Vera - 01.10.1987, Síða 42

Vera - 01.10.1987, Síða 42
Stelpurnar í skólastofunni Enn eru stelpurnar í brennidepli. Við veltum því áfram fyrir okkur hvernig stelpur verða að konum. Nú beinum við athyglinni að stelpunum í skólastof- unni. Hver eru hugsanleg áhrif skólans og kennar- anna á þá hlutverkskipan kynjanna sem ríkir í dag? Hvernig er andrúmsloftið í skólanum? Er viðmót kennara á annan veg við síelpur en stráka og skipt- ir kyn kennarans einhverju máli í þeim efnum? Fá strákar í raun meira af tíma kennarans og athygli en stelpurnar? Óyggjandi svör við þessum spurning- um og öðrum af líkum toga fást ekki í einu vetfangi, en ýmsar kannanir benda til þess að stelpurnar verði undir í baráttunni um tíma og athygli kennar- anna. Þaö er Ijóst að allt frá fæöingu mótast börn af því umhverfi sem þau lifa I og þeim viöhorfum sem þar gilda. Stelpur og strákar mótast af þeim væntingum sem til þeirra eru geröar og með tímanum læra þau að koma til móts viö þær. Viö sjáum þaö víða aö strax á unga aldri fá börn mismunandi viöbrögö eftir því hvoru kyninu þau tilheyra. Áhrifin koma þó síöur en svo strax í Ijós. Þaö er til dæmis umhugsunarefni — raunar áhyggjuefni — hvað gerist með litlu fyrirmyndarstelpurnar þegar þær veröa stórar. Hvaö verður um frumkvæöiö, áræöiö og sjálfstraustið sem einkenndi þær er þær voru yngri? I mínum huga leikur enginn vafi á því aö þáttur skólans vegur þungt I mótun einstaklinga. Kennarar þurfa stööugt aö minna sjálfa sig á mikilvægi þeirra áhrifa sem væntingar og viðhorf hafa á nemendurna. Stööugt ber aö hafa þaö í huga aö stelpur og strákar eru jafngildir einstaklingar sem eiga aö hafa sömu möguleika og njóta sömu tækifæra. Strax við upphaf skólagöngu veröur aö gæta þess aö greina ekki kynin um of aö — stelpur sér, strákar sér — hvort heldur sem er í leik eöa starfi. Aögreining er ef til vill líklegri til aö viöhalda því misvægi sem bent hefur verið á að fyrir hendi sé í skólanum. Þaö er frá- leitt, sem algengt var í skólum fyrir fáum árum (er þó hugsan- lega einhvers staðar enn í dag), aö hafa hinar ýmsu náms- greinars.s. heimilisfræði, handmennt, íþróttir o.fl. kynskiptar og gera mismunandi kröfur til nemenda eftir kynferöi. Viö munum líka eftir bekkjarskránum þar sem nemendur voru skráöir í hópa eftir kynferði, stelpuhóp og strákahóp, sem ýttu fremur undir togstreitu en samvinnu milli nemenda. Æskileg- ast er að nemendur læri strax aö vinna saman, leika sér sam- an, vera saman sem jafngildir einstaklingar, sem læri að skilja og bera viröingu fyrir skoðunum og gildismati annarra. Kennarar sem telja sig meövitaöa og jafnréttissinnaða taka fegins hendi hverju því efni sem þeir telja aö létt gæti þeim róö- urinn. Fyrir nokkrum árum kom út námsefni fyrir grunnskóla um jafna stöðu kynjanna. Hér er um aö ræöa efni fyrir yngri nemendur „Stelþur — strákar, jafngildir einstaklingar" höf- undur Sigríöur Jónsdóttir og svo efni fyrir eldri nemendur „Stelpur — strákar og starfsval" höfundur Gerður G. Óskars- Ljósmynd: bb. dóttir. Ég hef nokkuð kynnst og unnið meö námsefni yngri nemenda. Þaö samanstendur af litskyggnum og verkefna- blöðum sem ætlaö er aö vekja nemendur til umhugsunar og fá fram umræöu um þá þætti sem einkum hafa áhrif á hug- myndir þeirra um mismunandi hlutverk kynjanna. í þessu námsefni er lögö áhersla á jafngildi einstaklinganna og aö þaö sé eðlilegt aö hver og einn fái að njóta sín I leik og starfi eftir áhuga og getu, óháö kynferði. Ég tel þetta námsefni gott inn- legg í jafnréttisumræðuna og — baráttuna. Þaö vekur nem- endur og kennara til umhugsunar, hvetur til opinnar umræöu og skoöanaskipta heima og í skóla um ýmis þau mál sem snerta börnin sjálf, daglegt líf þeirra og fjölskyldunnar. Þau rýna I eigin barm, bera sig saman, velta fyrir sér hvaö þau þora, vilja og geta og komast að því aö þarfir og þrár ein- staklinga eru sama eðlis — óháö kyni. i allri umræðu um jafnrétti og hlutverk kynja er stóra spurn- ingin — spurningin um viöhorf. Þaö eru viðhorfin sem þarf aö breyta, heima, í skólanum, I námsbókunum og hvar sem er. Þaö er augljóst aö á meöan algengt er aö nemendur svari þeg- ar rætt er um störf fólks „mamma, hún vinnur ekkert hún er bara heirna" er þörf á hugarfarsbreytingu á afstööunni til hlut- verks kvenna. Bryndís Guömundsdóttir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.