Vera - 01.02.1990, Síða 28
NIÐURSKURÐARHNIFUR RIKISSTJORNARINNAR
BITNAR Á
í fjárlögum hverju sinni birtist hugur stjórn-
valda. Þar sést stjórnarstefnan í raun og því
hljótum við að íhuga hvaða áhrif þau munu
hafa á líf fólksins í landinu, við hvaða kjör
heimilum landsins er ætlað að búa á árinu.
Fjárlög nýbyrjaðs árs boða okkur stór-
felldan niðurskurð á opinberum fram-
kvæmdum — samdrátt í þjóðartekjum og at-
vinnuskort. Þau fela í sér samdrátt í þjón-
ustu, þrátt fyrir vaxandi þenslu í ríkiskerf-
inu og þau fela einnig í sér umfangsmiklar
kerfisbreytingar sem menn bera ugg í brjósti
um hvernig koma muni við einstaklinga, fyr-
irtæki og sveitarfélög. Þau fela einnig í sér
stóraukna og óbilgjarna skattheimtu þannig
að margir hafa nú á orði að árið 1990 verði
„skattaárið mikla“.
ÞEIM VERST SETTU
I desember síðastliðnum lá fyrir að tekjur
ríkissjóðs á árinu 1989 myndu nema rúmum 80
milljörðum, en tekjur ríkisins eru nær ein-
göngu skattaríeinu og öðru formi. Tekjuáætlun
ríkissjóðs fyrir árið 1990 eru rúmlega 91 mill-
jarður, eða tæpum 11 milljörðum hærri en á ár-
inu sem leið. Allir þættir í tekjum ríkissjóðs
hækka þannig á milli ára og er of langt að telja
upp aliar þær breytingar. Þó má nefna að tekju-
skattur einstaklinga hækkar um rúma 2 mill-
jarða.
Það er íhugunarvert að um leið og haldið er
fram að verðbólga eigi ekki að fara yfir 16.5%
á árinu, eru í fjárlögunum ýmsar ráðstafanir
sem eru beinlínis verðbólguhvetjandi. Skattar
eru lagðir á orkufyrirtæki í svo ríkum mæli að
þau eru tilneydd að hækka gjaldskrár til þess að
standa í skilum við rfkið. Póstur og sími eiga nú
að skila svo háum arðgreiðslum til ríkisins að
öll afnotagjöld af símtækjum gera ekki betur en
hrökkva til þess. Þvf er stofnunin nauðbeygð til
að hækka gjaldskrár eigi hún að geta haldið
uppi starfsemi og lágmarksframkvæmdum.
Ríkisútvarpið býr við það enn sem fyrr að lög-
boðnar tekjur þess eru frá því teknar. Þar verð-
ur einnig að hækka gjaldskrá ef útvarpinu á að
vera fært að gegna lögboðnu hlutverki sínu.
Þannig mætti áfram telja og yfirleitt má segja
að sterk krafa sé gerð til allra ríkisstofnana, sem
möguleika hafa á sértekjum, að auka þær og
mörgum þeirra er ætlað að skila verulegum
upphæðum til ríkissjóðs.
Víða eru uppi efasemdir um að þessum mark-
miðum verði náð og í ýmsum tilvikum virðist
sem þessar hörðu kröfur um skil í ríkissjóð
muni hindra uppbyggingu og eðlilegan rekstur.
Svo liggur í augum uppi að þessar ráðstafanir
eru auðvitað ekkert annað en aukin skattlagn-
ing á þá sem á þjónustunni þurfa að halda —
skattlagning sem fer beint út í verðlagið. Ef á að
halda verðbólgu niðri þá er ekki skynsamleg-
asta aðferðin að rífa upp vísitöluna með því að
hækka gjaldskrár þjónustustofnana.
