Vera - 01.12.1991, Page 22
rr\
LISTRÆN LJÓSMYNDUN
breylnin og sá orðstír sem New
York hefur sem listaborg
virkaði spennandi á mig. Af
skólum hér varð School of
Visual Arts fyrir valinu. Ég
sótti um og var samþykkt og er
ákaflega ánægð með að hafa
valið þennan skóla. Þrátt fyrir
að maður læri allt um tækni-
legar hliðar ljósmyndunar er
áherslan fyrst og fremst á
tjáningu, ljósmyndunina sem
listrænan tjáningarmiðil. Á
fyrsta ári eru nemendum sett
fyrir ýmis verkefni til að þjálfa
nýjar víddir i hugsun en eftir
það eru gefnar algjörlega fijáls-
ar hendur í sköpun svo maður
verður að nota eigið ímyndun-
arafl og sköpunarkraft. í gegn-
um námið hef ég kynnst ýms-
um sviðum greinarinnar og
það hefur hjálpað mér að
skerpa fókusinn, finna ná-
kvæmlega hvar mitt áhugasvið
liggur. Ég hef mestan áhuga á
listljósmyndun. Að nota ljós-
myndun sem listrænt tjáning-
arform, jafnvel eins og mál-
verk; draga upp mynd. Venju-
legast vinn ég þannig að ég bý
til mynd i huganum áður en ég
tek sjálfa ljósmyndina. Hef
ákveðna hugmynd í grófum
dráttum og flkra mig svo áfram
þegar ég er komin á staðinn.
Ég nota fóik og læt það klæðast
í allavega „múnderingar“ og
fyrir vikið verður það óþekkj-
anlegt sem persónur. í raun bý
ég til ákveðinn karakter, nota
fólkið eins og leir sem ég móta.
Ég klæði það og set i stellingar
og hagræði bæði módelinu og
lýsingu fram og til baka. í
myndsköpun minni nota ég
manneskjur, eina eða fleiri, til
að tjá ákveðnar tilfinningar en
það er ég sem ákveð hvaða
tilfinningar. Ég hika ekki við að
pína fólk þar til ég fæ fram rétt
svipbrigði, réttar tilfinningar."
Björgu hefur gengið alveg
glymrandi vel og eru myndir
hennar þegar orðnar vinsælar
þó svo að hún hafi ekki lokið
námi. Fýrir áeggjan og tilstuðl-
an prófessora sinna sendi hún
inn myndir í ljósmyndakeppni
sem ber heitið „Best of College
Photography 1991“, þar sem
um þrjátíu þúsund nemendur
alls staðar að úr bandarískum
lista- og framhaldsskólum
taka þátt. Myndir Bjargar
komust í úrslit og hún var ein
kvenna mjög áþekkt en þegar
kemur að sýningum dóminera
karlmenn hins vegar galleríin.
Einfaldlega vegna þess að það
eru mjög fáir ungir listamenn
sem komast að til að sýna og ef
við lítum tíu ár aftur í tímann
þá voru karlmenn algjörlega
ríkjandi. Heima á íslandi hafa
margar konur farið út í ljós-
myndanám en þær eru sorg-
lega margar sem enda svo á því
að fara að vinna við eitthvað
algjörlega óskylt, því miður,
hver svo sem ástæðan er. En
svo virðist sem karlmenn séu
frekar tilbúnir að beijast
áfram, því þetta er barátta.
Þeir virðast frekar reyna að fá
vinnu við fagið og eru duglegri
að ná í verkefni. Vonandi eiga
allar þær konur sem eru núna
að læra ljósmyndun eftir að
skila sér.
EIN KJARNASPURNING BJÖRG.
ER HÆGT AÐ LÆRA AÐ TAKA
GÓÐA UÓSMYND?
