Vera - 01.10.1987, Page 21

Vera - 01.10.1987, Page 21
Ljósmynd: Wiebe Kunst. nafni líflátinn. Þaö var áriö 1792 þegar franska byltingin var í al- gleymi og minni röð og regla á hlutunum en áður. Árið eftir var hann samt handtekinn aftur og siðustu 20 árin sem hann lifði var hann með annan fótinn ýmist í fangelsi eða á geðveikrahæli. Hann bjó þó við gott atlæti allan tímann og naut þar enn fjölskyldu og vina. Hann fékk meira að segja að hafa hjá sér langtímum saman þá- verandi konu sína, Marie — Constance Rénelle. Fyrri kona hans, Rénée — Pélagie de Montreuil var þá loksins skil- in við hann en hún hafði sýnt þessum vandræðamanni sínum ótrú- legt umburðarlyndi og langlundargeð. í upphafi hjónabandsins smitaðieiginmaðurinn nýbakaði hana af kynsjúkdómi (hann hélt því samt fram að hún væri smitberinn), árum saman hélt hann við systur hennar og gerði allt sem í hans valdi stóð til að spilla sambandi þeirra mæðgna, Rénée og Madame de Montreuil. Þessi tengda- ntóðir de Sades var þó sú kona sem ól upp börnin hans þrjú; ,,starf" hans tók alla orku hjónanna beggja þó að Renée tæki ekki nema að litlu leyti beinan þátt í fólskuverkunum. Fram í andlátið var Sade samur við sig og tvö síðustu árin sem hann lifði, þá kominn yfir sjötugt, hélt hann við fjórtán ára gamla stúlku, Madelaine Leclerc. Blessað barnið var þó áreiðanlega ekki sæl með elskhugann, hún var ein hinna keyptu. Sögur Sades eru í stórum dráttum í samræmi við það sem hann gerði sjálfur í lifandi lífi. Morðin sem hann framdi eru að vísu færri en sjálfsagt hefði hann viljað hafa þau fleiri hefðu ekki lög og al- menningsálit sett honum skorður. Hann var líka æfur yfirvöldunum og öðrum þeim sem gagnrýndu gerðir hans. Að eigin dómi gerði hann ekkert rangt eins og kemur fram í bréfi sem hann skrifaði vini sínum en þar ber hann sig undan óréttlæti heimsins. Hann segir: ,,Ég er ekki sekur um annað en venjulegt kynsvall svo sem það er iðkað af öllum karlmönnum og að meira eða minna leyti í samræmi við náttúrulegar tilhneigingar þeirra og skapferli". Þarna ratast honum einmitt satt á munn. Kvenhatrið í vestrænni menningu er ekki tilkomiðum miðja 18. öldogþaðfórekki ígröfina með Marquis de Sade. Væri svo þyrftu konur núna ekki að stríða við klámið og gætu farið um óhræddar hvar sem er jafnt að nóttu sem degi. Þá væru verk Sades löngu gleymd því að þau eru ákaflega leiðigjörn og einhæf eins og annað klám. Þá hefði heldurekki mynd- ast nein þjóðsaga um þennan ómerkilega ofbeldis- og glæpamann vegna þess að mörgum fremstu andans mönnum, körlum og kon- um, hefði ekki komið til hugar að taka hann upp á arma sína að hon- umdauðum, dáðgerðir hansogafsakað, rómantíseraðglæpaverkin og nánast tekið hann í guðatölu. De Sade hefur haft gífurleg menningarleg áhrif og það eru engin smámenni sem hafa tekið að sér að miðla boðskap hans og veraldar- sýn til okkar nútímamanna. Má þar nefna Baudelaire, Flaubert, Swinburne, Dostoevski, Cocteau og Apollianiere sem allir dáðu hann fyrir það sem kallað hefur verið „hugrekki hans að vera". Simone de Beauvoir hefur skrifað langt varnarrit fyrir hann og talar þar m.a. um ,,djöfullega snilld" hans. Camus telur hann vera „fyrsta hrein- ræktaða uppreisnarmanninn sem jafnframt er fræðilegur'L, og Kafka fer heldur ekki dult með hrifningu sína. Það voru sérstaklega vinstri sinnaðir lista- og menntamenn sem slógu skjaldborg um Sade og sáu m.a. í honum hugrakkan mann og snjallan; mann sem þorði að bjóða birginn siðaboðum smáborgarans. Hið sama kemur fram hjá flestum þeim sem hafa ritað ævisögu hans, þar eru gerðir hans afsakaðar á allan hátt og taldar bera vott um hugrekki og dirfsku og hneykslast á yfirvöldunum fyrir þá þröngsýni að loka inni þennan snilling. KONUR ÁN VERÐLEIKA Hvaða máli skiptir þó að konur séu meiddar og drepnar? í menn- ingu sem er gegnsýrð af ofbeldi og kvenhatri sjá karlmenn það ekki. í slíkri menningu er hugmyndafræði Sades tekið fagnandi, konur eru hórur og ,,hafa enga mannlega verðleika" eins og Halldór Laxness segir í Alþýðubókinni um svokallaðar borgaralegar konur í Bandaríkjunum. Og hann heldur áfram: ,,Konur hinnar betri borg- arastéttar kunna ekki neitt, geta ekki neitt, vilja ekki neitt, vita ekki neitt, hugsa ekki neitt — íeinu orði sagt; eru ekki neitt nema kynferð- isverður, gripir ræktaðir til þess að svala frygð bílífismanna úr rán- 21

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.