Vera - 01.12.1991, Qupperneq 31

Vera - 01.12.1991, Qupperneq 31
KVENNABLAÐIÐ mola, kafla úr lögum um fjármál hjóna, „Nokkrar sund- urlausar hugleiðingar um kon- una“ (þýtt), „Nokkur orð um kafflð og uppruna þess“, „Örfá orð um fatnað kvenna" og þar er sagt frá fyrirlestrum og bók- um. í Mánaðarritið skrifuðu ýmsar konur sem síðar áttu eftir að verða þjóðkunnar skáldkonur, má þar nefna Theodoru Guðmundsdóttur Thoroddsen, Herdísi og Ólínu Andrésdætur, Ingibjörgu Ben- ediktsdóttur, Margréti Jóns- dóttur, Ingunni Jónsdóttur og Ragnheiði Jónsdóttur. Oftast handskrifuðu höfundar sjálfir greinar sínar eða létu ritnefndarkonur færa efnið inn. Haft er eftir Theodoru Thor- oddsen að „líklega hefði hún aldrei skrifað neitt, ef frú Laufey hefði ekki „skipað" sér að skrifa í Mánaðarritið." (Sbr. Konur segja frá, 148) Þegar á fyrsta ári blaðsins skrifar Theodora grein sem hún nefnir Skuldin. Þar segir hún m.a.: „Mjer er fyrir löngu ljóst orðið, að það eru alls ekki börnin sem skulda foreldrunum, heldur eru það foreldrarnir sem standa í óbættum sökum við börnin. ...“ Theodora lét fleira til sín taka en uppeldis- mál og skrifaði einnig um lausavísur og hagyrðinga þar sem hún hvetur til að hlúið sé að alþýðukveðskapnum og þess gætt að vel kveðnar vísur glatist ekki. Ári siðar skrifar hún Ofan úr sveitum og segir þar m.a. í inngangi: „I>ví er svo varið með skáld- gáfuna, sem flest annað and- legt atgerfi, að vjer konurnar erum þar að jafnaði eptir bátar karlmannanna. Skal hjer ósagt látið hvort heldur það stafar af þvi að heilinn í okkur sje léttari á voginni heldur en þeirra, eins og haldið er fram af sumum [upphaflega hefur staðið karlmönnum en Theodora strikar yflr það) eða það á rót sína í margra alda andlegri og líkamlegri kúgun. Viðvikjandi oss íslendingum, er sú raunin óhrekjanleg, að vjer eigum enga skáldkonu, er í námunda komist við góðskáld vor. Allt um það, heflr konan hjá oss ekki verið með öllu sett hjá í þá átt, og á síðustu árum hafa þó nokkrar ráðist í að gefa út skáldrit í bundnu og óbundnu máli, sem töluvert hefur þótt í spunnið. Sbr. frú Torfhildur Hólm, Hulda, Ólöf Sigurðardóttir, María Jó- hannsdóttir og ef til vill fleiri. Þær eru þó stórum mun fleiri, sem aldrei hafa sungið í heyranda hljóði, bara raulað íýrir munni sjer, eða kastað fram vfsu og visu í sinn hóp. Á þann hátt ber það til að stakan lifir, en höfundurinn gleym- ist...“ Theodora tinir til nokkrar „stökur eftir sveita- konur" og býr til skemmtilega umgjörð í kringum þær. í febrúar 1914 hélt Theodora erindi í Lestrarfélaginu um þulur og las þar upp þulu eftir Ólöfu frá Hlöðum og aðra eftir „ókunnan höfund". í desember sama ár skrifar Theodora Að vestan og enn felur hún sig á bak við „ónefnda konu“. Theodora segist hafa fengið sendibréf frá konunum sem áttu lausavísurnar ofan úr sveitum. Um aðra þeirra segir hún: „...Hún er í allgóðum efn- um, á mörg börn, sum upp- komin en því fleiri á æsku- skeiði. Ekki heflr hún þótt mikil búsýslukona, en þó heflr allt verið vansalaust á hennar heimili að útliti til, veit jeg að það er hennar mikla sam- vizkusemi og skyldurækni sem þar á drýgstan þáttinn í, en fremur myndi hún hafa kosið sjer annan starfa en þann er lýtur að heimilisstjórn og barnauppeldi...