Skattheimta ríkisvaldsins virðist nú komin út
á vafasamar brautir. Þegar gengið er svo nærri
gjaldþoli heimilanna að þau geta ekki haldið
uppi eðlilegri neyslu hlýtur innheimtan að
dragast saman.
Virðisaukaskatturinn — ljós í myrkrinu?
Hið nýja ljós í myrkrinu í skattaáformum rík-
isstjórnarinnar, ijósið sem ætlað er að leiða
landsmenn til einföldunar, réttlætis og skil-
virkni í skattamálum, virðisaukaskatturinn, var
tendrað nú um áramótin. Við Kvennalistakonur
höfum frá upphafi verið mótfallnar þessum
skatti og talið að ókostir hans gerðu meira en
vega á móti hugsanlegu hagræði. Spár okkar
virðast ætla að rætast. Flestar þær forsendur
sem honum voru taldar til gildis eru brostnar.
Einföldunin er horfin með ótal undanþágum.
Gengið var á gefin heit með því að hafa skatt-
prósentuna svo háa sem hún er en það býður
óhjákvæmilega heim alls kyns svartamarkaðs-
viðskiptum. Þar fór réttlætið.
Þá hafa bæði einstaklingar og forsvarsmenn
fyrirtækja og sveitarfélaga lýst því að þeir séu
algerlega vanbúnir að taka þessari nýbreytni.
Enda hafa fulltrúar fjármálaráðuneytisins lýst
því að fullkomin óvissa ríki um hvernig til muni
takast með innheimtu þessa skatts. í ljósi þessa
er sýnt að skilvirknin muni eitthvaö láta á sér
standa. Kostnaðurinn við að koma þessari
skattbreytingu á er orðinn óheyrilegur og aug-
ljóst er að með allri þeirri skriffinnsku og
mannahaldi sem til þarf er óhemju dýrt að
fylgja þessu nýja skattkerfi eftir.
Ég vil svo bæta því við að þessi nýi skattur
leggst á fjölmarga þætti í sölu og þjónustu um-
fram söluskattinn. Sveitarfélög þurfa t.d. í
heildina að greiða allt að 800 millj. meira en í
söluskatti. Því hlýtur verðlag að hækka af þess-
um sökum. Þegar svo er litið til þess að gert er
ráð fyrir verulegri kaupmáttarrýrnun enn á
næsta ári hef ég efasemdir um að tekjuáætlun
fjárlaga standist.
Óstoppað gat í fjárlögum
Gjaldahlið fjárlaganna er svo annar kapítuli
og er reyndar með nokkuð hefðbundnum
hætti. Sjálfvirkni kerfisins er mikil og virðast
ekki gerðar neinar marktækar tilraunir til að
stokka það upp. Ríkisstofnunum er ætlað að
spara um 300 millj. kr. í rekstrarkostnaði og er
sá niðurskurður mjög handahófskenndur, að
ekki sé meira sagt. Sparnaðarátakið á síðast-
liðnu ári, þegar átti að lækka launakostnað um
4%, náðist ekki nema að hálfu. Því hafa menn
efasemdir um að betur gangi í ár.
Ljóst er að fé mun skorta til Lánasjóðs ísl.
námsmanna. Einnig mun vanta á að séð sé fyrir
nægilegu fé til ríkisábyrgðar á laununi vegna
gjaldþrota. Heitið hefur verið að matvöruverð
lækki á árinu. Verði staðið við það eru niður-
greiðslur vanáætlaðar um 400-500 millj. Kostn-
aður við ríkisspítalana er vanáætlaður um
a.m.k. 150 miilj. Ætlað er að ná fram umtals-
veröum sparnaði með lækkun lyfjakostnaðar.
Þær áætlanir Itafa aldrei náð fram og engin rök
sjást fyrir því að þetta geti tekist nú fremur en
áður.
Tölur um atvinnuleysi eru hærri nú en sést
hafa í áratugi og búist er við víðtæku og geig-
vænlegu atvinnuleysi á næsta ári. Gangi sú spá
28