Vera - 01.07.1990, Page 9
MÍGREN ER EINS OG
FARG
YFIR MANNI ÖLLUM
Norma E. Samúelsdóttir er móðir
þriggja barna, höfundur þriggja
bóka og mígrensjúklingur frá
unglingsaldri. Fyrir nokkrum ár-
um rakst hún á bæklinga frá sam-
tökum breskra mígrensjúklinga
og komst að því að hún var ekki
ein um þessi óþægindi. hessi upp-
götvun varð til þess að hún skrif-
aði fróðleik um sjúkdóminn í
Dagblaðið og í lok greinarinnar
bað hún fólk urn að „bara stofna
félag“. Hún bjóst svosern ekkert
við að úr því yrði, en fjöldi fólks
hafði samband við hana og
Mígrensamtökin voru stofnuð
árið 1978.
Norma haltrar fram í eldhús og
nær okkur í te. Hún er að koma úr
Hveragerði, þar sem hún hvíldi
sig eftir mikinn mjaðmaskurð.
— Það var skipt um lið í
mjööminni, það er oft gert á fólki
um áttrætt, segir hún og kernur
sér fyrir í sófanum með prjónana.
Iðjusemi er eðli mígrensjúklinga
sem iöulega gera ótal hluti í einu.
Fyrsta mígrenkastið fékk Norma á
ferðalagi um Ítalíu þegar hún var
átján ára.
— Ég hafði borðað heilt kíló af
vínberjum, en Jrá skildi ég ekki
samhengið milli fæðu og heilsu.
Svo vaknaði ég um nóttina, sá
ekkert og ældi þessi ósköp. Okkur
var hent út af farfuglaheimilinu
og það þurfti að fara með mig á
hótel, þar sem ég lá í meira en sól-
arhring. Svo liðu nokkur ár og
einu sinni þegar ég var á síld og
var búin að standa upp á endann
í sólarhring varð mér svona illt í
augunum. Það var farið með mig
til læknis og ég fékk róandi töflur.
Köstin fóru svo að koma tíðar. Ég
valdi mér vinnu eins og frysti-
húsavinnu þar sem rnaður gat ver-
ið veikur einn og einn dag. Það
var ekkert amast við því. Svo
vann ég á skrifstofum og á einni
fékk ég t.d. tímakaup og þá voru
þeir tímar þegar ég var veik
dregnir af mér. Ég varð alltaf veik
þegar eitthvað stóð til. Það end-
aði með að ég varð sérvitringur,
fór aldrei neitt. Það var ekkert til-
hlökkunarefni að fara út að
skemmta sér þegar rnaður varð
alltaf veikur. Ég hafði það á til-
finningunni að fólki fyndist þetta
vera fyrirsláttur, maður var alltaf
svo frískur og hress, en svo þegar
eitthvað stóð til veiktist maður.
En mínir nánustu sáu aö þetta var
engin uppgerð, þó að þeir skildu
ekki sjúkdóminn.
A þessurn tíma var ákaflega lítið
vitað um rnígren og margir litu á
þennan dæmigerða kvennasjúk-
dóm sem móðursýki. í dag er fólk
dálítið fróðara um sjúkdóminn og
Norma E. Samúelsdóttlr
er móöir þriggja
barna, höfundur
þriggja bóka og
mígrensjúklingur fró
unglingsaldri.
Ljósmynd: B.Á.
þeir sem af honum þjást reyna
með ýmsum aðferðum að losa sig
við hann.
— Ég hef prófað allt milli him-
ins og jarðar, segir Norma. Ef ein-
hver minnist á að eitthvað hafi
gert einhverjum gott, þá prófa ég
það. Ég nota útilokunarieiðina,
hef látið mynda höfuðið, farið í
nálarstungu og svæðameðferð,
breytt mataræði, en leitin byrjaði
hjá augnlækni, því að sjónin
dofnaði í köstum. Blessaðir lækn-
arnir, þeir geta svo lítið sagt við
konu í mígrenkasti. Þeir ráðlögðu
mér að synda og fara út að ganga,
en það er það versta sem ég geri
þegar ég er að fá kast. Á tímabili
prófaði ég öll vítamín við þessu.
Það er nú einhvern veginn þannig
að þegar maður er svona lasinn
leiðist maður dálítið út í dul-
hyggju. Égskrifaði Einari á Einars-
stöðum og leitaði ýmissa miðla.
En það er eins og allt verði að hafa
sinn gang. Mér hefur alltaf liðið
illa af lyfjum sem maður tekur í
köstum til að vfkka út æðarnar.
Mér finnst eins og allar æðar séu
að springa. Nú tek ég fyrirbyggj-
andi lyf og líður ágætlega af þeirn.
Það er svo erfitt að útskýra þenn-
an verk, það er eins og hann sé
ekki bara f höfðinu, heldur er eins
og farg yfir manni öllum. Það er
ekki hægt að greina sundur lík-
ama og sál.
9