Vera - 01.07.1990, Síða 12

Vera - 01.07.1990, Síða 12
SUM SYNGJA EKKI UPPHÁTT Rœtt við Sigríði Pálmadóttur, tónmenntakennara Þrjár dömur á öðru árinu trítla inn í tónlistartímann sinn á dag- hcimilinu. í>ær setjast á dýnur ásamt fóstrum og Sigríði Pálma- dóttur, tónlistarkennara. Nöfnin þeirra eru sungin og hrynjandin í þeim klöppuð Heið-dís, Ás-laug, Björk. Tónlistin býr í öllu, jafnvel í nöfnunum okkar. Á gólfinu eru ýmis hljóðfæri, bjöllur, hristur og einföld ásláttarhljóðfæri. Stelp- urnar handleika hljóðgjafana og Sigríður syngur frumsamið lag. Hún fylgir hljóðfæraleik þeirra, bæði tónhæð og takti. Þær eru fullar áhuga, en nærvera mín og annars gests hefur þó dálítið trufl- andi áhrif, því þær eru önnum kafnar við að sjá um að við höfum líka hljóðfæri. Svona er kveneðlið göfugt, hugsa ég. í næsta hópi eru strákar í meirihluta. Um leið og þeir sjá að komnir eru gestir rétta þeir okkur hljóðfæri. Ég tek aftur kenningu mína um kveneðlið, en finn aðra skýringu á skemmtilegri framkomu barnanna. Tónlistar- uppeldið hlýtur að hafa svona góð áhrif á félagsþroskann. Tónlistarkennslan á Vesturborg er samvinnuverkefni Fósturskóla ís- lands og Dagvistar barna í Reykja- vík. Sigríður Pálmadóttir, sem er tónmenntakennari við Fóstur- skólann, kemur tvisvar í viku á dagheimilið og leiðbeinir börn- unum í samvinnu við fóstrurnar. Auk þess fá fóstrurnar einn tíma í viku til að skipuleggja starfið og ræða hvernig tónlistin getur nýst þeim í hinu daglega uppeldis- starfi. Fyrir utan tímana hjá Sigríði og söng og tónlist í daglegu starfi fá börnin á Vesturborg líka heim- sóknir. Stundum koma nemendur úr tónlistarskólum og spila fyrir þau og stundum fara þau sjálf í heimsóknir. Þau hafa farið á æf- ingar og tónleika hjá Sinfóníu- hljómsveitinni og til stendur að fara á tónlistardeild Ríkisútvarps- ins. Tiraunin á Vesturborg byrjaði þannig að fyrrverandi nemandi Sigríðar hringdi í hana og sagði aö fóstrurnar hefðu áhuga á að vinna meira með tónlist og vildu fá ein- hvern sér til halds og trausts. Sigríður var þá nýbyrjuð hjá Fóst- urskólanum, eftir að hafa kennt í 23 ár í Tónmenntaskólanum í Reykjavík. Þar hafði hún aldrei kennt yngri börnum en sex ára, en fannst nauösynlegt fyrir kenn- ara í Fósturskólanum að þekkja þær aðstæður sem fóstrur vinna við. Hún réði sig því á dagheimilið þrjár stundir á viku. Það endaði með því að Fósturskólinn og Reykjavíkurborg ákváðu að halda áfram að þróa þetta verkefni. Og fósturnar eru ákaflega ánægðar með árangurinn. Inni á kaffistofu sitja þær Brynja Blumenstein og Rannveig Bjarnadóttir og tala um hve söngurinn létti þeim störfin og hve jákvæð áhrif tónlistarnám- ið hafi á börnin. — Það er mikill munur á því hvernig börn skynja hljóð og tón- list þegar þau hafa veriö þjálfuð í að hlusta. Þau eiga það til að taka tvær klukkur og bera þær upp að eyrunum til að hlusta á tónlistina í þeim. Og ein lítil stúlka sem er mjög erfið og feimin, hún ljómar öll þegar hún heyrir klassíska tón- list og leggst oft fyrir til aö hlusta. Þau bera svo mikla virðingu fyrir tónlistinni. Þegar við vorum að vinna með fugla áttu allir að búa til lag um sinn fugl og þegar lögin voru spiluð hlustuðu allir hljóðir og sögðu svo að lögin væru æöis- leg, segja þær. — Markviss hlustun felur í sér ákveðna ögun, segir Sigríður. Það er mikilvægt að læra að hlusta í okkar umhverfi sem er svo hávært og áleitið að það verkar sljóvg- andi. Fóstrurnar halda áfram að segja frá jákvæðum áhrifum tónlistar- uppeldisins. — Það verður lag úr öllu hjá börnunum. Við syngjum til dæm- is eigin lög um það að klæða sig úr og í. Þá eru þau snögg að því og gleyma öllu öðru á meðan. Og svo er náttúrlega sungið í rólun- um og vegasöltunum og allir hóp- ast í kring um sönginn. Sigríður heldur að sönggleðin í rólunum og vegasöltuum stafi af því að hreyfing fæðir af sér tón- list. — Það er til dæmis algengt að fólk syngi í bfl. Fjölskyldur sem aldrei syngja saman, syngja oft í bfl. Fólk skynjar hreyfingu bflsins og sér umhverfið líða hjá. Kennsla Sigríðar felst í að örva börnin til að hlusta á hljóð og tóna — til að gefa frá sér hljóð og tóna. Til þess notar hún margs konar hljóðgjafa, en röddin er mikilvægasta hljóðfærið. Röddin tengir tónlistina eigin líkama, hún er það hljóðfæri sem við fá- um í vöggugjöf. „Söngur er hverju barni eðlilegur tjáningar- máti. Við þekkjum börn sem syngja löngu áður en þau byrja að tala. Sjálfsprottinn söngur barna sýnir þörf þeirra til að tjá sig og um leiö ákveðna viðleitni til að halda tilfinningalegu jafnvægi. í söngnum kemur sköpunargleðin 12

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.