- Ja, það er hægt að læra að
taka góða ljósmynd. Maður
lærir nú aðallega af mistök-
unum, þau eru besti kennar-
inn! Það er hægt að læra ljós-
myndun en munurinn á góðri
og slæmri ljósmynd er það sem
þú hefur. Sumir hafa einfald-
lega ekki „auga“ af einhverri
ástæðu. Það er ekki hægt að
kenna fólki að hafa „auga“,
námið getur ekki kennt þér
það heldur einungis hjálpað
þér að þroska þetta „auga“.
Það er hægt að taka góða mynd
á tiltölulega einfalda mynda-
vél. Tækjadellan er frá karl-
mönnum komin. Það er voða
næs að hafa allskonar græjur
og dótarí, mótora og fullt af
myndavélum framan á sér, en
myndin verður ekkert betri.
Það er hins vegar heilinn eða
hugvitið bakvið myndina sem
skiptir máli, ekki búnaðurinn.
NÚ ÚTSKRIFAST ÞÚ
NÆSTA VOR,
HVAÐ TEKUR ÞÁ VIÐ?
- Mig langar til að halda
sýningar í galleríum hér i New
York. Það heillar mig mest. Ég
held mér reyndar alltaf við
jörðina með þvi að vinna fyrir
islensk og amerísk blöð og
tímarit. Ég hef gert töluvert af
örfárra sem hlaut heiðurs-
viðurkenningu fyrir myndir
sínar. Þær myndir sem hlutu
viðurkenningu eða verðlaun
birtust síðan í bók sem ber
sama heiti og keppnin. í kjölfar
úrslita keppninnar og útkomu
bókarinnar hafa ýmis blöð og
timarit sýnt myndum Bjargar
áhuga. Lista- og menningar-
tímaritið „DIS“ birti nýlega
tvær mynda hennar og hið
virta ljósmyndatímarit „Photo-
graphers Forum", ásamt fleiri
smærri tímaritum, hefur
einnig falast eftir myndum
hennar. Björgu hefur ennfrem-
ur verið boðið að taka þátt í
samsýningum hér í New York
fylki. Auk þess fékk hún
nýverið tilboð um að halda
sýningu í frönsku menningar-
stofnuninni i Kairo í Egypta-
landi. Þar sem það er dágóður
spotti frá New York til Kairo
inni ég Björgu nánar eftir
þessu.
- Það var egypsk kona, sem
er kvikmynda-
framleiðandi, sem
sá myndirnar mín-
ar og hreifst af
þeim. Hún sagði
að þær myndu
höfða sterkt til
egypskrar menn-
ingar. Sýningar-
plássið í Kairo
stendur mér til
boða og aðrar
hliðar málsins eru
í athugun.
HVER ER STAÐA KVENNA í
UÓSMYNDUN? ER ÞETTA
KARLAFAG, KVENNAFAG EÐA
HAFA KONUR ÁH EINS GREIÐAN
AÐGANG OG KARLAR?
- Þetta er algjört karlafag. Að
visu er það að breytast en upp
til hópa eru karlmenn rikjandi.
Það þarf ekki annað en líta á
íslensk blöð þá kemur í ljós að
karlmenn eru í yflrgnæfandi
meirihluta í stéttinni, þótt
hægt sé að flnna eina og eina
konu á stangli.
ER SAMA STAÐAN UPPI Á
TENINGNUM HÉR í AMERÍKU?
- Já, en hér eru breytingarnar
miklu örari og konur eru að
hasla sér völl í faginu. í frétta-
ljósmyndun eru karlmenn enn
í miklum meirihluta en þar er
nauðsynlegt að geta hlaupið af
stað hvenær sem er og
karlmenn eiga jú miklu frekar
heimangengt en konur. Konur
leita eða laðast frekar að
verkefnum sem
þær geta einbeitt
sér að heldur en
að vera alltaf til-
búnar með tösk-
una og vaktar upp
um miðja nótt og
hlaupa ef eitthvað
er að gerast. í list-
ljósmyndun er
hlutfall kynjanna
orðið algjörlega
jafnt. í námi er
hlutfall karla og
22