Vera - 01.07.1990, Síða 14

Vera - 01.07.1990, Síða 14
ust misfagrir tónar. Þarna kenndi Sigríður á blokkflautu í einkatím- um og tónfræði í hóptímum. Hún tók ásamt öðrum kennurum þátt í uppbyggingu skólans undir öt- ulli stjórn Stefáns Edelsteins, en faðir hans dr. Heinz Edelstein hafði unnið brautryðjendastarfið við skólann, sem nú heitir Tón- menntaskólinn í Reykjavík. Við Barnamúsíkskólann tengjast marg- ar af mínum ljúfustu æskuminn- ingum, en aldrei datt mér í hug í þá daga að bak við þessar skemmti- legu kennslustundir lægi ómæld vinna kennarans. Sigríður hlær er ég segi það. — Það er mikilvægt að börnin skynji ekki uppeldisfræðina á bak við kennsluna. Kennarinn þarf að hafa trausta fagþekkingu og ákveðin markmið. En kennslan er alltaf mannleg samskipti sem ekki er hægt að ákveða fyrirfram. Sé kennarinn vel undir tímann bú- inn og viti hvað hann ætlar sér, þá er hann hæfari til að vinna úr því sem gerist í tímanum, segir hún. Sigríður hefur gert fleira en að opna undraveröld tónlistarinnar fyrir ungum börnum. Fyrir fjór- um árum skolaði henni af tilviljun á land í Fósturskólanum og hún kenndi um skeið íbáðum skólun- um. Þegar staða tónmenntakenn- ara í Fósturskólanum losnaði fékk Sigríður hana. Auk þess sem hún kennir og vinnur að þróunarverk- efninu á Vesturborg, er hún að semja námsefni fyrir Fósturskól- ann. Og svo heldur hún námskeið og fer á starfsdaga þar sem hún sýnir starfsfólki uppeldisstofnana leiðir til tónlistarkennslu. Hún fer líka á foreldrakvöld og talar um börn og tónlist. Megininntakið í kennslufræði Sigríðar er það að tónlistarupp- eldi sé nauðsynlegt í mjög víðum skilningi. Tónnæmi, hæfileikinn til að nema hljóð og tóna byggi á tilfinninga-, hreyfi- og vitþroska einstaklingsins og sé því hluti af almennum þroska hans. Tónlist- aruppeldi er þvf ekki eingöngu þáttur í faguruppeldi barnsins, heldur í allri mótun þess. — Markmið okkar hér á dag- heimilinu eru dálítið önnur en í tónlistarskólunum. Hér reynum við að finna leiðir til að nýta tón- listina sem almennan uppeldis- þátt. Ég vil ekki kalla það sem við gerum kennslu heldur ræktun. Ef börn á leikskólaaldri fengju tæki- færi til þessarar ræktunar, þá væru þau líka betur í stakk búin til að fara ítónlistarskóla. Leikskólaald- urinn, eins og forskólaaldurinn er kallaður núna, er mjög mikilvægt næmiskeið í tónlistaruppeldi barna. Tónlistariðkun er ögun til að öðlast frelsi, það á hún sameig- inlegt með iðkun annarra list- greina. A bernskuheimili Sigríðar var mikill tónlistaráhugi, móöirin tónelsk og systkinunum var gef- inn kostur á að stunda hljóðfæra- nám. Hún byrjaði átta ára í spila- tímum hjá Gunnari Sigurgeirssyni og svo var hún í Laugarnesskóla, þar sem Ingólfur Guðbrandsson kenndisöng. — Sú kennsla hefur nýst mér alla tíð. Eldmóðurinn og söng- gleðin var svo mikil. Ég söng í kór hjá Ingólfi og þar höfðum við allt- af einhver markmið að vinna að, sem er mjög mikilvægt í svona starfi. Um það bil sem Sigríður var að ljúka stúdentsprófi ákvað hún að gerast tónlistarkennari. Hún hafði aldrei verið í Tónlistarskól- anum í Reykjavík, en síðasta vet- urinn í menntaskóla sótti hún einkatíma hjá dr. Róberti Abra- ham Ottóssyni. — Þessir tímar voru mér mjög dýrmætir. Hann tók mig í gegn, var með heyrnarþjálfun, kenndi mér á píanó, tónfræði og hljóm- fræði. Ég var hjá honum allt sum- arið. En eftir því sem leið á sumar- ið dró af mér og ég var að hugsa um að fresta Þýskalandsförinni, talaði um að vera heima næsta vet- ur. Róbert skipaði mér að senda skeyti til að komast í inntökupróf, hann hratt mér eiginlega úr landi. Og tímarnir hjá honum dugðu mér í inntökuprófið. Þessi fjögur ár í Köln voru mikil og skemmti- leg reynsla. Þar var iðkuð gömul tónlist, en þar heyrðist líka það allra nýjasta. í skólanum var mað- ur þátttakandi í tónlist af ýmsum toga, en ég sótti einnig mikið tón- leika. Það var líka gaman að koma heim. Hér var mikil gróska í tón- listarlífinu og það var spennandi að takast á við kennsluna, þar sem menntun mín nýttist mér mjög vel. Sumir nemenda Sigríðar hafa fet- að í fótspor hennar og fást við að sá frjókornum tónlistarinnar í ungar sálir. Aðrir eru í sinfóní- unni, sumir einleikarar. Og svo eru það öll við hin sem ekki gerð- um tónlistina að ævistarfi, en lærðum að hlusta á hljóð heims- ins. Við grípum stundum í hljóð- færin okkur til gleði eða rekum upp rokur í góðra vina hópi. Nú bætast börnin á Vesturborg i' okk- ar hóp. Kannski verða þau öll tón- skáld og hljómsveitarstjórar. Hver veit. En hvað sem þau verða er eitt öruggt — ræktun tónlistar- taugarinnar í þeint mun gera þau hæfari til að skila eðli og njóta tónlistarinnar. 14

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.