Vera - 01.12.1991, Side 36

Vera - 01.12.1991, Side 36
BÓKADÓMUR SAGA SONAR MÍNS Nadine Gordimer Mál og menning 1991 Nadine Gordimer fæddist í Suður-Afríku árið 1923. Faðir hennar, Letti af gyðingaættum, hafði flutt til S-Afríku til að auðgast. Hún skrifaði mikið strax í æsku en fyrsta bók hennar kom út 1953 er hún var þrítug. Síðan hafa komið út fjölmörg verk eftir Nadine Gordimer og i þeim fjallar hún um kynþáttaaðskilnað hvitra og litaðra í landi sínu. í haust voru Nadine Gordimer veitt bókmenntaverðlaun Nóbels og verða þau vonandi til að kynna hana hér á landi. Saga sonar míns, sem hér verður fjallað um, er önnur bókin eftir Gordimer sem út kemur á íslensku. Hin bókin, Heimur feigrar stéttar, kom út á íslensku á sl. ári og hefur Ólöf Eldjárn þýtt báðar þessar bækur. Vonandi mun Ólöf halda áfram að þýða bækur Nadine Gordimer á íslensku. Saga sonar míns er nútíma- saga, sem segir frá u.þ.b. tíu árum í lífi kynblendingsfjöl- skyldu í S-Afríku. í upphafi býr ijölskyldan í litlu samfélagi kynblendinga, Benóní, utan við Jóhannesarborg og má aðeins koma til borgarinnar á laugardögum. „Á laugardags- morgnum fóru þau í inn- kaupaleiðangra i bænum með strætó og seinna á bílnum sem þau höfðu sparað sér saman fyrir. Lilla var dubbuð upp í hvíta sokka með blúndum og Villi var í safarífötunum með síðbuxunum, laugardags- klæðnaði föður síns í smækk- aðri mynd. Sonni og Aila báru matvörur til vikunnar í plast- pokum merktum O.K. Bazaar, auðkenni fjölskyldna af þeirra tagi sem voru um allar götur, launafólks sem varð að versla þar sem ódýrast var og leyfði sér þann munað að kaupa ís í brauðformi eða salthnetur handa börnum sínum einu sinni í viku og standa i biðröð eftir bjór til helgarinnar í þeim hluta vínbúðanna sem var aðskilinn frá afgreiðslunni fyrir hvíta. Þetta fólk birtist í bænum á laugardögum eins og jurt sem skýtur skyndilega upp kollinum eftir regnskúr, göturnar fylltust af körlum og konum með börn í eftirdragi að skoða í búðarglugga og kynna sér augfysta útborgunarskil- mála á svefnherbergissettum og setustofusamstæðum sem báru nöfn er ætluð voru til þess að færa þröngum og niðurníddum hreysum hall- arviddir, „Granada", „Versalir“. Á virkum dögum hvarf mann- mergðin, hvarf auðsveip í útlegðina á svæðunum sem henni var ætluð utan við bæinn.“ Hvíta fólkið býr út af fyrír sig í borginni, kynblendingar búa saman í litlum samfélög- um utan borgarinnar og yst i enn öðrum þorpum búa svertingjarnir. Hver hópur hefur sitt afmarkaða svæði. Þetta efni bókarinnar gefur okkur sem ekki höfum reynt kynþáttamisrétti á sjálfum okkur nýtt sjónarhorn og bók- in er þannig fróðleg fyrir alla sem vilja reyna að skilja ástandið í S-Afríku. Kynþáttaaðskilnaður hvitra og svartra, sem er aðalvið- fangsefni bókarinnar, er sýnd- ur gegnum fjölskyldu Villa, sögumannsins. Hann er unglingur þegar sagan hefst en ungur maður sem hefur sett sér framtíðarmarkmið þegar henni lýkur. Lesandi kynnist fjölskylduliflnu og ástamálum föðurins og það er spennandi að lesa um þetta fólk. En saga íjölskyldu Villa er sögð til að sýna misréttið í samfélaginu á áhrifaríkan hátt. Þroskasaga Villa og íjölskyldu hans, það sem þau takast á við og verða að þola undirstrikar óréttlætið og ofbeldið sem ríkir gagnvart lituðu fólki. Faðir Villa er kennari að mennt. Hann var barnakenn- ari í Benóní en var rekinn frá störfum þegar hann hóf bar- áttu gegn kynþáttamisréttinu. Hann var alltaf kallaður gælu- nafni sínu, Sonni, sem undir- strikar að hann er sonurinn sem foreldrarnir eru svo stoltir af og sonur þjóðar sinnar, sem hann berst fyrir af meðfæddri réttlætiskennd. „Sonni varð kennari. Hann var stolt for- eldranna og almenna gælu- nafnið sem notað hafði verið til að lofsyngja hann sem hinn eina sanna „son“, elsta dreng- inn, átti eftir að fylgja honum alla tíð, um öll hin breytilegu skeið mannsævinnar." (9) Aila, móðir Villa, er hús- móðir sem vinnur einnig utan heimilis. Hún nam stærðfræði og sálarfræði