“ Theodora endurskrifar kafla úr bréflnu þar sem „vinkona hennar" - sem er vafalaust Theodora sjálf - segir henni frá bók sem hún hafði nýlega fengið og vildi gjarnan lesa. Hún sendi þvi krakkaskarann út að leika sér. „Mjer datt fyrst í hug að láta nú einu sinni vaða ærlega á súðum, láta göt og glompur eiga sig og njóta skræðunnar, en eins og fyrri daginn ljet bannsett skylduræknin þessi nöldurskjóða sem heflr elt mig eins og erfðasyndin, mig engan stundlegan frið hafa fyr en jeg hafði lokað bókinni og var farin að staga garmana. Þá var illt í mjer, og jeg tók að kveða um mig og stagið og það var nú á þessa leið: Mitt var starlið hér i heim heita og kalda daga að skeina krakka og kemba þeim og keppast við að staga. Eg þráði að leika lausu við sem lamb um græna haga, en þeim eru ekki gefin grið, sem götin eiga að staga. Langaði mig að lesa blóm um langa og bjarta daga, en þörfin kvað með þrumuróm: „Þér er nær að staga." Heimurinn átti harðan dóm að hengja á mína snaga, hvað eg væri kostatóm og kjörin til að siaga. Komi hel með kutann sinn og korti mína daga, eg held það verði hlutur minn í helvíti að staga. Þessar þijár greinar Theodoru voru síðar prentaðar í SkírnL Síðustu ár Mánaðarritsins var hún tvímælalaust afkastamest ritnefndarkvenna. Ingibjörg Benediktsdóttir skrifar árið 1914 hugleiðingar um kveníýrirmyndir. Þar veltir hún þvt fyrir sér hvað kven- réttindin vilji og svarar því: „Nei, þau ætla ekki aðeins að skapa konur, sem vita hvað þær vilja, heldur sem vita það líka, að þær sjálfar og enginn annar ber ábyrgð á gjörðum þeirra. ...“ María Jóhannsdóttir skrif- ar grein sem hún nefnir „Fagr- ar hugsanir" og hvetur konur til að skrifa fagrar hugsanir, þýddar eða frumsamdar og að hverjum fundi ljúki með þeim upplestri. Má vera að María sé að skírskota til síðasta Mánaðarrits þar sem „Hulin" skrifar „Fréttir" sem eru aðallega rógur og níð um Bríeti Bj ar nhéðinsdóttur. Lestrarfélagi kvenna Reykja- víkur var annt um fornsög- urnar eins og fjöldi greina í Mánaðarritinu ber vitni um. í einni segir L. Pálsdóttir t.d.: ...allar konur undantekninga- laust ættu að gjöra sjér að skyldu að lesa íslendingasög- urnar, sjálfrar sín og þó einkum barna sinna vegna - þær sem þau eiga - til þess svo að geta sagt þeim úr þeim það sem þau helst skilja..." Taldi höfundur að málið í Reykjavik væri svo afleitt að það yrði að snúa vörn í sókn með fornsögurnar að vopni. Eufemia Waage segir í ársskýrslu L.F.K.R. 1933-4: ...Eftir þvi sem tímar hafa liðið hefur breyting orðið tals- verð á fundum félagsins. Félags konur leggja nú minna til þeirra frá sjálfum sér en þær gerðu framan af, og mánaðarritið sem áður var allajafna helsta skemmtunin er nú úr sögunni, nema til að flytja hina árlegu skýrslu um starfsemi félagsins. Vera má að þetta fyrirkomulag fullnægi betur kröfum þeim, sem gerðar eru um skemmtiatriðin, en með mánaðarritinu hverfur sá persónulegi blær, sú samkend, sem áður rikti á fundum, jafnvel þótt ágætir aðkomandi „kraftar" standi á dagskránni." Lestrarfélag kvenna Reykja- vikur var lagt niður árið 1961 og bækur þess gefnar Reykja- vikurborg til minningar um Laufeyju Vilhjálmsdóttur. Vildu félagskonur að safnið myndaði heild í einu hverflsbókasafn- anna og var þvi síðar komið fyrir í Gerðubergi. Félagskonur ráku bókasafn sitt og lesstofu í sjálfboðavinnu í rúma hálfa öld. Rekstur safnsins var til fyrirmyndar og um margt ótrúlega nútímalegur. í bóka- safninu voru yflr 5000 bindi, auk tímarita, en aðsóknin fór þverrandi síðustu árin. Árið 1963 var gefln út bók til minningar um 50 ára starf L.F.K.R. með úrvali úr Mánað- arritinu. RV Heimildir: Björg Bjarnadóttir: Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur 1911-1961, ópr. BA ritgerð við HÍ 1983 Konur segja frá. Frásagnir, minningaþættir, sögur og tjóð. Geilð út til minningar um 50 ára starf Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur, 1963 Mánaðarritið. Lbs 4763. Nanna Ólafsdóttir: Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur 50 ára, Melkorka 2-3, 1962. 31 L

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.