Vera - 01.10.1987, Side 14

Vera - 01.10.1987, Side 14
Það sem einkennt hefur menningu Vestur- landa um langt skeið er tepruskapur en um leið tvískinnungur gagnvart kynlífi. Á sama tíma og klámið flæðir yfir ríkir þögnin ein um allt sem varðar heilbrigt kynlíf. Opinská umræða um það hvort einstaklingarnir njóti kynlífs eða ekki, hvað þeim finnist gott og hvað ekki, er meira en margur getur þolað. Slík umræða gefur oftar en ekki tilefni til tvíræðra neðanmittisbrandara sbr. við- brögð ýmissa blaðaskríbenta við fregninni um námskeið í kynfullnægju kvenna. En hversu mörg sambönd eru ekki í ólestri vegna þess m.a. að kynlífið er ófullnægj- andi? Hversu margar konur eru í þjónustu- hlutverki í kynlífi vegna þess að þær taka ekki tillit til eigin langana eða skorts á löng- unum? Hversu margar unglingsstúlkur leið- ast út í ófullnægjandi kynlíf, ekki vegna þess að þær sjálfar langi, heldur vegna þess að það er hallærislegt að segja nei? Hversu margar konur halda að það sé eitthvað að þeim, ýmist vegna þessað þærfá aldrei full- nægingu eða vegna þess að þær hafa enga löngun til kynlífs? Hversu margar langar ekki til að tala við maka sinn, vinkonur eða vini um kynlíf en fá sig ekki til þess, enda vantar þá orð til að tjá sig með? Hversu margir karlar eru ekki haldnir þeirri firru að þá eigi alltaf að langa verði þeir fyrir minnstu örvun? Þannig tengist þetta mann- gildismati þeirra. Við þessum spurningum er ekki hægt að veita nein tölfræðileg svör nema þá helst þau að talið er að milli 30—50% kvenna í sambúð fái sjaldan eða aldrei fullnægingu. Þetta eitt segir okkur að eitthvað sé eins og það eigi ekki að vera. Allt þetta og margt fleira hefur komið til kasta Borghildar Maack, hjúkrunarframkvæmdastjóra, sem eins og margir aðrir sem starfa við heilsu- vernd og meðferð, hefur talsverða reynslu af viðtölum við fólk sem á við samlífs vanda- mál að stríða, tengd kynlífinu. Allar heimildir VERU eru á eitt sáttar um að ánægja fólks af kynlífi standi í nokkuð beinu sambandi við sjálfsímynd þess. Sá sem hefur neikvæða sjálfsímynd og ber litla virðingu fyrir sjálfum sér er ekki líklegur til að njóta kynlífs. Eða eins og Borghildur orðar það: ,,Kona sem aldrei velur mynd í bíó án þess að hugsa fyrst um það hvort hann hafi áhuga á henni og hefur svo áhyggjur af því á meðan á myndinni stendur hvort hann skemmti sér, — slík kona gerir ekki kröfur fyrir sjálfa sig í kynlífi. Henni þarf að þykja vænt um sjálfa sig, en þó ekki af neinum hroka, til að njóta kynlífs. Hún þarf að virða líkama sinn og tilfinningar. Ef henni þykir vænt um sjálfa sig er hún gefandi og er ekki í því þjónustuhlutverki sem er auð- mýkjandi fyrir báða aðila í ástarleik. Það er alls ekkert óalgengt að konur séu í slíku þjónustuhlutverki enda tengist það auðvitað beint stöðu konunnar almennt í samfélag- inu. En fólk getur líka verið búið að koma jafnrétti á í öllum húsverkunum og öðrum praktískum málum en ekki í kynlífinu. Það er síðasta stigið í þróuninni til jafnréttis að af- létta yfirráðum karlmannsins í kynlífinu. Konur eiga ekki að sætta sig við það að fá ekki kynferðislega fullnægingu. Það er al- veg jafn vont fyrir þær og það er fyrir karla. Það endurspeglar bara almenn viðhorf til kynjanna að allir líta á það sem harmleik fyrir karlinn en ekki fyrir konuna. Fólk verður aftur á móti að hafa í huga að það er engin skylda að hafa alltaf löngun til kynlífs. Skort- ur á löngun á heldur ekki að vera neitt vandamál. Fullorðin manneskja lætur ekki troða í sig graut ef hún ekki vill hann. Henni finnst heldur ekkert mál að segja að hún hafi ekki lyst. Þannig á það líka að vera í kynlíf- inu.” Ástæðurnar fyrir því að konur hafa ekki ,,lyst" geta verið margarog mismunandi og það er ekkert ,,að" konunni sjálfri þó kyn- hvötin hverfi um tíma. Yfirleitt eiga þættir s. s. mjög vanabundið kynlíf, þreyta, líkam- legar breytingar eða þunglyndi, þarna hlut að máli eða þá sú einfalda ástæða að konan ersjálfri sér nóg. Margar konur upplifa þetta t. d. á meðgöngutíma eða eftir fæðingu barns. Er talið að um þriðju hverri konu sem fæðir, finnist fæðingin hafa neikvæð áhrif á kynhvötina og geta þau varað allt frá nokkr- um vikum og upp í ár eða meira. Konur sem þjást af fyrirtíðarspennu missa mjög oft löngunina til kynlífs meðan á þeirri spennu stendur enda andlegt ástand þeirra og skapferli oft slíkt að þær hafa lítið að gefa. Ást og umhyggja er þó kannski það sem þær þarfnast mest á þessu tímabili. Löngun kvenna til kynlífs við tíðahvörf getur minnkaðen aftur á móti vex hún oft að sama skapi þegar tíðahvörfin eru yfirstaöin. Því er nefnilega þannig farið með konur, öfugt við karla, að löngun þeirra og geta til að lifa virku kynlífi minnkar ekkert með aldr- inum. Það getur svo aftur haft áhrif á sam- búð fólks þegar báðir aðilar eru ekki sam- stiga hvað þetta varðar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því að löngunin til kynlífs er víðsfjarri og kviknar ekki þrátt fyrir erótíska tilburði hina aðilans, þá er það tæpast til að bæta samband fólks að láta eins og allt sé með felldu. Segja ekki neitt og lifa kynlífi án þess að njóta þess. Undirrótin aðsambúðarvandræðum fólkser oft sú að það talar ekki saman og þegar í óefni er komið leitar það sér ekki aðstoðar. Eða eins og Borghildur segir. ,,Fólk hér á landi leitar sér ekki aðstoðar fyrr en það er orðið geðdeildarmatur. Fólk leggur mjög sjaldan vandamálið niður fyrir sér. Kona getur kannski leitað sér aðstoðar vegna krakka sem er órólegur, lystarlaus eða sefur ekki. Mæðurnar vaka á nóttunni og vínna á daginn og þetta gengur auðvitað út yfir kyn- lífið ef það hefur þá einhvern tímann verið í lagi. Foreldrarnir verða uppspenntir og það hefur áhrif á barnið. Þannig verður þetta vítahringur. Oft á tíðum gerir fólk sér ekki grein fyrir því að kynlífið er orðið vandamál og það ræðir ekki saman um þessi mál. Það veit heldur ekki hvaða orð það á að nota svo það þarf hreinlega leiðbeiningar um hvernig 14

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.