Stinu Opp, NLFÍ, Hvera- gerði. Rithöfundar Þýskur rithöfundur (áhugakona) óskar eft- ir að komast í samband við íslenska höf- unda. Ég hef skrifað skáldsögur, leikrit, frumdrætti að kvikmyndum. Ef þú hefur áhuga á hugsanaskiptum. Skrifið mér á þýsku, ensku, ítölsku eða frönsku. Liss Harder, Eitorfer Str. 32, D-5464 Asbach. Kæra Vera, mig langar til að senda þér hér smá hugleiðingar mínar varðandi hjóna- bandið, þar sem það er mikið til umfjöll- unar nú bæði í ræðum og riti. Ég mundi óska nafnleyndar ef þess er nokkur kost- ur. Aðalástæða þess að menn tala svo mik- ið um stofnun þessa er hversu mörg slík bönd bresta. Menn velta vöngum fram og til baka, hver geti verið ástæða þessa. Auðvitað hljóta ástæður að vera margar og misjafnar en ég held að ein stærsta ástæða þessara mörgu hjónaskilnaða eigi rót sína að rekja til þess mikla kynjamis- réttis sem viðgengst í þessu þjóðfélagi. Á meðan launamisréttið er svona mikið mun annar ójöfnuður haldast og þá verður áfram eina leið framsækinna og sjálf- stæðra kvenna að skilja við karla sína og njóta þess að finna styrk sinn, mátt og megin án þeirra. Því þó flestar konur segi jafnrétti hafi þokast langt s.l. áratug eða svo þá er raunverulegt jafnrétti ekki til meðan karl og kona geta ekki lifað saman meö sínum börnum án allrar þeirrar tog- streitu sem nú þekkist í öðru hverju hjóna- bandi. Það er ekkert jafnrétti að maðurinn minn kunni að baka, skúra, ryksuga, elda mat, þvot þvott, strauja, sauma í tölur, hengja út, taka inn þvott e.t.v. meðan hann gerir það einungis þegar honum hentar. Þegar vel liggur á honum, þegar ég er orðin leið, í fýlu, ösku ill o.s.frv. Og hvaða rök liggja að baki því að konur sjái um að allt slíkt viöhald á heimilisrekstri fari fram? Hann getur ekki hætt á neitt varð- andi vinnuna, hann hefur jú tekjurnar! Á meöan obbinn af körlunum gengur ekki í heimilisstörfin eftir þörfum þá er ekkert jafnrétti. Að vaska upp á sunnudögum er ekki að ganga til jafns við konuna í heimil- isstörfin. Á meðan ekki er skilningur fyrir metnaðargirni kvenna til þeirra starfa sem þær hafa menntað sig til þá er ekkert jafn- rétti. Á meðan störf sem alltaf eru nefnd ,,typisk“ kvennastörf, eru lægst metin til launa, geta karlmenn ekki skilið metnað kvenna til að standa sig í þvi starfi. Á með- an launamisréttið er svona hrópandi, þá verða áfram margir hjónaskilnaðir, þá geta hugsandi konur ekki bundið sig á þann klafa sem hjónabandið er. Við verð- um að gera okkur grein fyrir því að þjóð- félagið hefur breyst, og við förum ekki til baka, það er ekki hægt, og það vill enginn snúa tímanum afturábak. Tímarnir eru að mörgu leyti góðir en geta verið betri. Við 4

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.