Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 2
VERA
TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI
LEIÐARI
Á forsíðu þessarar Veru er mynd sem tekln er árið
1914 og heitir „Handtaka fröken Pankhurst”.
Emmeline Pankhurst var í forystu súffragett-
anna, sem í byijun aldarinnar börðust íyrir
jöfnum rétti karla og kvenna, einkum kosninga-
rétti. Kosningaréttur kvenna þykir nú sjálfsagður
í okkar heimshluta og það er ekki laust við að
maður öfundi frumkvöðla kvennabaráttunnar
fyrir að hafa haft svona augljós markmið að
beijast fyrir. En auðvitað verðum við að dást að
kjarki þeirra kvenna sem risu upp gegn ríkjandi
viðhorfum karlveldis þess tíma.
Sumir vilja halda því fram að jafnréttisbarátt-
unni sé lokið með fullum sigri kvenna. Jafnrétti,
það er eitthvað sem amma og mamma þurftu að
berjast fyrir, heyrast ungu stúlkurnar stundum
segja. Auðvitað hefur fjölmargt áunnist í þessari
baráttu - en henni lýkur aldrei. Áfangasigrar
kvennabaráttunnar ylja okkur ekki til eilífðar. Ef
við sofnum á verðinum verður allt tekið af okkur
aftur.
Meginviðfangsefni þessa blaðs er bók banda-
risku blaðakonunnar Susan Faludi sem kom út í
Bandaríkjunum árið 1991. Bókin Backlash The
Undeclared War Against Women er talin tíma-
mótaverk og hefur farið sigurför um heiminn.
Faludi fullyrðir að upp sé komin andspyrna gegn
jafnrétti í heimalandi sínu og víðar. Þessi
„andspyrnuhreyfing” hefur það markmið að grafa
undan því sem áunnist hefur í jafnréttismálum til
að stöðva sókn kvenna til frekara jafnréttis.
Kvennahreyfingunni hefur tekist að efla
sjálfsvitund kvenna, þannig að sífellt fleiri konur
aðhyllast markmið hennar, jafnvel þó að þær líti
ekki á sig sem kvenfrelsiskonur. Menn hafa
skynjað áhrifamátt kvennahreyfingarinnar og
svarað fyrir sig með að grafa undan samstöðu
kvenna. Hér er ekki um skipulagt samsæri að
ræða og það gerir konum enn erfiðara um vik. En
áróðurinn er lævís og lipur og beitir fyrir sig
fjölmiðlum, kvikmyndum og tísku, svo eitthvað sé
nefnt. Nú er svo komið að margar konur eru
farnar að trúa því að aukið jafnrétti sé af hinu illa.
Lesið um afturkippinn í kvennabaráttunni í
Veru og reynið svo endilega að verða ykkur úti um
bókina. Þetta er bók sem allir verða að lesa. Og
hvernig væri að benda útgefendum á að við viljum
fá að njóta slíkra tímamótaverka á íslensku? □
I ÞESSARI VERU:
Rífandi stemmning var á 10 ára afmœli
Kvennalistans, Hér má sjá systurnar
Bryndísi og Magdalenu Schram.
Neöri myndin sýnir Guörúnu Halldórsdóttur
í hlutverki Bríetar Bjarnhéöinsdóttur.
ERT ÞÚ EKKI NÓGU FREK 4
DÚNDRANDI FJÖR á 10 ára afmceli Kvennalistans 6
AFTURKIPPUR Þema blaðsins er afturkipþurinn í kvennabaráttunni 7-21
GETNAÐARVARNIR Smokkar handa konum og körlum 22
SÆNSKAR „ÓPERUR" Á ÍSLANDI Vera rœðir við nokkrar sœnskar „au-pair” stúlkur 25
HJÁLP, ÉG ER ALLTAF BLÖNK Um fjármál og sparnað 28
ATHAFNAKONAN Katrin gullsmiður 32
ÞINGMÁL um íslenskukennslu fyrir innflytjendur 34
M/CÐUR OG DÆTUR 1. kafli framhaldssögunnar löunn Steinsdóttir byrjar aö spinna söguþráðinn. 37
2/1993—12. árg.
VERA blað kvennabaráttu
Pósthólf 1685
121 Reykjavík
Kt. 640185-0319
Útgefandi:
Samtök um Kvennalista
Forsíða:
Handtaka Frú Pankhurst
Ljósmyndari óþekktur
Ritnefnd:
Ása Richardsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Stefánsdóttir
Kristín Karlsdóttir
Lára Magnúsardóttir
Nína Helgadóttir
Ritstýrur
og ábyrgðarmenn:
Björg Árnadóttir
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Skrifstofustýra:
Vala Valdimarsdóttir
Umsjón með útliti:
Harpa Björnsdóttir
Ljósmyndir:
Anna Fjóla Gísladóttir
Grímur Bjarnason
Þórdís Ágústsdóttir
Sóla
Myndskreytingar:
Áslaug Jónsdóttir
Anna Guöjónsdóttir
Nemendur i Myndlista-
og handíöaskóla íslands
Auglýsingar:
Áslaug Nielsen
Setning og tölvuumbrot:
Edda Haröardóttir
Filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun og bókband:
Frjáls Fjölmiðlun
Plastpökkun:
Vinnuheimiliö Bjarkarás
Ath. Greinarí Veru eru birtar
á ábyrgö höfunda sinna
og eru ekki endilega
stefna útgefenda.
2