Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 5

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 5
verðum bara að sjá þá í réttu Ijósi. Eins og málin eru í dag, þá snúa þau öfugt. í stað þess að eldra fólk, sem lokið hefur við hús- byggingu og allskyns lántökur vegna upp- byggingar heimilisins fái hæstu launin þá er það unga fólkið sem á að fá styrki til að hlúa að hjónabandi sínu og að ala upp börnin. Það á ekki að vera neitt val kon- unnar, það á að vera val FORELDRANNA að vera heima tvö fyrstu árin með börnun- um. Þau eiga að vinna V2 dag á meðan börnin eru lítil, meðan þau eru að byggja húsið sitt. Það þarf að efla jafnréttis áróð- urinn. Við erum þreyttar, við helltum okkur svo hressilega útí baráttuna á byltingar- tímunum á 8. áratugnum. Nú höfum við hvílt okkur og nú verðum við að herða róð- urinn á ný. En stelpur mínar munið þið að það erum við sem ölum strákana upp. Við höfum þetta raunverulega í höndum okkar. Ein sem stundum er alveg aö gefast upp. Takk fyrir bréfiö, vonandi vilja fleiri leggja orð í belg um þessi mái. Ritnefnd • Hafið þið áhuga á útgáfumálum? • Hafið þið áhuga á Veru? • Viljið þið móta Veru í nútíð og framtíð? • Komið þá á fund um Veru og hafið áhrif á þróun eina KVENNABLAÐS sinnar tegundar á íslandi • Fundurinn er opinn öllum áhugasömum konum • Fundurinn verður haldinn í Hlaövarpanum laugardaginn 24. október kl. 14.00.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.