í bréfaskóla og eftir að fjölskyldan flytur til Jóhannesarborgar fær hún starf sem aðstoðarstúlka læknis. Lilla er eldri systir Villa og heldur, eins og faðir hennar, gælunafni sínu alla tíð. En Villi ber nafn Williams Shake- speares. Faðir hans var mikill aðdáandi Shakespeares og las verk hans ætíð meðan þau bjuggu í Benóní. Og væri Villi spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór svaraði faðir hans: „Sonur minn ætlar að verða rithöf- undur". (32) Villi er sögumaður, eins og fyrr sagði, og viðhorf hans og skoðanir ríkja í sögunni. En sagan fylgir oft Sonna, sem verður þannig nákominn les- anda. Lesandi fær aftur á móti aldrei vitneskju um hugscinir Ailu og því verður hún fjar- lægari persóna en feðgarnir og jafnframt án nokkurs veik- leika. Villi er mikill aðdáandi móður sinnar og honum þykir mjög vænt um hana, það er e.t.v. þess vegna að Aila er svo óskeikul og aðdáunarverð í sögunni sem raun ber vitni. Þannig sér sonurinn móður sína. Hugsanir Lillu eru heldur ekki látnar uppi og hún kemur minna fram en aðrir í fjöl- skyldunni. Hún er þó engan veginn gallalaus eins og móðir hennar. Lilla er ekki í mið- punkti frásagnarinnar en gegnir afar veiga miklu hlut- verki. Lilla er pabbastelpa og mótar það líf hennar. Saga sonar míns lýsir átök- um milli ólíkra heima. Það er heimur ijölskyldunnar meðan hún býr í Benóni, fortíðin sem stöðugt er borin saman við heim þann er fjölskyldan mæt- ir í Jóhannesarborg, nútim- ann. Fortíðin fól í sér öiyggi, virðingu og samheldni íjöl- skyldunnar en nútíðin er ótiygg og sundruð. Fjölskyldan var sátt við hlutskipti sitt áður, heima í Benóní, en þó vissu foreldrarnir að líflð ætti að felast í einhveiju öðru: „Þau [Sonni og Ailaj komust að raun um að í augum þeirra beggja virtist tilgangur lífsins fólginn i því, á einhvern dularfullan hátt, að lifa til gagns. Þau vissu hvað það var ekki: það var ekki að lifa fyrir sjálf sig eingöngu, börnin sín eða ættingjaklík- una. Þau voru ekki orðin viss um hvað það var; ekki ennþá. Vissu bara að það átti eitthvað skylt við ábyrgð gagnvart samfélagi, ...“ (11) Sonni og Aila voru samtaka í einu og öllu áður. Þau tóku þátt í störfum hvors annars og virtu og mátu hvort annað. I Jóhannesarborg þegar Sonni hóf afdráttarlausa baráttu fyrir afnámi kynþáttamisréttisins varð Aila utangátta. Hann lét sem minnst uppi heima fyrir til að gæta öiyggis fjölskyldunnar og hjónin fjarlægðust hvort annað. Hið pólitíska líf Sonna var algerlega slitið úr tengslum við fjölskyldulífið, ólíkt þvi sem var meðan hann var kennari heima í Benóni. Fjölskyldu- meðlimir létu sem minnst uppskátt um sjálfa sig hver fyrir öðrum. Villi tregar fortíðina. Hann vill ekki vita ýmislegt sem hann kemst þó ekki hjá að sjá og heyra. Hann þroskast þó svo að lokum að hann skilur að þær breytingar sem hann og fjölskylda hans hafa gengið í gegnum voru óumflýjanlegur veruleiki sem hann varð að horfast í augu við: „Minn tími er í vændum á stjórnmála- sviðinu. Mér var haldið utan við slíkt, það hentaði þeim ekki að ég hefði hlutverki að gegna þar, en ég ætla að skrásetja, einhvern tímann, það sem hann og móðir mín/Aila og Lilla og allir hinir gerðu, lýs- ingu á því hvernig var í rauninni að lifa lífl sem mark- aðist af frelsisbaráttu, ámóta og líf eyðimerkurbúa markast af baráttu við þorsta og dagar fólks sem býr við snjó og ís markast af baráttu gegn heljardoða kuldans. Það er það sem baráttan snýst um, hún snýst ekki um slagorð sem höfð eru yflr æ ofan í æ eins og sj ónvarpsauglýsing. “ (219 Saga sonar míns er spenn- andi bók. Lesandi kynnist hög- um einnar fjölskyldu náið, hamingju hennar og sorgum og fólkið í þessari fjölskyldu fer að skipta hann máli. Nadine Gordimer sýnir hina pólitísku baráttu í Suður-Afríku út frá þessarí einu Qölskyldu og gerir þannig frásögnina af baráttu og kúgun áhrifaríka og auð- skiljanlega hverjum sem er. Sigurrós Erlingsdóttir 36

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.