Vera - 01.10.1987, Qupperneq 32

Vera - 01.10.1987, Qupperneq 32
landi með byggðasjónarmið í huga. Fiskur verði ekki fluttur óunninn úr landi, meðan vinnslustöðv- ar eru verkefnalausar. 3) Bónus í fiskvinnslu verði afnuminn, kjör fisk- vinnslufólks bætt og atvinnuöryggi tryggt. Landbúnaður 1) Lokiö verði gerð jarðabókar og gerð áætlun um nýtingu landsins m.t.t. landgæða og nýtingar. 2) Þak verði sett á stærð búa, tillit tekið til hlunninda og framleiðsla landbúnaðarafurða verði bundin við lögbýli. 3) Kaupum á fullvirðisrétti jarða veröi hætt. 4) Ríkissjóður kaupi jarðir einkum í jaðarbyggðum ef bændur vilja hætta búskap þar. 5) Aukin verði úrvinnsla landbúnaðarafurða sem næst framleiðslustað og áhersla lögð á fullvinnslu. 6) Endurskoða þarf sjóðakerfi landbúnaðarins, draga úr yfirbyggingu og miðstýringu í landbúnaði og fækka milliliðum. Iðnaður 1) Efla þarf matvælaiðnað, endurvinnsluiðnað og léttan iðnað, m.a. með því að bjóða afgangsorku á hagstæðu verði. 2) Eflaþarf ferðaþjónustu, þarsem lögð verði áhersla á bætta aöstöðu til móttöku ferðamanna um allt land og verndun dýrmætrar náttúru landsins. 3) Látið verði af frekari stóriðjuáætlunum og virkjana- framkvæmdum tengdurn þeim. Stóriðjunefnd verði lögð niður. IV Byggðamál 1) Leita þarf leiðatil aðhaldafjármagni í heimabyggð í ríkara mæli en nú er og tryggja stöðugleika at- vinnulífs og þjónustu á landsbyggðinni. 2) Staðið verði við framlög til Jöfnunarsjóös sveitar- félaga. 3) Unnið verði markvisst að uppbyggingu flugvalla, vega og hafna á landsbyggðinni. 4) Sama gjaldskrá verði tekin upp innan hvers svæð- isnúmers Pósts og síma. Opinberar stofnanir verði settar á landsnúmer. Leita þarf sambærilegs jöfn- uðar milli dreibýlis og þéttbýlis varðandi orku- kostnað og vöruverð. 5) Gera skal fólki kleift að hafa bein áhrif í lands- og sveitarstjórnarmálum. Auka þarf rétt þess til um- fjöllunar og atkvæðagreiðslu um einstök sveitar- stjórnarmálefni sem og landsmál. 6) Ríkisútvarpið komi áfót svæðisbundnum útvarps- stöðvum um allt land. V Umhverfismál 1) Sett verði heildarlöggjöf um umhverfismál og kom- ið á fót sérstöku ráðuneyti umhverfismála. Ekki verði um aukna starfsemi að ræða, heldur safnað undir einn hatt stofnunum og verkefnum, sem nú heyra undir hin ýmsu ráöuneyti og samráð tryggt á öllum sviðum umhverfismála. 2) Gerð verði áætlun um nýtingu landsins, sem tekur fyrst og fremst mið af varðveislu og endurheimt landgæða. 3) Tekin verði upp markviss umhverfisfræðsla. VI Heilbrigðis- og félagsmál 1) Leggja þarf megináherslu á fyrirbyggjandi heilsu- vernd. í því felst m.a. aukin heilbrigðisfræðsla meðal almennings og í skólum. Jafnframt verður að gera fólki efnahagslega og félagslega kleift að velja sér heilsusamlega lifnaðarhætti. 2) Standa þarf við það meginsjónarmið laga um heilbrigðisþjónustu að hún sé öllum aðgengileg, óháð tekjum. Sporna þarf við einkarekstri í heil- brigðisþjónustu sem leitt geti til mismununar. 3) Gera þarf stórátak i geðheilbrigðismálum barna og unglinga. Málefni fatlaðra 1) Ákvæðum laga um fatlaða verði framfylgt og tryggt að fé til framkvæmdasjóös fatlaðra verði ekki skert, né heldur það fé sem þeim ber úr erfðafjár- sjóði. 2) Þjónustu við fatlaða þarf að veita í heimabyggð. Þegar ekki verður hjá því komist að sækja annað og sérstaklega ef fötlun veldur búseturöskun þurfa tryggingar að mæta þeim kostnaði. Málefni aldraðra 1) Tryggja skal nægjanlegt fjármagn til að framfylgja ákvæðum laga um aldraða. 2) Öldruðum sem búa í heimahúsum þarf að tryggja heimahjúkrun og heimilishjálp, auk reglubundinn- ar skoðunar. Endurskoða þarf kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga hvað varðar þessa þjónustu. Ofbeldi 1) Rekstur Kvennaathvarfsins í Reykjavík verði tryggður með nægjanlegu fjármagni. 2) Koma þarf upp neyðarmóttöku fyrir börn sem hafa verið beitt ofbeldi og veita þeim og fjölskyldum þeirra aðstoð. 3) Fræða þarf fólk sem vinnur með börn og unglinga um áhrif ofbeldis á börn til að geta brugðist við þegar slíkt kemur upp. 4) Staða barna verði styrkt með því að stofna embætti barnamálsvara sem gæta skal réttar og hagsmuna barnsins í öllum málum bæði gagnvart foreldrum og stjórnkerfi. 5) Stöðva þarf sölu og útbreiðslu á klámi eins og lög gera ráð fyrir.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.