Vera - 01.12.1991, Síða 18

Vera - 01.12.1991, Síða 18
BORGARMÁL Tekur hin almenna Kvennalistakona virkan þátt í borgarmálunum? Margrét: Mér finnst listinn sem bauð fram til borgarstjórnar af- skaplega óvirkur, það eru þessar nefndakonur sem vinna að mál- efnum Kvennalistans í borg- arstjórn og aðrar ekki. Guðrún: En er það ekki þannig líka með þingflokkslistann? Það eru ailir í fullri vinnu og það er misjafnt hvað fólk vill splæsa af tima sínum. Það er takmarkað hvað hægt er að ætlast til af fólki, það er ekki hægt að vera virkur á öflum vigstöðvum og fófk velur hvar það vill vera virkt. Gerla: Það er ekki hægt að ætlast til þess að fá inn einu sinni í mánuði eða annan hvern mánuð einhveija manneskju sem getur tekið þátt í þessum umræðum sem hér fara fram. Það er erfitt að detta inn í þetta því að vlð erum alltaf í framhaldsumræðu. En auðvitað berum við mál undir aðra, við erum ekki „sóló“ í þessu. Hinsvegar væri gott að halda oftar fundi í kringum nefndirnar eins og við gerðum í sambandi við dagvistunarmál í einu laugar- dagskaffinu. Elín: Ég skil vel að kona úti í bæ, þó hún hafi áhuga á borgar- málum, finni kannski ekki hjá sér hvöt til að mæta upp úr þurru á borgarmálafundi. Guðrún: Nema þá að það sé eitthvert mál sem brennur á viðkomandi, t.d. vegna vinnunnar eða persónulegra aðstæðna. Elín: Munurlnn á borgarstjórn og AJþingi er m.a. sá að á Alþingi eru greidd full laun. Það er gert ráð íyrir að þingmennska sé full vinna. En það er ekki gert ráð fyrir því að það að vera í borgarstjórn eða í ráðum og nefndum á vegum borgarinnar sé full vinna. Þar er einungis um þóknun að ræða og það þýðir í ílestum tilvikum að það er litið á þetta sem þegn- skylduvinnu með starfinu sem fólk gegnir. Hins vegar segir það ekkert til um það hvað þarf til að geta sinnt starfinu nógu vel. Á meðan ég var varaborgarfulltrúi minnkaði ég við mig vinnuna í 18 Borgarráðið hefur skánað mikið síðan Davíð hœtti. Ég mótmœli því sem stundum er sagt að þaó komist aldrei neitt til framkvœmda af okkar málum. hálfa stöðu. Ég hefði eflaust hald- ið þvi áfram ef breytingar hefðu ekki orðið á fjölskyldulífi mínu á síðastliðnu ári. Margrét: Ég vil ítreka það að fundir borgarmálahóps eru opnir öllum Kvennalistakonum og það er mjög gaman þegar einhver kíkir inn. Hólmfriður: Já það er virkilega gaman þegar konur mæta og tala um það sem brennur á þeim í sambandi við borgarmálin. Við erum líka með konur í kringum okkur sem við hringjum í til að fá ábendingar. Ef það er ekki Elín þá eru það einhveijar aðrar sem fylgjast sérstaklega með viðkom- andi nefnd eða starfa einhvers staðar í kerfinu og hafa ýmsa þekkingu sem nýtist innan þess- arar nefndar. Elín: Já og það eru margar konur sem ber ekki mikið á innan Kvennalistans sem hringja í mig og gefa mér ábendingar um eitt og annað. Guðrún: Það er einnig töluvert hringt í okkur og við beðnar um að kanna hin og þessi mál. Við erum með fagfólk víðsvegar um bæinn sem við leitum til, eða það leitar til okkar. Elín: Þetta er spennandi og skemmtilegt, enda erum við í borgarmálum að móta nánasta umhverfi okkar. Hinsvegar er nánast engin umQöllun um borg- armál í fjölmiðlum. Á Alþingi eru fastar myndavélar á þessum full- trúum okkar og stöðugar fréttir af þingi. Það hafa oft verið fluttar tillögur í borgarstjórn um að það verði reglulegur fréttaflutningur af borgarstjórnarfundum, jafnvel beint útvarp eða sjónvarp, en það hefur alltaf verið fellt. Ég held að fólk geri sér því ekki grein fyrir því mikla starfi sem Kvennalistinn vinnur innan borgarinnar. Gerla: Ég mótmæli því sem stundum er sagt að það komist aldrei neitt til framkvæmda af okkar málum. Við þurfum stund- um að sitja undir því að koma með hugmyndirnar, þær eru felldar eða svæfðar, en koma svo ári seinna frá Sjálfstæðisflokkn- um. En mér finnst betra að góðar hugmyndir séu framkvæmdar, þó að Sjálfstæðisflokkurinn eigni sér þær, heldur en að þær séu ekki framkvæmdar. Elín: Gott dæmi um þetta er Hafnarhúsið. Við komum með tillögu um að gera Hafnarhúsið að einhvers konar lista- og versl- unarmiðstöð. Nú eru það ekki bara Sjálfstæðismenn heldur Þró- unarfélagið og ýmsir aðrir sem ræða um þetta sem sína tillögu. Hólmfríður: Þetta gerist oft hljóð- látlega. Aðstæður heyrnarskertra barna voru t.d. ömurlegar því ekkert var gert fyrir þau fyrr en þau komust í Heyrnleysingja- skólann sex eða sjö ára. Nú er búið að stofna deild við eitt barnaheimilið i borginni fyrir heyrnarskert börn og þar er sér- menntað starfsfólk í táknmáli og ýmsu öðru. Guðrún: Við gerum það með hægðinni og lagninni. Og aðrir taka oft upp okkar hugmyndir. Við erum málefnalegar og sam- vinnuþýðar, ef því er að skipta, en nú viljum við fara að ráða og stjórna. Elín: Sammála. RV Forsíðan Forsiðu Veru að þessu sinni gerði listakonan Áslaug Jóns- dóttir. Áslaug er fædd 1963. Hún stundaði nám í MHÍ veturinn 1984-85 og Skolen for Brugskunst í Kaup- mannahöfn 1985-89 þar sem hún lauk námi í teikningu og grafískri hönnun. Áslaug liel'ur skrifað og myndskreytt barnabækur. í fyrra kom út bók hennar Gulljjöðrin og von er á tveimur bókum frá henni fyrir þessi jól. Áslaug, sem er nýflutt heim til íslands, vinnur að myndlist. og myndlýsingum. Sími hennar er: 95-37392.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.