Vera - 01.07.1990, Qupperneq 7

Vera - 01.07.1990, Qupperneq 7
algengar kvartanir fólks með óþolsbæklun: Höfuðverkjaköst með æðaslætti, stundum sjóntruflunum og ógleði: Mígren. Einbeitingarskortur, þrekleysi, kvíði. Vöðvaeymsli, vöðvaverkir. Lofthungur, andþyngsli, án lungna- eða hjartasjúkdóms: Oföndun. Hjartsláttarköst, hjartsláttaró- regla. Brjóstsviði, stundum samfara verkjum undir bringubeini. Hægðatruflanir: Niðurgangur og/eða hægðatregða með vind- gangi og stundum kveisu. Kláði í endaþarmi. Liðverkir án bólgu. Kláðapirringur í húð. Bjúgþroti. Allar lífverur þurfa að geta varðveitt sérkenni sín og innra jafnvægi gegn ytri áhrifum. Ónæmiskerfið sér um þann þátt þessara jafnvægisviðbragða, sem miðar að því að vernda dýr gegn óhóflegri röskun af völdum ör- Ljósmynd: Anna Fjóla vera og annarra framandi lífefna- sambanda, sem sækja að líkama þeirra. Ónæmiskerfið annast líka eyðingu á gömlum aflóga frum- um, og margir telja að það hafi áhrif á vöxt heilbrigðra og af- brigðilegra frumna og þar með út- breiðslu krabbameins. Margvís- legir sjúkdómar eiga rætur að rekja til truflana í ónæmiskerfinu, og má skipta þeim í 4 flokka: Ónæmisbilanir, ofnæmi, sjálfs- ofnæmi og æxli. Ónæmiskerfið hefur eins og fyrr segir það hlutverk að bægja framandi efnum frá líkamanum og útrýma þeim, sem inn í hann komast. Þessari starfsemi getur fylgt talsvert umrót, sem virðist þó vera mjög einstaklingsbundið. Ofnæmi er það kallað þegar þetta umrót verður meira en efni standa til. Mislingaútbrot eru dæmi um eðlilegt umrót sem verður þegar ónæmiskerfið ræðst gegn mislingaveirunni. Barn með bilað ónæmiskerfi getur dáið úr mislingum án þess að það fái nokkur útbrot. Útbrotin orsakast sem sagt ekki af veirunni sjálfri heldur því umróti sem hlýst af því að ónæmiskerfi líkamans útrýmir henni. Efni í umhverfi okkar hafa mis- jafnlega mikla tilhneigingu til þess að orsaka ofnæmi eftir því hversu auðveldlega þau komast inn í líkamann eða tengjast vefj- um hans. Eru sum efni svo virk að þessu leyti, að allir sem komast í snertingu við þau fá meiri eða minni ofnæmiseinkenni. Þannig hafa t.d. ofnæmisskemmdir í lungum af völdum örvera í heyi verið afar algengar í íslenskum 7

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.