Vera - 01.12.1991, Side 39

Vera - 01.12.1991, Side 39
BÓKADÓMUR skýringu á þvi hvernig islensk æska varð önnur en áður eftir útkomu Vefarans mikla frá Kasmír (112). Inn í frásögn Sigurveigar fléttast visur, sálmar og ljóð, enda tilheyrir hún þeirri kyn- slóð sem þótti sjálfsagt að kunna slíkt. Hún lærði ung alla Passíusálmana og vera að handan sagði henni að læra VATNSDROPASAFNIÐ Ásta Ólafsdóttir Bjartur 1991 „Saga erferðasagajqfnvel þótl ekkert færist úr stað nema orðin sem segja hana.“ Svo segir í nýútkominni bók Ástu Ólafsdóttur, Vatnsdropasafn- inu, ferðasögu sem sveiflast milli þess að vera ljóð, saga eða mynd. Allt eins mætti kalla hana ljóðmyndir, söguljóð, myndsögu, ljóðsögu eða sögu- myndir. En Ásta kallar hana Vatnsdropasafnið. Ásta hefur stundað nám í myndlist hér heima og í Hollandi og verk hennar verið sýnd viða. Hún hefur áður sent frá sér bæk- urnar Þögnin sem stefndi í mjja átt og I asked myself: „Ásta Ólafsdóttir, if this were a dictionary, how would you explain your heart in it?“ sem gefin var út í Hollandi. Aðalpersónur Vatnsdropa- safnsins eru „ég og þú“, elsk- endur á siglingu um heims- utan að fýrra bréf Páls postula til Þessaloníkumanna. Einar Ben var hennar skáld og er frá- sögn hennar af pílagrímsferð- inni til Herdísarvíkur ógleym- anleg. Sú frásögn hefur birst á prenti áður en er sem betur fer einnig í þessari bók. Sigurveig fékk Kristinu systur Einars til að fara með sér til Herdísar- vikur árið 1936 sem var langt og erfitt ferðalag þá. Þó svo að Einar væri orðinn ruglaður var ferðalagið Sigurveigu stórkost- leg andleg upplifun því þetta var „heilög stund með undur- samlegu fóiki“. Eins og höfundur bendir á í eftirmáia sínum þá er iífshlaup Sigurveigar í senn dæmigert fýrir konur af hennar kynslóð og um leið mjög sérstakt. Þeir höfin á skipi í grænni flösku, elskendur á ferðalagi, hittandi fólk sem það þekkir og aðra sem það hittir í fýrsta sinn, áfangastaður enginn, tilgang- ur óljós - minnir á lifið sjálft. „Lífið hófst í vatni, þar er uppspretta þess og þar mun því líka Ijúka..." Er hafið þá vatns- dropasafnið, óendaniega djúpt og óendaniega stórt? Eða eru það frásagnirnar, sögurnar, speglandi líf og tilveru sem er þó ekki til nema í mynd drop- ans, í sjónhverfingu andar- taksins? Eða eru það kannski orðin, dýrmæt, vandmeðfarin, hverful? Ég minnist orða Heinesens um orðin í Túrninum á heimsenda þar sem hann rifjar upp æsku sína: „Orðin koma fjúkandi. Eða hljóðlega dett- andi. Nema þau' setjist á gluggarúðuna eins og regn- dropar ellegar frostrósir." í huga barnsins eru orðin ævin- týri, galdur, stjörnur sem aldrei lýsa eins. Og það er þessi barnslega undrun og ánægja yiir orðinu og öllum hinu ólíku möguleikum þess sem heillar hjá bæði Heinesen og Ástu og þau hafa þennan öfundsverða hæfileika að geta sýnt okkur hinum inn í veröld vatnsdropans. í krafti orðsins og hugarflugsins er allt mögu- legt. „Við eigum allt sameigin- lega og sjóinn umhverjis. Innra með okkur gerist allt sem í frásögur er færandl“ Ásta tekur okkur með í hugarílug, segir okkur sögur — stundum aivarlegar sögur, stundum skondnar, stundum djúpvitrar. Leikur hennar með orðin er ekki ósvipaður mál- verkum Magritte, þar sem hið ómögulega verður mögulegt