Vera - 01.07.1990, Qupperneq 5

Vera - 01.07.1990, Qupperneq 5
mér líkamsstöðu sem hæfði mínu rétta biti. Skakka bitið hafði skekkt allan líkamann. Meira að segja hinir slöku magavöðvar mínir voru afleiðing bitsins. Það réttist úr mér og ég söng hástöf- urn lofsöng til lfkamans, þessa undratækis sem við öll erum út- búin með. Ég lærði að skjóta fram mjöðmunum, þannig að þungi líkamans hvflir á þeim, en vesa- lings mjóbakinu er hlíft. Og ég sem alltaf hafði talið mig vera svo glæsilega háleita, lærði að skjóta hökunni inn undir höfuðið, þannig að slaknaði á hnakkavöðv- um. Ég tók stórt stökk í átt til bata og var ákaflega glöð yfir að hafa fundið áþreifanlega, líkamlega orsök fyrir mígreninu. En eitt er merkilegt. Ef orsök sjúkdóma er að finna á svæðinu kringum munninn teljast þeir ekki sjúk- dómar. Munnur og kjálkar eru Akkelesarhæll tryggingarkerfis- ins. Af þessari frásögn má sjá að Lof- söngur til líkamans er ekkert und- arleg yfirskrift yfir greinaflokk um mígren. Ég er ánægð með mitt mígren, því það hefur opnað augu mín fyrir undrum líkamans. í eftirfarandi greinum er rætt við Helga Valdimarsson, prófessor í ónæmisfræði og Norrnu E. Sam- úelsdóttur, sem lengi hefur þjáðst af mígreni. Þó að það sem þau hafa að segja sé ákaflega ólíkt, er undirtónninn í samtalinu við þau bæði hinn sami. Þau fjalla um leit að leiðinni til betra lífs. Björg Árnadóttir holdsins bönd segir í gamalli stöku. Við værum sjálfsagt allar reiðubúnar, ef okkur tækist að ná andanum úr böndum holdsins og til þess er leikfimin ágæt. Á þess- um tímum líkamsdýrkunar getum við allar gert kroppinn að dýr- legri dómkirkju hugsananna. Hallelúja! Ég hitti í vetur tannlækni sem skildi að líkaminn er musteri sál- arinnar. — Þú ert skakkmynt, sagði hún við mig, láttu athuga hvort það er orsök vanlíðanar þinnar. Svo reyndist vera. Bitsérfræð- ingur sagaði af tönnunum þannig að j^egar ég bít saman rata þær undireins á réttan stað. Áður voru þær lengi að finna sér þægilega stellingu. Mér var líka kennt hvar ég ætti að hafa tunguna í hvfldar- stöðu og það létti mjög spenn- unni af hnakkanum og hafði auk þess önnur áhrif — það skerpti heyrnina. Sjúkraþjálfari kenndi Greinarhötundur á góðri stund Ljósmynd: Anna Fjóla 5

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.