Vera - 01.10.1987, Page 15

Vera - 01.10.1987, Page 15
Borghildur Maack Ljósmynd: KB þaö eigi aö tala saman. Og þarna er ég ekki aö tala um eitthvert undirmálsfólk, heldur venjulegt upplýst fólk. Þekkingarskortur á starfsemi eigin líkama og tilfinningalífi sem og makans er mjög útbreiddur. Fólk fálmar sig áfam, talar ekki saman og fær lítið út úr öllu saman. Það ætlast til aö maki þess, skynji og lesi hugsanir sem hann er auðvitað ekki fær um nema að takmörkuðu leyti. Borghildur kemur þarna inn á orðfæðina eða öllu heldur inn á reynsluleysi okkar í að nota orð og hugtök sem snerta kynlíf. Það er heldur ekki undarlegt þó það sitji í okkur að nota orð sem yfirleitt eru ekki nefnd nema í ruddalegu samhengi, jafnvel þó þau varði okkar eigin líkamspart s.s. orðið píka. Orð eins og samfarir hafa aftur á móti á sér ein- hvern stofnanabrag sem er svolítið á skjön „Ástarleikur krefst orku og ímyndunarafls og fólk þarf að leggja sig fram þar rétt eins og í allri sambúð" við hið nána samband sem í kynlífinu felst. í Englandi segir fólk ,,make love", í Frakk- landi ,,faire l'amour'' og í Noregi „elskovs- lek'' og því þá ekki á íslandi ástarleikur eigum við að koma í ástarleik? Burtséð frá því að komast yfir það að tala baraum „hittið", þá telurBorghildurgreini- lega að það mikilvægasta í kynlífi sé að finna sinn eigin stíl. í þessum efnum er ekkert eitt eðlilegt og annað óeðlilegt. Það er ekki til nein uppskrift sem gildir fyrir alla. Sumum kann að henta best einlífi og sjálfsfróun en öðrum samlífi og kynmök tvisvar á dag, á tveggja mánaða fresti eða allt þar á milli. í byrjun sambands er ástarlífið ekki alltaf sér- lega vel heppnað, en fólk verður bara að gefa þróun ástarlífsins tíma, tala saman og kynnast hvort öðru. Það sem báðum líkar og þykir gott er rétt fyrir þau þó það passi alls ekki fyrir aðra. Ástarleikur krefst orku og ímyndunarafls og fólk þarf að leggja sig fram þar rétt eins og í allri sambúð. Það er írauninni ógnun viðsambúðeða hjónaband að líta é það sem eilíflega varanlegt. Ef fleiri gengju út frá því að samband varaði eins lengi og það væri gott og fullnægjandi fyrir báða aðila þá væri meiri möguleiki að sam- búðin fengi jákvæða þróun og kannski yrði þá minna um skilnaði. Allt er þetta þrotlaus vinna beggja aðila. Eins og sagði í upphafi þessarar greinar, þá ræðst kynlífshegðun okkar ekki síst af fyrirmyndum úr umhverfi okkar. Fræðsla og reynsla barna í uppeldi fylgir þeim inn í full- orðinsheiminn. í uppeldinu fá þau fyrir- myndirnar að samskiptum kynjanna. Borg- hildur bendir á að það sé ekki bara sjáanlegt líkamlegt ofbeldi sem gangi í félagslegar erfðir, heldur geti þögul afneitun foreldra hvort á öðru mótað lífsstefnu barnanna. Fyrirmyndir barnanna geta verið neikvæð- ar, en að þeirra áliti engu að síður þær einu réttu. „Ég gett.d. tekið dæmið um grautinn hennar mömmu. Það er um hjón sem höfðu verið gift í fjöldamörg ár og borðuðu alltaf graut á hverjum laugardegi. í hvert skipti kvartaði karlinn yfir því að þetta væri ekki eins og grauturinn hennar mömmu. Einn laugardag hrópaði hann hins vegar upp yfir sig, „namrn, þetta er alveg eins og grautur- inn hennar mömmu". Þarin dag var graut- urinn viðbrenndur. Þetta var sem sagt hinn eini rétti grautur þó hann væri í sjálfu sér vondur." Einmitt vegna þessarar mótunar þá er fræðsla í skólakerfinu svo mikilvæg. Flún er hins vegar öll í skötulíki og svo virðist sem umræðan sé farin að snúast meira um eyðni en eiginlega kynfræðslu. Borghildur hefur ákveðna skoðun á því hvernig fræðslan eigi að fara fram. „Fræðslan þarf að vera bæði fræðileg og gagnleg. Það þarf að fræða krakkana um líkamann, kynþroskaskeiðið, kynsjúkdóma og getnaðarvarnir. Einnig þarf fræðsla um kynferðislega misnotkun á börnum og unglingum að koma þarna inn. Kynfræðsla má ekki vera neitt hálfkák þ.e. það þarf að kenna strákunum að nota smokkin, en hún á að vera innan ramma sið- gæðisins. Það er meira en hægt er að segja um sumar smokkaauglýsingarnar núna. Oll þessi mál þarf svo að ræða í kynblönduðum hópum með það fyrir augum að skapa af- stöðu hjá krökkunum til kynlífs. Þau verða að átta sig á því að kynlíf snýst um virðingu og samábyrgð kynjanna. Ég er þeirrar skoð- unarað léleg ogjafnvel engin kynlífsfræðsla seinki kynlífsþroska. Það flýtir svo ekki fyrir þroskanum þegar unglingarnir byrja að lifa vifku kynlífi áður en þeir eru í stakk búnir til þess. Kynlífspressan á unglingana er frá full- orðna fólkinu komin. Viðhorf samfélagsins til karla er að þeir eigi að hafa óraunveru- lega miklar kynferðislegar þarfir og eigi jafnframt að fullnægja þeim hvernig sem þeim hentar — þeir eiga bara að vera ábyrgir og nota smokk! Strákarnir reyna svo sitt til að standa undir þessari imynd og á þessum kynfrelsuðu tímum þora stelpurnar varla að segja nei." Öllu kynlífi fylgir ábyrgð, og gæði kynlífs eru ekki síst undir því komin að fólk treysti hvert öðru fyrir líkama sínum og tilfinning- um — svo seilst sé í annað viðtal hér í blað- inu. Nú á tímum eyðni virðist smokkurinn vera hlutgervingur ábyrgðarinnar en aðrir og mikilvægari þættir hennar hafa fallið í skuggann. „Það vantar allt samfarasið- gæði" segir Borghildir og við látum hana hafa síðasta orðið í þessari grein. - isg. 15

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.