Vera - 01.10.1987, Side 16
Kynlíf
°g
fötlun
Til þess að sinna skyldum mínum við
VERU, og svala um leið eigin forvitni, glugg-
aði ég fyrir skömmu í talsvert magn bók-
mennta sem tengjast kynlífi á einn eða ann-
an hátt. Þar var margháttaðan fróðleik að
finna og lögð áhersla á að upplýsa fólk um
ýmislegt sem valdið getur röskun á kynlífi.
Það var minnst á meðgöngu og fæðingu,
fyrirtíðarspennu, tíðarhvörf, uppskurði, ald-
ur og margt fleira sem of langt mál yrði upp
að telja. Eitt var öllum þessum bókum þó
sammerkt, — engin þeirra minntist á röskun
við fötlun. Þó er talið að um 10% hverrar
þjóðar geti talist fatlaðir á einn eða annan
veg.
VERU datt í hug að það kæmi varla að sök
þó þeir sem ófatlaðir teljast vissu eitthvað
um reynsluheim þessa hluta þjóðarinnar. Til
að fræðast sneri hún sér því til Elísabetar
Jónsdóttur sem rekur fyrirtæki með hjálpar-
tæki fyrir fatlaða. Elísabet vann sér það til
frægðar fyrir 3—4 árum að standa fyrir
tveimur námskeiðum um kynlíf fatlaðra.
Þetta var fyrir daga eyðniumræðunnar og
allt að því klámkennt að tala um kynlíf á
opinberum vettvangi á íslandi — hvað þá
standa fyrir námskeiði um það. En Elísabet
lét það ekki aftra sér.
Ástæðuna fyrir því að hún fékk áhuga á
þessu efni segir Elísabet þá, að hún fór að
vinna á skrifstofu Sjálfsbjargar árið 1971 og
þá kynntist hún fyrst fötluðu fólki af eigin
raun. Hún segist þá hafa gert sér grein fyrir
því að fatlaðir eru rétt eins og við hin, með
sömu væntingar til lífsins — líka í kynlífi —
en litla möguleika til að fá þær uppfylltar.
Hún giftist síðansjálf fötluðum manni og fór
sem hjálparmaður hans til Norðurlandanna
og sá hvað þar var að gerast í þessum mál-
um. Eftir að hafa setið þar ráðstefnur um
þetta efni og kynnt sér það sem skrifað hafði
verið, lét hún til skarar skríða. Hér var stofn-
aður sérstakur hópur sem vann í eitt ár að
undirbúningi fyrsta námskeiðsins.
En hvaða áhrif hefursvo fötlun á getu ein-
staklinganna til að lifa kynlífi? Elísabet segir
að það sé mjög mismunandi t.d. sé kynhvöt
og geta þroskaheftra óskert. Vandamálið
varðandi þá sé kannski fyrst og fremst það
að þeir fá yfirleitt enga fræðslu varðandi
kynlíf enda yfirleitt ekki litið á þroskahefta
sem kynverur. En auðvitað leitar kynhvötin
útrásar hjá þeim eins og öðrum. Það er því
mikilvægt að kenna þeim að fróa sér. Aðrir
hópar fatlaðara búa aftur við verulega skerta
getu til kynlífs t.d. mænuskaddaðir. ,,Kyn-
hvötin er óskert, því hún situr í heilanum, en
taugaboðin fara bara ekki alla leið. Þau fara
ekki nema niður að broti sem veldur því að
mænusködduðum körlum stendur miklu
verr og minna en öðrum körlum auk þess
sem sæði þeirra er oft ónýtt. Mænuskadd-
aðar konur eru frjóar en þær geta ekki feng-
ið fullnægingu né heldur fundið hina kyn-
ferðislegu spennu sem fylgir sjálfsfróun eða
samförum. Þetta hefur auðvitað veruleg
áhrif á hinn fatlaða og sjálfsímyndin bíður
hnekki. Þetta á ekki síst við um karlana enda
Elísabet Jónsdóttir Ljósmynd: isg
virðist manngildið standa og falla með starf-
semi typpisins. Ég hef séð marga unga karl-
menn sem hryggbrotna missa alla fótfestu í
lífinu. Allt í einu standa þeir uppi og geta
ekki lengur sinnt sinni fyrri vinnu, vantar
heppilegt húsnæði og bíl, hafa lítil tök á að
eignast eigin fjölskyldu, hvað þá að lifa eðli-
legu kynlífi. Þær aðstæður sem fötluðum
einstaklingum eru búnar hér á landi eru ekki
beinlínis til að styrkja sjálfsímyndina. Það
dapurlega er að þeir sem hryggbrotna eru
endurhæfðir án þess að nokkur áhersla sé
lögð á að ræða við þá um kynlíf. Fólk verður
bara að finna út úr þessu sjálft."
Elísabet segir að þetta skapi ekki síst
vandamál hjá þeim sem eru í sambúð þegar
þeir skaddast. Fólk veit ekki hvernig það á að
bera sig að í kynlífi og það er enginn sem
kennir því það. Annað sem hún minnist á er
óöryggi í samskiptum fatlaðra og ófatlaðra
af gagnstæðu kyni vegna þess að hvorugur
aðilinn veit hversu langt hann má ganga.
Þetta stafar ekki síst af þekkingarleysi og for-
dómum sem m.a. er aliðá í amerískum sjón-
16