og ekkert virðist eðlilegra en niðurstaða sem stenst ekki og stenst þó. Tíminn á ferðalagi sínu um nútíð, þátíð, framtíð og eilífð er lika mikilvægur í sögunni, þó það leyni eilítið á sér. „í kringum okkur er allt JuLLt af tíma, hann er endalaus og Jlækist um í leit að sínum eigin endalokum. Það sem honum láðist að gera ífortiðinni reynir hann aðJlæbja inn í atburðarás nútíðarinnar. Ef hann er ekki hjá mér sakna ég hans. “ í byrjun er frásögnin létt og ástrík, „ég og þú“ virðast ást- fangin upp fyrir haus. „Svo tók ég mér bústað í hjarta þér, sagði upp íbúð minni í bænum. Ég beið eftir því að þú kæmir sjálfur inn í hjarta þitt að sæhja mig. Þegar þú loksins kemur ætla ég að segja við þig: „Þú nægir mér, er ég nóg?“ Þá svararþú: „Þú ert of mikið. “ Svo kyssumst við og Joðmumst fegin endurfundunum. Hjartað í þér hoppar af gleði svo við hristumst og skjálfum og hrökkvum út úr þér og deyjum kannski í fallinu. “ Fljótlega fara ævintýrin að gerast, rauðhærð hafmey kem- ur til sögunnar ásamt ýmsum öðrum persónum sem eru iíka á sömu siglingu, á sama skipi. Aðalpersónurnar tvær „ég og þú" eru þó alltaf miðja frásagn- arinnar, möndull hennar og uppspretta. Þegar liður á söguna verður undirtónninn þéttari, það bregður oftar fyrir sögum sem gætu verið eins konar dæmi- sögur úr okkar undirfurðulega lífi. „Ákveðið var að skreyta skipið með blómabeðum og tijám, jafnvel hafa matjurta- garða ofan á lestinnt Skipstjór- inn var beðinn um að stýra sem hafa áhuga á íslenskri kvennasögu, sögu kaþólskra á íslandi og íslenskri menning- arsögu yfirleitt ættu ekki að láta þessa bók fram hjá sér fara. Sigurveig, Ingibjörg Sól- rún og Forfagið hafi þökk fýrír frábæra bók. Ragnhildur Vigfúsdóttir skipinu til loftslags sem hent- aði velfyrir ræktun grænmetis og ávaxta. ... Við vissum öll að það voru engar jurtir og engin fræ um borð, samt héldum við fundi daglega og skipulögðum hvernig við gætum útvegað græðlinga af ösp, eik og víði og gulrótarfræ.... Hinir áhuga- sömustu sitja við langborð, en í hornunum standa þeir sem þrá að sjá blóm en vitja hvorki sá né gróðursetja. Þeir beijast við mótsagnirnar í sjálfum sér." Stundum má merkja efa- semdir og vandamál, hinir ólíku þættir elskendanna eru dregnir fram í einföldum en sterkum myjndum, samband þeirra virðist hafa breyst en ástin er enn til staðar og frá- sögnin er alltaf hrífandi hug- myndarík og full af kímni. „Þú hafðir mestan áhuga á ávöxtunum. Það kom í minn hlut að útvega moldina svo hægt væri að gróðursetja. ...Ég teikna frumskóg með öllu sem í honum er og teikning mín tekur engan enda. Þú teiknar skjald- böku, kuðung, banana og hnet- ur, allt sem býr ísjálfu sér.... Ég sest við hlið þér og bíð þess að þú hleypir mér inn í hug þinn sem er fullur qf upptalningu, útreikningum og táknum sem þú skilur ekki lengur. Ég elska þig og reyni ekki að slcilja þig.“ Vatnsdropasafn Ástu Ólafs- dóttur er fjölskrúðugt, litfag- urt, ástríkt, og skemmtilegt. Hún bregður ævintýrablæ á hversdagsiegar athafnir og set- ur hugmyndaflugið af stað. Lokasetning bókarinnar: „Hættum hér svo við getum byijað aftur." fær mig til að óska þess að Ásta byrji fljótt aftur! Harpa Björnsdóttir 39

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.