Vera - 01.10.1987, Síða 30
Ljósmynd: bb
Stjórnarmyndunarviðræður
Þegar gengiö er til viöræöna vegna ríkis-
stjórnarmyndunar er vart hægt aö gera ráö fyrir
því aö allar kröfur verði samþykktar. í slíkum
viöræöum er reynt aö komast aö samkomulagi
um leiöir ef aðilarnir sem taka þátt í viðræðun-
um eru sammála um markmiðin. Fögur orð um
góöan vilja duga skammt og vildu Kvennalista-
konur aö gerö yröi skýr áætlun um þaö hvernig
væntanleg ríkisstjórn mundi fara að því að
bæta kjör þeirra lægstlaunuðu.
Stjórnarmyndunarviðræöur Kvennalistans snerust
að mestu leyti um að hækka lægstu launin, en vitanlega
var fjallað um fleiri málefni. Hagfræðingar hinna ýmsu
stofnana reiknuðu út ýmsar stærðir varðandi breytingar
á tekjuskiptingu, en að öllu jöfnu var niðurstaðan sú
sama: Það er lítið sem ekkert hægt að gera til úrbóta,
a.m.k. ekki strax. Og hvers vegna ekki spyrja eflaust
margir. Jú ástandið í ríkisbúskapnum er svo slæmt
sögðu þeir og það vissum við reyndar líka. Kvennalist-
inn setti hins vegar fram ýmsar tillögur til tekjuöflunar
eins og t.d. um stóreignaskatt, auðlindaskatt, virkara
skattaeftirlit og fleira. Tillögur okkar hlutu lítinn hljóm-
grunn. Þegartil kom þá vantaði viljann. Hagfræðingar
ASi og VSÍ þeir Björn Björnsson og Vilhjálmur Egilsson
slógu samt öllum við þegar þeir tveir settu fram „sína
persónulegu“ skoðun á því hvort gerlegt væri að lög-
binda lágmarkslaun í landinu. Þar þurftu þeir að fara
3000 ár aftur í tímann til að sýna fram að það hefðu bara
alltaf verið svona launahlutföll og þannig yrði það að
vera.
Það var vissulega lærdómsrikt að ganga í gegnum
þetta tímabil þegar Kvennalistinn tók virkan þátt í stjórn-
armyndunarviðræðunum.
Eftir aö rikisstjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð
hafa allmargir haft orð á því við Kvennalistakonur að
þeir hefðu gjarnan viljað sjá Kvennalistann í ríkisstjórn,
þá heföu hlutirnir verið öðruvísi. Á því er enginn vafi að
Kvennalistinn hefði aldrei skrifað undir plagg einsog þá
starfsáætlun sem núverandi ríkisstjórn hefur sett fram.
Þegar Kvennalistinn fór til viðræðna við hina flokkana
var þeim strax gerð grein fyrir því að það væru ákveðin
grundvallarmálefni sem ekki yrði „verslað" með. Við
gerðum okkur fulla grein fyrir því að ekki yrði hægt að
fá öll skilyrði okkar fram, en Ijóst var að konur töldu ekki
unnt að fara í ríkisstjórn án þess að bæta kjör hinna
lægstlaunuöu. Auk þess var lögð rík áhersla á umhverf-
ismál, skólamál, húsnæðismál, valddreifingu og utan-
ríkismál.
í stjórnarmyndunarviðræðunum í vor lögðu Kvenna-
listakonur fram tillögu að málefnagrundvelli fyrir vænt-
anlega ríkisstjórn. Ennfremur var lögð fram tillaga að
markmiðum ríkisstjórnarinnar, þar sem fram koma
meginmarkmið okkar í ríkisstjórnarsamstarfi. Málefna-
grundvöllurinn var vel undirbúinn og er að sjálfsögðu
byggður á þeirri stefnuskrá sem Kvennalistinn setti
fram fyrir kosningarnar í vor. Hann birtist í heild sinni
hér á eftir sem og tillaga okkar að meginmarkmiðum
ríkisstjórnarinnar. Rétt er að ítreka það hér að málefna-
grundvöllurinn var ekki settur saman af fámennum hóp
heldur tóku margar konur þátt í starfinu.
Það kom skýrt fram í allri umræðu í tengslum við
stjórnarmyndunarviðræðurnar að Kvennalistakonur
alls staðar á landinu töldu að meginverkefni nýrrar ríkis-
stjórnar ætti að vera að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu
i þjóðfélaginu og einnig að leggja sérstaka áherslu á að
bæta stöðu kvenna. Ekki tókst að þessu sinni aö ná
samstööu með neinum um þessi verkefni þannig að
ekkert varö af því að Kvennalistinn færi i ríkisstjórn í
þetta sinn.