Vera - 01.10.1987, Síða 37

Vera - 01.10.1987, Síða 37
Fundað með ítölskum konum Kvennalistanum hafði borist boð um að senda fulltrúa til Ítalíu um miðjan júní, fulltrúinn átti að segja frá okkur á fundi, sem konur í ítalska kommúnistaflokkn- um stóðu fyrir. Meira vissi ég varla, þegar ég flaug til Rómar þ. 29. júlí. Fundurinn reyndist vera liöur í sumarhátíð kommún- istaflokksins, L’Unita, sem haldin hefurveriöárlegasvo áratugum skiptir einhvers staðar á Ítalíu. í sumar var konunum faliö að sjá um skipulag og dagskrá hátíöar- innar, sem aö þessu sinni var haldin í Tivoli — litilli borg í fjöllunum fyrir ofan Róm. Tivoli er fræg fyrir aldagaml- ar hallir eða villur, þangaö sem fyrirmenn Rómaborgar flýöu undan sumarhitunum niöri á láglendinu. Sú elsta er byggö af Hadrian keisara á annarri öld eftir Krist. Og miðstöö L’Unita reyndist vera í einni af þessum villum; Villa d’Este, sem kardinálinn Ippolitus II d’Este byrjaði aö láta reisa áriö 1550. í þessari villu — í hverjum saln- um á fætur öörum, undir fagurlega skreyttum loftum, höföu konur hreiöraö um sig. í einum sal var bókasýn- ing, í öörum handavinnusýning, í enn einum sífelld kvik- myndasýning. Og í enn einum — lárviðartrén bæröust fyrir heitri nægurgolunni úti fyrir gluggunum, var hald- inn fundur um kraftinn sem stafar af kvenfólkinu. (Mér var sagt aö Lucretia Borgia heföi gróðursett lárviöinn en ég sel það ekki mjög dýrt!) Konurnar í ítalska kommúnistaflokknum höföu sýnt af sér mikinn kraft í ný-yfirstaðinni kosningabaráttu. Þær gáfu út sína eigin stefnuskrá („stefnuskrá flokks- ins okkar er fagurlega orðuö en hún segir lítið. Viö sögö- um hvers vegna og hvernig og til hvers og fyrir hverja. . .“) þær héldu sérstaka kvennafundi, gáfu út blöö og bæklinga, sem þær töldu höfða til kvenna og skorðuð á konur að kjósa kynsystur sínar vegna þess aö konur yrðu sjálfar aö vinna aö sínum málum og það áeigin forsendum. Óflokksbundnum konum, sem starf- aö hafa með óháöu kvennahreyfingunum var boðið aö taka sæti á listum. Þó svo fyrirkomulag kosninga í Ítalíu sé að þvi leyti líkt okkar, að þar er kosið um framboðs- lista ber þaö þó á milli, aö ítalskir listar eru óraðaðir. Hver kjósandi hefur því sex atkvæði, eitt handa flokkn- um en hin fimm notar hann til aö kjósa ákveðnar persónur af þeim lista, þ.e. listanum er raöaö samhliöa þvi sem kosið er. í Kommúnistaflokknum fengu konur því framgengt aö listarnir voru jafnt skiptir á milli kynja og í kosningabaráttunni lögöu þær höfuöáherslu á aö kvenkjósendur kysu konurnar. Árangur baráttunnar var að konum í þingflokki Kommúnistaflokksins fjölgaöi úr um 30 í 76 og þær eru nú 30% þingflokksins. (Á ítalska þinginu eru nú um 10% þingmanna konur.) Þó svo þær sem ég hitti í Róm, væru svekktar yfir tapi flokksins f kosningunum, voru þær þó harla ánægðar meö úrslitin hvað þær sjálfar varöaöi og hafa fullan hug á aö halda baráttunni áfram innan flokksins fyrir auknum hlut kvenna þar. Nú — fundurinn, sem ég sótti fyrir hönd Kvennalistans okkar var kynning á konum, sem sitja Evrópuþingið — ég hef grun um aö okkur hafi verið bætt við eftir þaö umtal sem úrslit íslensku alþingis- kosninganna fékk í ítölskum fjölmiðlum. Við vorum þarna fimm gestirnir: Barbara Schmidbauer frá þýska socialdemokrataflokknum, Birgitte Heinrich frá þýsku Græningjunum, Bodil Boserup frá danska socialista- flokknum og Marisa Rodano frá ítalska kommúnista- flokknum en allar þessar konur eru fulltrúar landa sinna áEvrópuþinginu. Á milli 50 og 100 mannssóttu þennan fund, mest konurog þærvoru áöllumaldri. Þó vakti þaö athygli mína hversu mikiö var af fullorðnum konum. Hver og ein erlendu kvennanna sagði frá störfum kvenna innan síns flokks. Barbara sagöi t.d. frá því aö fyrir fimmtán árum heföu konurnar í SPD fariö fram á kvótaskiptingu í nefndum og ráðum flokksins en það heföi verið fellt þá. Hins vegar samþykkti flokkurinn slíka skiptingu fyrir þremur árum og er nú skylt að hafa ekki minna en 40% af hvoru kyni. Þetta heföi aukið virkni kvenna í störfum innan flokksins og hún geröi sér vonir um að sú aukning myndi skila sér í bættum hlut kvenna sem fulltrúa flokksins út á viö, t.d. á þinginu. Barbara kvaöst vera þeirrar skoöunar aö konur og karl- ar yröu að vinna saman aö málum, ekki sér. Hún reynd- ist vera sú eina okkar, sem var þessarar skoðunar og sú eina sem ekki sýndi skilning (ath! ekki sama og stuðn- ingur!) á sérframboði kvenna. 37

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.