Vera - 01.12.1991, Qupperneq 30

Vera - 01.12.1991, Qupperneq 30
KVENNABLAÐIÐ MÁNAÐARRIT LESTRARFÉLAGS KVENNA REYKJAVÍKUR Laufey Vilhjálmsdóttir Ljósmynd: Þjóðminjasafn Islands umræðu- og skemmtifundlr þar sem ílutt voru erindi um bókmenntir, heimilismál (t.d. barnauppeldi, heimilisiðnað og heimilisþrif), þjóðfélagsmál eða önnur hugðarefni félags- kvenna. Fyrirlesarar voru ým- ist félagskonur eða utanfélags- menn. Félagið efndi einu sinni til samskota og bauð Kristínu Sigfúsdóttur skáldkonu til Reykjavikur og hún hélt erindi á félagsfundi. Hápunktur fundanna var að margra mati upplestur úr hinu handskrif- aða Mánaðarriíi, sem sérstök ritnefnd sá um frá 1912 til Bríet Bjarnhéðinsdóttir stakk upp á því mjög fljótlega eftir stofnun Kvenréttindafélags ís- lands árið 1907 að komið yrði upp lesstofu fyrir konur þar sem þær gætu fylgst með þvi sem væri að gerast í kven- réttindamálum í heiminum og þjóðmálum almennt. Hafði Bríet haft spurnir af slíkri les- stofu i Kaupmannahöfn sem var mjög vinsæl meðal kvenna. Lesstofa var síðan opnuð 1908. Bríet gaf bækur og tímarit um kvenréttindi, en húsnæðisskortur og peninga- leysi háði stofunni ávallt. Nokkrar konur innan félagsins gengust þess vegna fyrir stofnun Lestrarfélags kvenna Reykjavikur 20. júlí 1911. Stofnendur voru um 70 en þegar best lét voru hátt á þriðja hundrað konur í félaginu. í L.F.K.R. voru bæði konur innan og utan Kvenréttinda- félagsins sem seldi þvi, við vægu verði, þær bækur og blöð sem lesstofa þess átti. Félagið gerði Torfhildi Holm skáld- konu snemma að heiðurs- félaga og heiðraði hana sér- staklega á sjötugsafmæli hennar. Laufey Vilhjálmsdóttir var formaður félagsins frá upphafi og til dánardags, 29. mars 1960. Tilgangur L.F.K.R. var „að vekja og efla föngun tif að lesa góðar bækur, að rekja og ræða efni þeirra til aukins skilnings og framkvæmda“. fnnritunar- gjald var ein króna en árgjald var 10 krónur. Bókasafnið var opið þijú siðdegi í viku frá 4-6 og tvö kvöld milli 8-9. Lán- þegar máttu hafa bækur hálf- an mánuð í senn, en nýjar bækur voru þó aðeins lánaðar í vikutíma. Allt starf við bóka- safnið og lesstofuna var unnið í sjálfboðavinnu. Félagskonur voru á hrakhólum með hús- næði og þurftu oft að ílytja bókasafnið og lesstofuna, fjár- þröng háði einnig starfseminni og áhugi félagskvenna minnk- aði töluvert þegar á leið. Lestrarfélagið opnaði les- stofu fyrir börn árið 1912 og rak hana samfleytt í 25 ár. Þetta var eina barnalesstofan í bænum um langt skeið og aðsókn var mjög góð. Barna- lesstofan var opin yfir vetur- inn, tvo tíma á dag, alla virka daga. Félagskonur höfðu sögu- stund fýrir yngstu börnin og hjálpuðu skólabörnum við heimanám auk þess að veita þeim athvarf. Lestrarfélag kvenna Reykja- víkur lét menningar-, fræðslu- og líknarmál til sín taka. Félagið tók þátt í undirbúningi kvenfélaganna í Reykjavík fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1912 þegar Guðrún Lárusdótt- ir var kosin af sérstökum kvennalista. Félagskonur báru hag heimilisiðnaðarins íýrir brjósti, en þær töldu hann vera í mikilli niðurlægingu hér á landi á sama tíma og hann var haíinn til vegs og virðingar meðal hinna Norðurlandaþjóð- anna. Til að bæta úr því geng- ust nokkrar þeirra fýrir stofn- un Heimilisiðnaðarfélags ís- lands árið 1913. L.F.K.R. tók þátt í fjársöfnun til Landspí- tala, var eitt stofnfélaga að Barnavinafélaginu Sumargjöf, átti t.d. fulltrúa í Mæðra- styrksnefnd, KRFÍ og íjáröflun- arnefnd Hallveigarstaða. L.F.K.R. lagði til hæsta hlutinn þegar Kvennaheimilið Hall- veigarstaðir hf. var stofnað. L.F.K.R. beitti sér einnig fyrir málvöndun og árið 1920 var kosin sérstök orðanefnd sem var í sambandi við nýyrða- nefnd Verkfræðingafélags ís- lands. Nefndin stakk m.a. upp á því að nota orðið gangföt i staðinn fyrir dragt, hártengur í stað krullujárns, vindutjöld frekar en rúllugardínur og segja „að snyrta sig“ fremur en „að gera tojelette". Einnig vildu nefndarkonur útrýma orðum eins og búket, galossíur og móður og nota þess í stað blómvöndur, skóhlífar og tíska. Á veturna voru haldnir 1931. Fýrstu árin var kosið mánaðarlega í ritnefnd, en síðar var ákveðið að Mánaðar- ritið kæmi jafnoft út og fundir voru haldnir. Stjórn félagsins var falið að fá konur til að nefna þýddar sögur, fróðleiks- skrifa í blaðið og sjá um það að öllu leyti. í fýrsta, Mánaðar- ritinu kemur fram sá vilji ritnefndarkvenna að: „vekja athygli á merkum bókum og höfundum þeirra, á merkum mönnum og starfi þeirra, koma með fýrirspurnir og fróðleiksmola um ýmislegt það, er varðar fjelagsskap vorn og áhugamál. ... Mánaðar- fundir vorir ná skamt, tími þeirra svo takmarkaður. Það á blað þetta að reyna að bæta. Með þeirri einlægu ósk, að blað þetta hljóti vinsældir, og verði til þess að vekja góðar hugs- anir hjá lesendum þess, efli starfslöngun þeirra og starfs- gleði, ..." Meðal efnis í blaðinu má 30

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.