Vera - 01.07.1990, Side 10

Vera - 01.07.1990, Side 10
I bókinni „Næstsíðasti dagur árs- ins“, sem kom út árið 1979, lýsir Norma lífi konu sem á við svipuð vandamál að stríða og hún sjálf. Nýjasta bók hennar, sem hún nú gengur með á milli útgefenda, heitir Óþol. Nafnið lýsir vel líðan mígrensjúklingsins, þó aldrei sé minnst á sjúkdóminn í bókinni. — Skriftirnar hafa að vissu leyti bjargað mér. En skriftir geta líka verið einskonar flótti. Lista- fólk á oft erfitt með að umgangast aðra. En maður verður að læra að lifa meðal fólks. Það er ekki hægt að vera án samskipta við fólk. Eg er í hópþerapíu hjá sálfræðingi, þar sem ég er að reyna að læra að skilja tilfinningar mínar. Ef mér sárnar reyni ég að tala um það í staðinn fyrir að láta það mygla innan í mér. Mígrenið er líka eitt- hvað að minnka. En það má aldrei neitt fara úr skorðum, þá hleypur einhver krampi í líkama og sál. En mér hefur oft fundist köstin vera algjör hreinsun. Mér líður vel eftir þau eins og ég hafi losað mig við fullt af drasli úr líkamanum. Ég held að mitt mígren stafi af ein- hverjum persónulegum galla, ein- hverju óþoli sem ég er að reyna að skrifa mig frá. Mígrensamtökin hafa nú starfað í tólf ár. Félagar eru um 250 talsins, meirihlutinn konur. Á þessum tíma hefur verið dauft yfir rann- sóknum á sjúkdómnum, bæði hérlendis og erlendis. Því hefur fátt áþreifanlegt gerst í málum mígrensjúklinga, en viðhorfs- Norma meö prjónana breytingin gagnvart sjúklingum ° spjalli viö dóttur sína sem orðið hefur er umtalsverð. Þetta er ekki lengur afgreitt ein- göngu sem móðursýki tengd lík- amsstarfsemi kvenna. — En mér finnst félagið ekki hafa breytt nógu miklu. Stjórnin hefur alltaf verið öll af vilja gerð, en það er erfitt að virkja félagana. Það er ekki nóg að baka kökur. Fé- lagar verða að hittast og tala sam- an um sín mál, svona eins og gert er hjá AA-samtökunum. Kannski hefur eðli sjúkdómsins eitthvað að segja um hve erfitt er að virkja fólkið. Það getur ekki mætt í köst- um og á milli kasta vill það bara gleyma höfuðverknum. Og svo er þetta hálfgert kvennafélag — og konur eru ekki eins duglegar og karlar að trana sér fram og koma sínum málum að. Þær berjast oft- ar fyrir aðra en sjálfar sig! Mígren er ættgengur sjúkdómur. Eitthvað var víst um hann hjá föð- urfólki Normu í Skotlandi. Og ein dóttir hennar er farin að fá höfuð- verk. Hjá hinum börnunum brýst þetta óþol út í formi útbrota. — Áður en sú yngsta var fermd steyptist hún öll út eins og svo oft áður, þá hringdi ég í mann sem biður fyrir fólki. Ég er ekki bein- línis trúuð, en endalaust leitandi. Ég er ekki föst í neinu. En ég er sannfærð um að góðar hugsanir hjálpa. Ég finn áhrifin ef einhver biður fyrir mér, þá er ég ekki ein í kastinu því einhverjum er ekki sama um mig. Dóttir mín vissi ekki að beðið var fyrir henni, en samt lagaðist hún. Kannski hefur hún fundið að ég róaðist þegar ég var búin að safna í mig kjarki til að hringja í manninn og setja þetta í einhvers hendur. Ég er alltaf skeptísk gagnvart öllu, en ég prófa það samt, ef ég tel að það sé af því góða, segir Norma og kreistir bleikan bergkristal sér til halds og trausts. — En auðvitað eru þetta allt- saman hækjur, segir hún og sýnir mér mynd sem birtist í fréttabréfi Mígrensamtakanna. Myndin sýnir mann sem situr með öxi á bóla- kafi í höfðinu og er að sauma sam- an gatið sem öxin skildi eftir á hattinum hans. Það er kannski þetta sem við manneskjurnar er- um alltaf að gera í baráttu okkar við sjúkdóma. Að sauma saman hattinn, en skilja öxina eftir í sár- inu. B.Á. UM MÍGREN Hemicrania er latneskt orð og þýðir hálft höfuð. Af því er enska orðið migraine dregið. Á íslensku hefur formið mígren verið valið. Nafnið er þannig til komið, að höfuðverkurinn er annaðhvort í hægri eða vinstri helmingi og ým- ist í fram- eða afturhluta höfuðs. Verkurinn getur flust á milli höf- uðhelminga og getur einnig dreifst víðar. Til eru ýmsar teg- undir mígrens. Þær algengustu eru: Klassískt mígren, sem gerir að jafnaði boð á undan sér t.d. með sjóntruflunum, kæti, óslökkandi þorsta, löngun í sætindi, höfga eða votti af þunglyndi. Almennt mígren, sem er lang algengast. Það gerir ekki boð á undan sér. Höfuðverkurinn fer vaxandi uns hann nær hámarki og getur síðan staðið í nokkrar klukkustundir eða jafnvel sólar- hringa. Mígrenhöfuðverk fylgir oft dofi, svimi, máttleysi, ógleði, sjón- og taltruflanir. Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur mígreni. Talið er að sum einkennin stafi af annars vegar samdrætti og hins vegar útvíkkun í æðum í höfði. Ýmislegt hefur reynst hafa áhrif á sjúkdóminn, t.d. hormónastarfsemi, streita, mataræði og önnur umhverfis- áhrif. Fólk byrjar oft að þjást af mígren á unglingsárunum. Óþægindin byrja sjaldan eftir fertugt. Konum er þrisvar sinnum hættara við mígren en karlmönnum. Áætlað er að um 20% kvenna í okkar heimshluta líði af þessum kvilla. Um það bil 70% mígrensjúklinga eiga ættingja sem þjást af sjúk- dómnum. Sumum duga venjulegar verkja- töflur við mígreni. Til eru nokkr- ar tegundir fyrirbyggjandi lyfja, sem taka má reglulega þegar sjúk- dómurinn er kominn á það stig að hann setji lífið úr skorðum, eða ef hann kemur með reglulegu milli- bili t.d. við tíðir. Séu lyf eingöngu tekin í köstum, þarf að bregðast fljótt við svo aö þau hafi tilætluð áhrif. Ergotamínlyf sem tekin eru nógu snemma geta komið í veg fyrir kast. Hver og einn veröur að finna þau lyf sem henta honum best og þá lifnaðarhætti sem halda sjúkdómnum í skefjum. 10

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.