Vera - 01.10.1987, Qupperneq 33

Vera - 01.10.1987, Qupperneq 33
Húsnæöismál 1) Taka þarf tillit til fjölskylduaðstæðna og eigna í lán- veitingum úr byggðasjóðunum. 2) Gera þarf áætlun um byggingu leiguhúsnæðis í samræmi við könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði sem gerð var nýlega. Ákveðinni upphæð verði ár- lega veitt í þetta verkefni þar til þörfinni er fullnægt. 3) Leysa þarf húsnæðisvanda fatlaðra og aldraðra. 4) Leita þarf leiðréttingar á vanda misgengishópsins. 5) Miðaskal húsnæðisframlag viðfjölskyldustærðog tekjur. VII Uppeldis-, mennta- og menningarmál 1) Framlag til lista og menningarmála verði bundið við ákveðna hlutfallstölu á fjárlögum, þ.e. a.m.k. 1% af A-hluta fjárlaga. 2) Átak skal gert í uppbyggingu dagvista. Varið skal 0,8% af A-hluta fjárlaga í þennan lið árlega þar til að þörf er fullnægt. Kostnaðarhlutdeild ríkisins vegna byggingar dagvistarheimila verði endur- skoðuð með aukna hlutdeild ríkisins í huga. 3) Grunn- og framhaldsmenntun verði efld í öllum landsfjórðungum og komið verði á kennslugagna- miðstöðvum í öllum fræðsluumdæmum. 4) Þörfum fyrir sérkennslu þarf að fullnægja og fram- lög til eflingar hennar þurfa tímabundinn forgang við úthlutun fjár til menntamála. 5) Sjálfstæði skóla verði aukið í rekstri og innra starfi. Nemendur, foreldrar og kennarar eigi fulltrúa í skólanefndum. 6) Skóladagur verði samfelldur og nemendum gefinn kostur á viðveru utan kennslustunda auk máltíða í skólanum. 7) Endurskoða þarf fyrirkomulag skólareksturs, skólaselja, heimavista og skólahverfa meö það að markmiði að jafna rétt til náms. 8) Nemendum verði fækkað í fjölmennum námshóp- um, viðmiðunartala verði 24. 9) Námsgagnagerð verði efld. Gætt verði jafnréttis- sjónarmiða við gerð námsefnis. 10) Sett verði rammalöggjöf um framhaldsskóla og skólakostnað. 11) Komið verði á fjarnámi og fullorðinsfræðsla verði efld verulega. 12) Komið verði upp ódýru leiguhúsnæði fyrir þá sem sækja nám fjarri heimabyggð. 13) Námslán dugi til framfærslu. Lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði ekki breytt á þann veg að þau skerði jafnrétti til náms. 14) Efla skal Háskóla íslands sem vísinda- og rann- sóknarstofnun með auknum fjárveitingum til rekstrar og bygginga. 15) Sjálfstæði Háskóla íslands verði virt og hann verði óháður ráðherravaldi við stöðuveitingar. VIII Friðar- og utanríkismál 1) Taka skal skýra afstöðu með því að ísland verði aðili að yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. 2) Hernaðarframkvæmdir hér á landi verði stöðvað- ar. Unnið verði markvisst að atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum með það að markmiði að íslend- ingar verði óháðir hernum hvað varðar atvinnu og efnahag, sem er fyrsti áfangi og ein forsenda þess að erlendur her hverfi héðan. 3) Staðið verði við gerðar samþykktir um þróunarað- stoð. 4) Áhersla verði lögð á gott samstarf við allar þjóðir á alþjóöavettvangi og stuðlað að því að mannréttindi verði virt og vernduð hvar sem er í heiminum og starfsemi Sameinuðu þjóðanna efld. Fögur orð nýju stjórnarinnar Hvað ætlar svo ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Alþýðuflokks að gera? Lesning stefnuyfirlýsingar og starfsáætlunar ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar er að vissu leyti lærdómsrík. Þar er mikið um viljayfirlýsingar. Margt á að athuga og kanna og á allnokkrum stöðum stangast aðgerðir ríkisstjórnarinnar á. Hvað varðar málefni kvenna sérstaklega þá falla þau undir kafla sem nefnist „Fjölskyldu- og jafnréttismál" þar segir í inngangskafla: „Unnið verður að því að treysta stöðu fjölskyldunnar með markvissri fjölskyldu- stefnu, fyrst og fremst með velferð barna fyrir augum. ( samráði við samtök vinnumarkaöarins og sveitar- félög verður leitast við að taka meira tillit til þarfa fjöl- skyldunnar og þess að foreldrar bera jafna ábyrgð á börnum sínum, meðal annars með sveigjanlegum og styttri vinntíma og bættri dagvistunarþjónustu. Átak verður gert til að koma á jafnrétti kvenna og i karla með sérstakri áherslu á launajafnrétti. Störf kvenna hjá hinu opinbera verða endurmetin. Við þetta endurmat verði m.a. höfð hliðsjón af mikilvægi umönnunar- og aðhlynningarstarfa og starfsreynslu á heimilum. Launastefna ríkisins sem aðila að kjarasamningum miði að því að bæta kjör hinna tekjulægstu og að endur- meta störf kenna og stuðla að jafnrétti í launakjörum og hlunnindagreiðslum hjá ríkinu; jafnframt verði kannað hvernig unnt er að gefa foreldrum færi á að fá launa- laust leyfi vegna umönnunar barna þegar sérstaklega stendur á. Unnið verði samkvæmt framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynj- anna. í skatta- og lífeyrismálum og almannatryggingum verður tekið meira tillit til heimavinnandi fólks.“ í þessum stutta kafla er minnst á allnokkur veigamikil atriði og vissulega væri það til hins betra ef þessi áform yrðu að veruleika. Ekki kemur þó fram nein útfærsla á því hvernig ríkisstjórnin ætlar að framkvæma þessa hluti. Benda má á að á síðasta þingi lagði Kvennalistinn fram tillögu á Alþingi sem fjallaði um launalaust leyfi for- eldrafrástörfum vegnaumönnunarbarna. Nú hefurrík- isstjórnin að nokkru leyti tekið þetta mál upp í sáttmála sinn. Spurningin er hins vegar hvort eitthvaö raunhæft verður gert í þessum efnum sem og I launamálunum. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum auka ekki bjartsýni á að stjórnin muni bæta kjör þeirra sem verst eru settir. Til að mynda hefði Kvennalistinn aldrei lagst svo lágt að setja skatt á matvæli. Enda skoruðum við á ríkisstjórnina að falla frá þessum áformum sínum, en ekki dugði það. Ljóst er að meðan að þessi ríkis- stjórn er við völd er þörf á miklu aðhaldi frá öf lugri stjórn- arandstöðu. Þar mun Kvennalistinn ekki láta sitt eftir liggja. Sigrún Jónsdóttir *•

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.