Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 19

Vera - 01.12.1991, Blaðsíða 19
Hollráð Ætlar þú að veita veðley fi í þinni íbúð ? Hafðu þá í huga, að veðleyfi jafngildir í raun ábyrgð á viðkomandi láni. Ef lántakandinn greiðir ekki af láninu, þá þarft þú að gera það. Getir þú það ekki, gæti svo farið að þú misstir þína íbúð á nauðungaruppboð, því standi skuldari ekki í skilum ■ er andvirði íbúðar þinnar notað til að greiða lánið. GETUR ÞÚ GREITT AF LÁNINU EF LÁNTAKANDINN GETUR ÞAÐ EKKI ? Við leggjum til að þú fylgir þeirri reglu að veita aldrei öðrum veðleyfi í íbúð þinni fyrir láni sem þú getur ekki sjálfur greitt af, nema þú sért viss um að lántakandinn muni standa í skilum. FÓLK HEFUR MISST ALEIGU SÍNA VEGNA VINARGREIÐA CHÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS Nadine Gordimer SAGASONAR MÍNS Þetta er nýjasta bók suður-afrísku skáldkonunnar Nadine Gordimer. Hún segir frá lífi þeldökkrar fjölskyldu sem markað er af baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni. Sögumaður er drengur á unglingsaldri sem kemst að því að faðir hans á í ástarsambandi við hvíta konu. Því fylgja margvísleg átök í einkalífi og stjóm- málabaráttu. I bókinni tvinnast saman frásögn af ástandinu í Suður-Affíku og saga um ást — ást karlmanns á tveimur konum, ást föður og sonar og frelsisástina. Nadine Gordimer hefur skrifað skáldsögu sem hefur bæði sögulega og sál- fræðilega skírskotun, og er um leið mögnuð ástarsaga. Hún hlaut Nóbelsverð- launin í bókmenntum árið 1991. Ólöf Eldjám þýddi. Verð: 2980 kr. Mál og menning

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.