Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 25

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 25
SÆNSKAR Sœnskar óperur aö gefa bra bra ósamt börnum sínum. Ljósmynd: Anna Fjóla Ekki er vitað hversu margar erlendar au-pair stúlkur eru ó íslandi. En samkvœmt lauslegum hugarreikningi eru sœnskar „óperur" í Reykjavík ekki fœrri en 20. í sænska au-pair samfélaginu eru aðallega stelpur um tvítugt. Þær hafa tekið sér frí frá námi eftir stúdentspróf til að kynnast heim- inum og sjálfum sér. Atvinnuleysi er mikið í Sviþjóð og ungum stúlkum býðst fátt annað en afleysingar á dagheimilum. Og þá er eins gott að fara út í heim að passa börn. Saman uppgötva sænsku stelpurnar og íslensku börnin Reykjavík. Þau fara í sund, á söfn og niður á Tjörn að gefa bra bra. Stundum hittast þau heima, mála með fingramálningu eða syngja barnagælur á báðum mál- unum. Susanne Hendriksson er prímus mótor í þessu upp- eldisstarfi. Susanne er svolítið sér á báti því hún er útlærð fóstra með átta ára starfsreynslu. Hvernig dettur 26 ára fóstru í hug að fara til íslands sem au-pair? - Ég var þreytt á Sundsvall og þreytt á því að allir nema ég eignuðust eiginmann og börn. Svo sá ég í blaði að auglýst var eftir au-pair til íslands. Ég hef alltaf haft áhuga á íslandi og eftir margra vikna umhugsunarfrest ákvað ég að hringja. Og þar sem ég var þetta gömul og menntuð fóstra fannst fjölskyldunni ég áhugaverður kostur. En mörgum finnst skrítið að 26 ára fóstra í góðu starfi verði au-pair - og ekki síst sjálfri mér! - Hún neyðist til að að um- gangast okkur, börnin, segja hin- ar og hlægja. En Susanne finnst gott að eiga þær að. - Það er svo gaman hjá okkur. Líklega er ég í leit að glataðri æsku! Af hverju ísland? Þær segja tilviljun hafa ráðið því að þær lentu hér á landi. Ein frétti af lausu plássi, en hinar rákust á auglýsingar í blöðum og fannst ísland spennandi. - Ég kemst örugglega aldrei til Íslands ef ég nota ekki tækifærið núna, segist Maria Eliasson hafa hugsað. Þær komu flestar síðla sumars og núorðið finnst þeim ekkert skrítið að vera hér, þó að veðr- áttan venjist seint. En það sem kom þeim mest á óvart er hversu fátt kom þeim á óvart! ísland er ekki eins framandi og þær héldu. Þó koma ýmis smáatriði þeim kostulega fyrir sjónir. Til dæmis það að íslenskir bréiberar eru ekki einkennisklæddir og stund- vísari en klukkan eins og þeir sænsku. Og þeim finnst undar- legt að skipt skuli um dekk á felgum bíla vor og haust í stað þess að eiga sumardekk og vetr- ardekk á felgum. Og Elisabet Dahlbark segist hafa hlegið sig máttlausa þegar hún fór í Blóma- val fyrir jólin og komst að þvi að í þessu skóglausa landi væri hægt að kaupa köngla til jólaskreyt- inga. Svíanum hafði aldrei dottið í hug að könglar gætu verið sölu- vara. Elisabet segir líka skemmti- lega sögu af málfarslegum mis- skilningi. Á leið sinni niður í bæ hafði hún oft séð lítið hús, um- kringt bílum og á þaki þess var skilti sem á var letrað stórum stöfum að guð væri til: GUD FINNS. Hún velti mikið fyrir sér

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.